Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getur þú sagt mér frá stökklum?

Jón Már Halldórsson

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Getur þú sagt mér frá stökklum, það er hvernig þeir afla sér fæðu, æxlun þeirra og hvort þeir sofi?

Stökklar (Tursiops truncatus, e. bottlenose dolphins) eru meðal algengustu höfrunga á hafsvæðinu við sunnanvert Ísland eins og lesa má um í svari sama höfundar við spurningunni Er hvalategundin stökkull ekki lengur til við Ísland og ráðast þeir stundum á báta?

Eins og aðrir höfrungar eru stökklar hópdýr. Ólíkt flestum öðrum tegundum eru hóparnir þó yfirleitt smáir, eða færri en 20 dýr á meðan margar aðrar höfrungategundir mynda hópa sem geta talið hundruð dýra.

Stökklar eru meiri tækifærissinnar í fæðuvali en aðrir hvalir og því afar erfitt að alhæfa um dæmigerða fæðu þeirra. Samvinna við veiðar er algeng meðal stökkla og hafa þeir þróað með sér afar fjölbreytilegar aðferðir við fæðuöflun. Yfirleitt ráðast þeir á torfur ýmissa tegunda, svo sem smokkfiska eða rækju. Önnur aðferð sem þeir beita er að smala bráðinni saman í hóp og gera svo árás. Stærri bolfiska elta þeir uppi og grípa með kjaftinum. Stökklar fæla fiska líka upp á grunnsævi og króa þá þannig af. Í Bandaríkjunum urðu menn vitni að því að hópur stökkla fór upp eftir á, fældi fiska upp á moldarbakka og át þá þar aðþrengda. Þessi veiðiaðferð er ekki útbreidd meðal höfrunga og virðist hún hafa lærst af reynslu þessara tilteknu dýra.

Þó samvinna við veiðar sé algeng er líka vel þekkt að stökklar veiði einir síns liðs.



Stökklar (Tursiops truncatus).

Stökklar hafa einstaka aðlögunarhæfni nýta sér sambýli við manninn með ágætum. Sem dæmi má nefna að þeir éta fiskúrgang sem fellur til frá fiskiskipum, meðal annars rækjuveiðiskipum. Stökklar hafa bakað sér nokkrar óvinsældir meðal sjómanna þar sem þeir eiga það til að stela fiski úr netum.

Að því er höfundur best veit hafa ekki farið fram neinar markverðar rannsóknir á fæðuháttum stökkla á hafsvæðinu umhverfis Ísland. Bandarískar rannsóknir hafa hins vegar sýnt að þeir þurfi að éta í kringum 6-7 kg á dag.

Í stökklahópnum er skýr goggunarröð meðal karldýranna á pörunartíma. Hún byggist yfirleitt á stærð og styrk dýranna og getur leitt til harðra barðdaga á milli karldýranna. Á pörunartímanum sýnir karldýrið tilvonandi maka ýmiss konar látbragð. Hann hneigir hausinn ótt og títt fyrir framan kvendýrið, nuddar sér upp að henni og framkallar smelli með skoltinum. Samfarirnar sjálfar taka ekki langan tíma, eða um 10 sekúndur, en geta verið endurteknar nokkrum sinnum. Þær fara þannig fram að kvendýrið snýr sér við þannig að kviðirnir snertast og getnaðarlimur karldýrsins kemst því að legopi kvendýrsins. Þetta gera þau oftast á sundi.

Varðandi svefn höfrunga er lesendum bent á að skoða svar við spurningunni Sofa hákarlar og hvalir?

Heimildir, frekari fróðleikur og mynd:
  • Barros, N.B. og D.K. Odell. 1990. „Food habits of bottlenose dolphins in the southeastern United States“. Í S. Leatherwood og R.R. Reeves (ritstj.) The Bottlenose Dolphin. Academic Press. bls. 309-328.
  • Barros, N.B. og R.S. Wells. 1998. „Prey and feeding patterns of resident bottlenose dolphins (Tursiops truncatus) in Sarasota Bay, Florida“. Journal of Mammalogy 79 (3).
  • Santos, M.B., G.J. Pierce, R.J. Reid, I.A.P. Patterson, H.M. Ross, og E. Mente. 2001. „Stomach contents of bottlenose dolphins“ (Tursiops truncatus) in Scottish waters. Journal of the Marine Biological Association and United Kingdom 81.
  • The Mammals of Texas - Online Edition.
  • Black Sea Environmental Internet Node.
  • Laurie Campbell Photography.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

7.9.2005

Spyrjandi

Margrét Ósk, f. 1990

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Getur þú sagt mér frá stökklum?“ Vísindavefurinn, 7. september 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5249.

