Bíta höfrungar baðstrandarfólk eins og hákarlar? Hversu algengt er að vera bitin af hákarli eða öðru sjávardýri og hvar er það algengast?Afar sjaldgæft er að höfrungar ráðist á menn. Í flestum tilfellum synda þeir einfaldlega í burtu ef menn gerast of nærgöngulir. Þó eru þekkt dæmi um árásir höfrunga en langflest slík tilvik hafa átt sér stað í sædýrasöfnum. Engu að síður er vitað um dæmi þess að villtir höfrungar hafi ráðist á menn. Fyrir nokkrum árum hélt stökkull (Tursiops truncatus) til við ströndina í Sao Paolo í Brasilíu og vakti hann óskipta athygli strandgesta. Tveir karlmenn ákváðu að synda að honum og leika við hann. Höfrungurinn tók þessu sem einhvers konar ögrun og réðst á þá, banaði öðrum og særði hinn verulega.
- Er hvalategundin stökkull ekki lengur til við Ísland og ráðast þeir stundum á báta?
- Eru hákarlar við Mallorca sem ráðast á fólk?
- Er vitað um hákarlaárásir á menn við Ísland?
- Éta allir hákarlar fólk?
- Eru bleikháfar hættulegir mönnum?
- Ráðast hákarlar á stökkla?