Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Bíta höfrungar baðstrandarfólk eins og hákarlar?

Jón Már Halldórsson

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Bíta höfrungar baðstrandarfólk eins og hákarlar? Hversu algengt er að vera bitin af hákarli eða öðru sjávardýri og hvar er það algengast?

Afar sjaldgæft er að höfrungar ráðist á menn. Í flestum tilfellum synda þeir einfaldlega í burtu ef menn gerast of nærgöngulir. Þó eru þekkt dæmi um árásir höfrunga en langflest slík tilvik hafa átt sér stað í sædýrasöfnum.

Engu að síður er vitað um dæmi þess að villtir höfrungar hafi ráðist á menn. Fyrir nokkrum árum hélt stökkull (Tursiops truncatus) til við ströndina í Sao Paolo í Brasilíu og vakti hann óskipta athygli strandgesta. Tveir karlmenn ákváðu að synda að honum og leika við hann. Höfrungurinn tók þessu sem einhvers konar ögrun og réðst á þá, banaði öðrum og særði hinn verulega.



Höfrungur í sædýrasafni.

Það er margt í eðli höfrunga sem mönnum er algerlega hulið enda eru félagsvenjur og atferli svo greindra skepna afar flókið. Margir halda að höfrungar séu fyrst og fremst kátir og skemmtilegir litlir hvalir sem hægt er að leika við, en það er kolrangt. Höfrungar eru villt dýr og verður að fara að þeim með gát eins og öllum villtum dýrum. Líffræðingar sem rannsökuðu æxlunaratferli höfrunga í Moray Firth í Skotlandi á árunum 1991 til 1993 urðu til dæmis vitni að því að höfrungar sem safnast höfðu saman í firðinum drápu hnísur sem héldu til í grenndinni. Fræðimennirnir gátu ekki skýrt þessa hegðun en vera kann að höfrungarnir hafi ruglað saman hnísunum og hákörlum, sem þeir ráðast stundum að með miklu offorsi.

Árásir höfrunga á menn eru afar sjaldgæfar en það sama er ekki hægt að segja um árásir hákarla á fólk. Þó flestar hákarlategundir séu ólíklegar til þess að ráðast á menn þá eru á hverju ári skráðir tugir slíkra árása. Sem dæmi má nefna að árið 2004 voru skráðar alls 109 árásir hákarla á menn. Af þeim var 61 tilefnislaus. Flestar þessara tilefnislausu árása urðu við strendur Norður-Ameríku eða 27, þar af 12 úti fyrir Flórída. Í Ástralíu voru 12 tilefnislausar árásir, fimm í Brasilíu og sömuleiðis Suður-Afríku, þrjár í Reunion, og ein árás við Bahamaeyjar, Kúbu, Egyptaland, Fídjieyjar, Nýja-Sjáland og Venesúela.

Líkurnar á því að verða fyrir árásum hákarla eru þó ekki miklar eins og sjá má þegar tekið er tillit til þess að baðgestir við strendur Flórída í Bandaríkjunum skipta hundruðum þúsunda á hverju ári, en árásirnar eru þó ekki fleiri en raun ber vitni.

Önnur svör á Vísindavefnum um svipað efni eftir sama höfund:

Mynd: The Rodent's Gallery

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

13.2.2006

Spyrjandi

Signý Bergsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Bíta höfrungar baðstrandarfólk eins og hákarlar?“ Vísindavefurinn, 13. febrúar 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5637.

Jón Már Halldórsson. (2006, 13. febrúar). Bíta höfrungar baðstrandarfólk eins og hákarlar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5637

Jón Már Halldórsson. „Bíta höfrungar baðstrandarfólk eins og hákarlar?“ Vísindavefurinn. 13. feb. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5637>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Bíta höfrungar baðstrandarfólk eins og hákarlar?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Bíta höfrungar baðstrandarfólk eins og hákarlar? Hversu algengt er að vera bitin af hákarli eða öðru sjávardýri og hvar er það algengast?

Afar sjaldgæft er að höfrungar ráðist á menn. Í flestum tilfellum synda þeir einfaldlega í burtu ef menn gerast of nærgöngulir. Þó eru þekkt dæmi um árásir höfrunga en langflest slík tilvik hafa átt sér stað í sædýrasöfnum.

Engu að síður er vitað um dæmi þess að villtir höfrungar hafi ráðist á menn. Fyrir nokkrum árum hélt stökkull (Tursiops truncatus) til við ströndina í Sao Paolo í Brasilíu og vakti hann óskipta athygli strandgesta. Tveir karlmenn ákváðu að synda að honum og leika við hann. Höfrungurinn tók þessu sem einhvers konar ögrun og réðst á þá, banaði öðrum og særði hinn verulega.



Höfrungur í sædýrasafni.

Það er margt í eðli höfrunga sem mönnum er algerlega hulið enda eru félagsvenjur og atferli svo greindra skepna afar flókið. Margir halda að höfrungar séu fyrst og fremst kátir og skemmtilegir litlir hvalir sem hægt er að leika við, en það er kolrangt. Höfrungar eru villt dýr og verður að fara að þeim með gát eins og öllum villtum dýrum. Líffræðingar sem rannsökuðu æxlunaratferli höfrunga í Moray Firth í Skotlandi á árunum 1991 til 1993 urðu til dæmis vitni að því að höfrungar sem safnast höfðu saman í firðinum drápu hnísur sem héldu til í grenndinni. Fræðimennirnir gátu ekki skýrt þessa hegðun en vera kann að höfrungarnir hafi ruglað saman hnísunum og hákörlum, sem þeir ráðast stundum að með miklu offorsi.

Árásir höfrunga á menn eru afar sjaldgæfar en það sama er ekki hægt að segja um árásir hákarla á fólk. Þó flestar hákarlategundir séu ólíklegar til þess að ráðast á menn þá eru á hverju ári skráðir tugir slíkra árása. Sem dæmi má nefna að árið 2004 voru skráðar alls 109 árásir hákarla á menn. Af þeim var 61 tilefnislaus. Flestar þessara tilefnislausu árása urðu við strendur Norður-Ameríku eða 27, þar af 12 úti fyrir Flórída. Í Ástralíu voru 12 tilefnislausar árásir, fimm í Brasilíu og sömuleiðis Suður-Afríku, þrjár í Reunion, og ein árás við Bahamaeyjar, Kúbu, Egyptaland, Fídjieyjar, Nýja-Sjáland og Venesúela.

Líkurnar á því að verða fyrir árásum hákarla eru þó ekki miklar eins og sjá má þegar tekið er tillit til þess að baðgestir við strendur Flórída í Bandaríkjunum skipta hundruðum þúsunda á hverju ári, en árásirnar eru þó ekki fleiri en raun ber vitni.

Önnur svör á Vísindavefnum um svipað efni eftir sama höfund:

Mynd: The Rodent's Gallery ...