Árið 1864 var Lincoln endurkjörinn forseti. Þetta seinna kjörtímabil hans varð þó ekki langt því 14. apríl árið 1865 var honum sýnt banatilræði í Ford-leikhúsinu í Washington og lést hann af sárum sínum daginn eftir. Tilræðismaðurinn, John Wilkes Booth, var leikari og ákafur stuðningsmaður Suðurríkjasambandsins. Lincoln er frægur fyrir margra hluta sakir. Hann var til dæmis mikill ræðuskörungur og er frægasta ræða hans til minningar um þá sem féllu við Gettysburg árið 1863. Hann var forseti Bandaríkjanna á mjög viðburðaríkum tíma þegar tekist var á um mál sem höfðu áhrif á framtíðarskipan þjóðmála og hann var maðurinn sem gaf út tilskipun um afnám þrælahalds. Í hugum margra er hann píslarvottur en hann var fyrsti forseti Bandaríkjanna sem féll fyrir hendi morðingja. Hann hefur ítrekað lent ofarlega á listum sagnfræðinga um mestu forseta Bandaríkjanna og gjarnan trónað þar á toppnum. Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:
- Börðust indjánar í Þrælastríðinu? eftir Skúla Sæland
- Hverjir eru forsetarnir á Rushmore-fjalli, fyrir hvað eru þeir frægir og hver gerði höggmyndirnar? eftir Helgu Sverrisdóttur
- Hve margir hafa forsetar Bandaríkjanna verið og hvað hétu þeir? eftir HMH
- Abraham Lincoln á Wikipedia. Skoðað 19. 6. 2008.
- Lincoln, Abraham á Encyclopædia Britannica Online. Skoðað 19. 6. 2008.
- Asle Sveen og Svein A. Aastad. Heimsbyggðin 2. Mannkynssaga eftir 1850. Reykjavík, Mál og menning, 1994.
- Mynd af Lincoln: Abraham Lincoln's Inauguration á America's Story from America's Library. Sótt 19.6.2008.
- Mynd af tilræði við Lincoln: United States Library of Congress's Prints and Photographs Division. Sótt 19.6.2008
Þetta svar er að hluta eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2008.