Jón Már Halldórsson. (2005, 7. september). Getur þú sagt mér frá stökklum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5249

Jón Már Halldórsson. „Getur þú sagt mér frá stökklum?“ Vísindavefurinn. 7. sep. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5249>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getur þú sagt mér frá stökklum?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Getur þú sagt mér frá stökklum, það er hvernig þeir afla sér fæðu, æxlun þeirra og hvort þeir sofi?

Stökklar (Tursiops truncatus, e. bottlenose dolphins) eru meðal algengustu höfrunga á hafsvæðinu við sunnanvert Ísland eins og lesa má um í svari sama höfundar við spurningunni Er hvalategundin stökkull ekki lengur til við Ísland og ráðast þeir stundum á báta?

Eins og aðrir höfrungar eru stökklar hópdýr. Ólíkt flestum öðrum tegundum eru hóparnir þó yfirleitt smáir, eða færri en 20 dýr á meðan margar aðrar höfrungategundir mynda hópa sem geta talið hundruð dýra.

Stökklar eru meiri tækifærissinnar í fæðuvali en aðrir hvalir og því afar erfitt að alhæfa um dæmigerða fæðu þeirra. Samvinna við veiðar er algeng meðal stökkla og hafa þeir þróað með sér afar fjölbreytilegar aðferðir við fæðuöflun. Yfirleitt ráðast þeir á torfur ýmissa tegunda, svo sem smokkfiska eða rækju. Önnur aðferð sem þeir beita er að smala bráðinni saman í hóp og gera svo árás. Stærri bolfiska elta þeir uppi og grípa með kjaftinum. Stökklar fæla fiska líka upp á grunnsævi og króa þá þannig af. Í Bandaríkjunum urðu menn vitni að því að hópur stökkla fór upp eftir á, fældi fiska upp á moldarbakka og át þá þar aðþrengda. Þessi veiðiaðferð er ekki útbreidd meðal höfrunga og virðist hún hafa lærst af reynslu þessara tilteknu dýra.

Þó samvinna við veiðar sé algeng er líka vel þekkt að stökklar veiði einir síns liðs.



Stökklar (Tursiops truncatus).

Stökklar hafa einstaka aðlögunarhæfni nýta sér sambýli við manninn með ágætum. Sem dæmi má nefna að þeir éta fiskúrgang sem fellur til frá fiskiskipum, meðal annars rækjuveiðiskipum. Stökklar hafa bakað sér nokkrar óvinsældir meðal sjómanna þar sem þeir eiga það til að stela fiski úr netum.

Að því er höfundur best veit hafa ekki farið fram neinar markverðar rannsóknir á fæðuháttum stökkla á hafsvæðinu umhverfis Ísland. Bandarískar rannsóknir hafa hins vegar sýnt að þeir þurfi að éta í kringum 6-7 kg á dag.

Í stökklahópnum er skýr goggunarröð meðal karldýranna á pörunartíma. Hún byggist yfirleitt á stærð og styrk dýranna og getur leitt til harðra barðdaga á milli karldýranna. Á pörunartímanum sýnir karldýrið tilvonandi maka ýmiss konar látbragð. Hann hneigir hausinn ótt og títt fyrir framan kvendýrið, nuddar sér upp að henni og framkallar smelli með skoltinum. Samfarirnar sjálfar taka ekki langan tíma, eða um 10 sekúndur, en geta verið endurteknar nokkrum sinnum. Þær fara þannig fram að kvendýrið snýr sér við þannig að kviðirnir snertast og getnaðarlimur karldýrsins kemst því að legopi kvendýrsins. Þetta gera þau oftast á sundi.

Varðandi svefn höfrunga er lesendum bent á að skoða svar við spurningunni Sofa hákarlar og hvalir?

Heimildir, frekari fróðleikur og mynd:
  • Barros, N.B. og D.K. Odell. 1990. „Food habits of bottlenose dolphins in the southeastern United States“. Í S. Leatherwood og R.R. Reeves (ritstj.) The Bottlenose Dolphin. Academic Press. bls. 309-328.
  • Barros, N.B. og R.S. Wells. 1998. „Prey and feeding patterns of resident bottlenose dolphins (Tursiops truncatus) in Sarasota Bay, Florida“. Journal of Mammalogy 79 (3).
  • Santos, M.B., G.J. Pierce, R.J. Reid, I.A.P. Patterson, H.M. Ross, og E. Mente. 2001. „Stomach contents of bottlenose dolphins“ (Tursiops truncatus) in Scottish waters. Journal of the Marine Biological Association and United Kingdom 81.
  • The Mammals of Texas - Online Edition.
  • Black Sea Environmental Internet Node.
  • Laurie Campbell Photography.
...