Engu að síður er vitað fyrir víst að nefndin byrjaði á að ræða hver aðalatriði yfirlýsingarinnar ættu að vera og því næst ákveðið að Thomast Jefferson myndi skrifa fyrsta uppkastið. Þegar því var lokið ræddi nefndin uppkastið og einhverjar uppástungur og breytingar voru gerðar. Að því loknu skrifaði Jefferson nýtt uppkast sem tók tillit til þessara breytinga og nefndin skilaði yfirlýsingunni til Bandaríkjaþings. Þetta ferli tók tæpar þrjár vikur; nefndin var skipuð 11. júní 1776 og skilaði yfirlýsingunni til þingsins þann 28. júní. Næstu daga fundaði þingið þar til 2. júlí, þegar það kaus um hvort að bandarísku nýlendurnar ættu að lýsa yfir sjálfstæði frá Bretum, en eins og frægt er orðið var sú tillaga samþykkt. Því næst sneri þingið sér að uppkasti nefndarinnar að sjálfstæðisyfirlýsingunni, gerði breytingar á orðalagi og fjarlægði um fjórðung texta hennar, þar á meðal kafla sem gagnrýndi þrælahald. Þingið kláraði lokaútgáfu sjálfstæðisyfirlýsingarinnar og sendi hana til prentara 4. júlí 1776. Bandaríkjamenn minnast þessa atburðar með því að halda upp á þjóðhátíðardaginn sinn 4. júlí ár hvert. Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Hvað getur þú sagt mér um Abraham Lincoln og af hverju var hann svona frægur? eftir Reinar Ágúst Foreman og Emilíu Dagnýju Sveinbjörsdóttur.
- Börðust indjánar í Þrælastríðinu? eftir Skúla Snæland.
- Hver var merkasti leiðtogi mannréttindabaráttu í Bandaríkjunum eftir 1950? eftir Ulriku Andersson.
- Sjálfstæðisyfirlýsing Bandaríkjana á Wikipedia.
- Yfirlýsingin sjálf.