Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvar eru upptök jökulhlaupa í Skaftá og hversu mikið vatn rennur yfirleitt í Skaftárhlaupum?

Helgi Björnsson

Skaftá er jökulá sem á upptök sín í Skaftárjökli. Reglulega verða hlaup í Skaftá og lesendum er bent á að lesa líka svar við spurningunni Hvað veldur jökulhlaupum og hvaða hætta stafar af þeim? eftir Tómas Jóhannesson.

Jökulhlaup í Skaftá eiga uppruna sinn í tveimur ketilsigum sem kallast Skaftárkatlar. Sigin eru nær hringlaga, 1-3 km í þvermál, og yfir miðjum þeirra er 300-400 m þykkur jökull. Frá árinu 1955 hafa að minnsta kosti 40 hlaup fallið undan sigkötlunum, 30 km leið undir jökli austan við Fögrufjallahrygg til Skaftár. Um 8 km austan við Tungnaárbotna fer hluti af hlaupvatninu vestur um skarð í hryggnum. Skarðið nær niður í 500 m hæð, en farg meginjökulsins þrýstir vatninu engu að síður upp í 650 m, svo að það kemur undan Tungnaárjökli norðan við Langasjó og fellur þaðan austur með jökulröndinni yfir í Skaftá. Þó eru dæmi þess, að skvettur hafa farið í Tungnaá.

Skaftárketill í apríl 2006 en þá var hlaup í Skaftá.

Tvö til þrjú ár hafa liðið á milli hlaupa í hvorum katlanna. Miðja eystri ketilsins sígur um 100-150 m í hverju jökulhlaupi og frá katlinum renna 200-350 milljónir rúmmetra af vatni, vestari ketillinn sígur 50-100 m, og undan honum falla 50-150 x106 rúmmetrar. Vatnasvið eystri ketilsins hefur verið metið 29 km2 og hins vestari 20 km2. Samanlagt afl jarðhita er um 1.500 MW. Jökulhlaup undan Skaftárkötlum geta verið snögg og önnur hæg. Venjulega vex rennsli hratt frá eystri katlinum og lækkar hægt; hámarksrennsli, 200-1.500 m3/s, næst á 1-3 dögum, og síðan lýkur hlaupinu á 1-2 vikum. Hið hraða ris bendir til þess, að hiti í vatninu í lóninu sé yfir bræðslumarki.

Mynd:


Þetta svar er að mestu úr bókinni Jöklar á Íslandi og birt með góðfúslegu leyfi. Fyrsta efnisgrein svarins er ekki fengin úr bókinni en höfð með til frekari skýringar.

Höfundur

Helgi Björnsson

prófessor emeritus í jöklafræði

Útgáfudagur

5.10.2015

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Helgi Björnsson. „Hvar eru upptök jökulhlaupa í Skaftá og hversu mikið vatn rennur yfirleitt í Skaftárhlaupum?“ Vísindavefurinn, 5. október 2015, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=70657.

Helgi Björnsson. (2015, 5. október). Hvar eru upptök jökulhlaupa í Skaftá og hversu mikið vatn rennur yfirleitt í Skaftárhlaupum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=70657

Helgi Björnsson. „Hvar eru upptök jökulhlaupa í Skaftá og hversu mikið vatn rennur yfirleitt í Skaftárhlaupum?“ Vísindavefurinn. 5. okt. 2015. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=70657>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvar eru upptök jökulhlaupa í Skaftá og hversu mikið vatn rennur yfirleitt í Skaftárhlaupum?
Skaftá er jökulá sem á upptök sín í Skaftárjökli. Reglulega verða hlaup í Skaftá og lesendum er bent á að lesa líka svar við spurningunni Hvað veldur jökulhlaupum og hvaða hætta stafar af þeim? eftir Tómas Jóhannesson.

Jökulhlaup í Skaftá eiga uppruna sinn í tveimur ketilsigum sem kallast Skaftárkatlar. Sigin eru nær hringlaga, 1-3 km í þvermál, og yfir miðjum þeirra er 300-400 m þykkur jökull. Frá árinu 1955 hafa að minnsta kosti 40 hlaup fallið undan sigkötlunum, 30 km leið undir jökli austan við Fögrufjallahrygg til Skaftár. Um 8 km austan við Tungnaárbotna fer hluti af hlaupvatninu vestur um skarð í hryggnum. Skarðið nær niður í 500 m hæð, en farg meginjökulsins þrýstir vatninu engu að síður upp í 650 m, svo að það kemur undan Tungnaárjökli norðan við Langasjó og fellur þaðan austur með jökulröndinni yfir í Skaftá. Þó eru dæmi þess, að skvettur hafa farið í Tungnaá.

Skaftárketill í apríl 2006 en þá var hlaup í Skaftá.

Tvö til þrjú ár hafa liðið á milli hlaupa í hvorum katlanna. Miðja eystri ketilsins sígur um 100-150 m í hverju jökulhlaupi og frá katlinum renna 200-350 milljónir rúmmetra af vatni, vestari ketillinn sígur 50-100 m, og undan honum falla 50-150 x106 rúmmetrar. Vatnasvið eystri ketilsins hefur verið metið 29 km2 og hins vestari 20 km2. Samanlagt afl jarðhita er um 1.500 MW. Jökulhlaup undan Skaftárkötlum geta verið snögg og önnur hæg. Venjulega vex rennsli hratt frá eystri katlinum og lækkar hægt; hámarksrennsli, 200-1.500 m3/s, næst á 1-3 dögum, og síðan lýkur hlaupinu á 1-2 vikum. Hið hraða ris bendir til þess, að hiti í vatninu í lóninu sé yfir bræðslumarki.

Mynd:


Þetta svar er að mestu úr bókinni Jöklar á Íslandi og birt með góðfúslegu leyfi. Fyrsta efnisgrein svarins er ekki fengin úr bókinni en höfð með til frekari skýringar.

...