Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1262 svör fundust
Bíta höfrungar baðstrandarfólk eins og hákarlar?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Bíta höfrungar baðstrandarfólk eins og hákarlar? Hversu algengt er að vera bitin af hákarli eða öðru sjávardýri og hvar er það algengast? Afar sjaldgæft er að höfrungar ráðist á menn. Í flestum tilfellum synda þeir einfaldlega í burtu ef menn gerast of nærgöngulir. Þó eru þ...
Eru kakkalakkar á Íslandi?
Svarið verður að vera játandi, það hafa fundist kakkalakkar á Íslandi en þeir berast iðulega með varningi til landsins. Almennt þrífast kakkalakkar þó ekki hér á landi þar sem veðurfarið er þeim mjög óhagstætt. Þrátt fyrir það eru dæmi um að dýr sem hingað hafa borist hafi náð að hreiðra um sig í heimahúsum og hef...
Hvers vegna halda Bandaríkjamenn þakkargjörðarhátíð?
Bandaríski þakkargjörðardagurinn er haldinn hátíðlegur fjórða fimmtudag í nóvember ár hvert. Hann er einn af fáum hátíðisdögum þar í landi sem alfarið er upprunninn í Bandaríkjunum sjálfum. Flestar hátíðir Bandaríkjamanna bárust vestur með evrópskum innflytjendum, en tóku þar ýmsum breytingum og þá jafnvel mismuna...
Hvað er þverbrotabelti og hvernig myndast það?
Misgengi eru af ýmsu tagi en megingerðirnar eru þrjár (sjá 1. mynd): Siggengi vegna gliðnunar (til dæmis Almannagjá). Ris- eða þrýstigengi vegna samþjöppunar (engin dæmi hér á landi, en fræg í fellingamyndunum). Sniðgengi vegna hliðrunar (til dæmis Suðurlands- og Tjörnes-brotabelti). 1. mynd. Þrjár gerðir misge...
Hvernig er dýralífið við Úralfjöll í Rússlandi?
Vegna þess hversu lág Úralfjöll eru ber dýralíf fjallgarðsins töluvert svipmót af sléttlendinu beggja vegna hans. Barrskógar (e. taiga) vaxa því nokkuð óhindrað yfir mestan hluta fjallanna og einkennist dýralífið töluvert af því. Það er þó langt frá því að telja megi Úralfjöllin til einnar vistar. Þau spanna afar ...
Hvernig verða demantar til í náttúrunni?
Demantar eru hreint kolefni rétt eins og grafít þó þessi tvö efni séu mjög ólík bæði í útliti og eiginleikum. Demantar hafa myndast í möttli jarðar á 120-200 km dýpi. Á þessu dýpi getur efni sem inniheldur kolefni verið bráðið en við afar sérstakar aðstæður, mjög mikinn þrýsting eða 45-60 kílóbör og hita á bilinu...
Hvað gerist ef möttulstrókurinn undir Íslandi hættir allt í einu að virka?
Heitir reitir nefnast svæði á yfirborði jarðar sem standa hátt yfir umhverfi sitt og einkennast af hlutfallslega mikilli eldvirkni, það er kvikuframleiðslu. Orsök heitra reita hugsa menn sér að séu möttulstrókar, súlulaga efnismassar sem ná djúpt niður í jarðmöttulinn. Ef möttulstrókurinn „hættir að virka“ þá...
Hvað er steppa?
Þurrlendi jarðar er skipt í svæði eftir því hvaða gróður er þar mest áberandi. Svæðin kallast gróðurbelti. Steppa sem einnig kallast gresja er eitt af gróðurbeltum jarðar. Gresjur eru mjög stór, tiltölulega flatlend svæði, slétta, þar sem gras er ríkjandi gróður en nær engin tré. Í Rússlandi og ríkjum Mið-Asíu...
Gilda einhverjar reglur um það að konur eigi að sitja vinstra megin í kirkjum?
Engar reglur eru í gildi í þessu efni hér á landi og hafa ekki verið lengi. Það er hins vegar siður í formlegum kirkjubrúðkaupum að kynin sitji hvort sínum megin í kirkjunni og konur þá til vinstri þegar inn er gengið eða norðanmegin í kirkjunni. Þetta er þó alfarið á valdi hjónanna sem í hlut eiga og engin kirkju...
Er páskavikan vikan fyrir eða eftir páskadag?
Vikan sem byrjar með pálmasunnudegi og lýkur laugardaginn fyrir páska er oft nefnd páskavika. Svo hefur þó ekki alltaf verið og hefur menn stundum greint á um það. Í fornu máli virðist svo sem páskavika byrji með páskadegi og sé vikan eftir páska. Þetta skýrist með því að vikan er talin hefjast með sunnudegi og pá...
Hvað heitir sólkerfið og vetrarbrautin okkar?
Stjörnur (sólstjörnur) eru sjálflýsandi gashnettir í geimnum sem framleiða orku með kjarnasamruna vetnis í helín á einhverju stigi æviskeiðs síns. Reikistjörnur eru hnettir sem snúast í kringum sólstjörnur. Reikistjörnur geta verið mjög bjartar ásýndum þrátt fyrir að þær geisli í raun ekki eigin ljósi heldur endur...
Hvar finnst myndbreytt berg og hvernig kemst það aftur upp á yfirborðið eftir að hafa verið djúpt í jörðu?
Myndbreytt berg finnst hvarvetna þar sem berg hefur hitnað yfir 300°C eða svo niðri í jörðinni. Það berst upp á yfirborðið aftur við rof. Eins og fram kemur í spurningunni, verður myndbreyting bergs einkum djúpt í jörðu, á hitabilinu 300-850°C. Venjulega er átt við berg sem upphaflega myndaðist við yfirborð – t...
Hver er hugsunin á bak við orðin útsuður, landsuður, útnorður og landnorður?
Hugsum okkur að við búum við strönd sem liggur frá suðri til norðurs og sjórinn sé vestan við landið. Dæmi um slíka strandlengju er á Vesturlandi í Noregi kringum Bergen og er einmitt líklegt að þar sé upphaf málvenjunnar sem er hér til umræðu. Hún er sem sé ekki bara íslensk heldur líka norsk og væntanlega eldri ...
Af hverju fóru menn að halda HM í knattspyrnu og hvers vegna var fyrsta mótið haldið í Úrúgvæ?
Árið 1928 hafði verið ákveðið að Ólympíuleikarnir 1932 yrðu haldnir í Los Angeles í Bandaríkjunum. Þar sem fótbolti (e. soccer) var lítt vinsæll í Bandaríkjunum var ákveðið að hann yrði ekki með á leikunum. Þáverandi forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins (e. FIFA), Frakkinn Jules Rimet, tók þá að skipuleggja fyrst...
Hvað veldur ókyrrð í háloftum?
Ókyrrð eða kvika er óregluleg hreyfing lofts og þá er yfirleitt átt við lóðrétta hreyfingu. Þar sem loftið í háloftunum er þurrt og það er lítið um ský er loftið að jafnaði tært og ókyrrðin ósýnileg þótt hún sé áþreifanleg. Þess vegna er ókyrrð í háloftum kölluð heiðkvika, á ensku clear air turbulence, skammstafað...