- Æðsti handhafi framkvæmdarvalds
- Neitunarvald gagnvart löggjöf frá þinginu
- Hafni forseti löggjöf frá þinginu fer hún aftur til öldungardeildar þingsins sem verður þá að samþykkja hana með auknum meirihluta, 2/3 hluta atkvæða, til þess að hún öðlist gildi
- Yfirmaður heraflans
- Veitir forsetanum vald yfir öllum herafla Bandaríkjanna sem felur meðal annars í sér að forsetinn getur beitt sér fyrir hernaðaraðgerðum í garð annarra ríkja
- Skipunarvald
- Skipar meðal annars ríkisstjórn og skal ráðfæra sig við viðkomandi ráðherra áður en hann tekur ákvarðanir
- Skipar hæstaréttardómara
- Skipar mikinn fjölda embættismanna en þúsundir embættismanna eru skipaðir þegar nýr forseti tekur við
- Getur kallað saman þingið í sérstökum aðstæðum
- Náðunarvald
- Forsetinn hefur vald til að náða dæmda sakamenn, með þeirri undantekningu að hann getur ekki náðað þá forseta, varaforseta og embættismenn sem þingið hefur ákært samkvæmt heimild í 4. gr. stjórnarskrárinnar (e. impeachment)
- Gerir milliríkjasamninga og skipar sendiherra
- Milliríkjasamningar eru háðir því að 2/3 hlutar öldungardeildarinnar samþykki
- The American Presidency – Origins and Development 1776-2002. Sidney M. Miklis and Michael Nelson. CQ Press. 2003.
- United States Constitution
- Donald Trump | Donald Trump speaking at the 2013 Conservativ… | Flickr. (Sótt 30.01.2017). Myndin er birt undir leyfinu Creative Commons Attribution-ShareAlike 2.0 Generic (CC BY-SA 2.0)