Jólaföstu verður fyrst vart um miðja 5. öld í Antíokkíu á Sýrlandi og á Norður-Ítalíu en öld seinna í Rómaborg. Misjafnt var í fyrstu hversu löng jólafasta var. Í Gallíu var hún lengi höfð sex vikur og hófst á Marteinsmessu 11. nóvember. Í Róm kom Gregoríus páfi mikli þeirri reglu á um 600 að fastan skyldi hefjast fjórða sunnudag fyrir jól. Sú skipan náði þó ekki verulegri útbreiðslu fyrr en á 11. til 13. öld og var reyndar ekki fyrirskipuð öllum kirkjudeildum fyrr en árið 1570. Þessari reglu er þó fylgt í Kristinna laga þætti Grágásar. Sumstaðar var upphaf jólaföstu miðað við Andrésmessu 30. nóvember sem reyndar er ætíð í nánd við fjórða sunnudag fyrir jól. Í Kristinrétti Árna biskups Þorlákssonar frá 1275 er einnig svo til orða tekið að jólafasta hefjist þann sunnudag sem næstur er Andrésmessu.

Margir hafa þann sið að kveikja á nýju aðventukerti á hverjum sunnudegi í aðventu. Kertin verða þá fjögur.
Tala heimsins, höfuðáttirnar, árstíðirnar, höfuðskepnurnar, armar krossins. Guðspjallamennirnir, fljót Paradísar, höfuðdyggðirnar, stóru spámennirnir: Jesaja, Jeremía, Esekíel, Daníel.Hinar voru (og eru) 3, 7, 12, 40, 70 og 120. Í Austurkirkjunni hefst aðventan nú á tímum 15. nóvember og er í 40 daga, lýkur 24. desember. Sú tala kemur víða fyrir í Biblíunni (syndaflóðið, eyðimerkurgangan, fasta Móse á Sínaífjalli, fasta Elía, gleðidagarnir eftir páska), en eflaust er þó fyrst og síðast á bak við umrædda hefð tíminn sem Jesús fastaði í óbyggðum Júdeu, eftir að hafa verið skírður í ánni Jórdan, eins og greint er frá í 4. kafla Matteusarguðspjalls, 1. kafla Markúsarguðspjalls og 4. kafla Lúkasarguðspjalls. Myndir:
- Yfirlitsmynd: Pxhere.com. (Sótt 29.11.2024).
- PickPik. (Sótt 29.11.2024).