Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Nafnið Indriði er með þremur i-um, er það eina íslenska karlmannsnafnið með þremur i-um?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Indriði er eina nafnið sem mér er kunnugt um sem ritað er nú með þremur i-um. Önnur þríkvæð nöfn með sama sérhljóði finnast í nafnaforðanum, eins og til dæmis Aðalbrandur með þremur a-um, en þau eru fremur fá.

Nafnið Indriði þekkist þegar í fornu máli ritað Eindriði eða Eindriðr. Í formála Snorra-Eddu er sonarsonur Þórs (Trórs) nefndur Einriði. Í fornum skáldskap er Þór sjálfur nefndur Eindriði. Í norsku hefur nafnið verið notað í ýmsum myndum allt frá um 1300, E(i)ndride, E(i)nride, Indride, Indre og Endre en síðastnefnda myndin er algengust nú á dögum.

Í fornum skáldskap er Þór sjálfur nefndur Eindriði. Mynd af þrumuguðinum Þór eftir Johannes Gehrts frá árinu 1901. Þór ríður um himinninn á vagni sínum, hann er klæddur í beltið Megingjörð og mundar glitrandi hamarinn Mjölni.

Háan aldur sýnir að nafnið kemur fyrir á sænskri rúnaristu sem ainridi ‘sá sem ríður einn’. Skýringin á -d-i í norsku nöfnunum er sögð sú að milli n og r er skotið inn -d- til að auðvelda framburð á stafasambandinu -nr- (Alhaug:99). Ritmyndin Indriði hefur hugsanlega borist hingað frá Noregi.

Af því sem dregið hefur verið saman má sjá að upprunalega voru aðeins tvö i í nafninu og ei í fyrsta atkvæði var tvíhljóð.

Heimildir:
  • Alhaug, Gulbrand. 2011. 10 001 navn. Norsk fornavnleksikon. Cappelen Damm, Trondheim.
  • Guðrún Kvaran. 2011. Nöfn Íslendinga. Ný útgáfa. Forlagið, Reykjavík.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

18.1.2018

Spyrjandi

Bertel Magnús Andrésson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Nafnið Indriði er með þremur i-um, er það eina íslenska karlmannsnafnið með þremur i-um?“ Vísindavefurinn, 18. janúar 2018, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=74957.

Guðrún Kvaran. (2018, 18. janúar). Nafnið Indriði er með þremur i-um, er það eina íslenska karlmannsnafnið með þremur i-um? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=74957

Guðrún Kvaran. „Nafnið Indriði er með þremur i-um, er það eina íslenska karlmannsnafnið með þremur i-um?“ Vísindavefurinn. 18. jan. 2018. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=74957>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Nafnið Indriði er með þremur i-um, er það eina íslenska karlmannsnafnið með þremur i-um?
Indriði er eina nafnið sem mér er kunnugt um sem ritað er nú með þremur i-um. Önnur þríkvæð nöfn með sama sérhljóði finnast í nafnaforðanum, eins og til dæmis Aðalbrandur með þremur a-um, en þau eru fremur fá.

Nafnið Indriði þekkist þegar í fornu máli ritað Eindriði eða Eindriðr. Í formála Snorra-Eddu er sonarsonur Þórs (Trórs) nefndur Einriði. Í fornum skáldskap er Þór sjálfur nefndur Eindriði. Í norsku hefur nafnið verið notað í ýmsum myndum allt frá um 1300, E(i)ndride, E(i)nride, Indride, Indre og Endre en síðastnefnda myndin er algengust nú á dögum.

Í fornum skáldskap er Þór sjálfur nefndur Eindriði. Mynd af þrumuguðinum Þór eftir Johannes Gehrts frá árinu 1901. Þór ríður um himinninn á vagni sínum, hann er klæddur í beltið Megingjörð og mundar glitrandi hamarinn Mjölni.

Háan aldur sýnir að nafnið kemur fyrir á sænskri rúnaristu sem ainridi ‘sá sem ríður einn’. Skýringin á -d-i í norsku nöfnunum er sögð sú að milli n og r er skotið inn -d- til að auðvelda framburð á stafasambandinu -nr- (Alhaug:99). Ritmyndin Indriði hefur hugsanlega borist hingað frá Noregi.

Af því sem dregið hefur verið saman má sjá að upprunalega voru aðeins tvö i í nafninu og ei í fyrsta atkvæði var tvíhljóð.

Heimildir:
  • Alhaug, Gulbrand. 2011. 10 001 navn. Norsk fornavnleksikon. Cappelen Damm, Trondheim.
  • Guðrún Kvaran. 2011. Nöfn Íslendinga. Ný útgáfa. Forlagið, Reykjavík.

Mynd:

...