Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað gerist ef möttulstrókurinn undir Íslandi hættir allt í einu að virka?

Sigurður Steinþórsson

Heitir reitir nefnast svæði á yfirborði jarðar sem standa hátt yfir umhverfi sitt og einkennast af hlutfallslega mikilli eldvirkni, það er kvikuframleiðslu. Orsök heitra reita hugsa menn sér að séu möttulstrókar, súlulaga efnismassar sem ná djúpt niður í jarðmöttulinn.

Ef möttulstrókurinn „hættir að virka“ þá yrði engin eldvirkni hér.

Íslandsstrókurinn er einn þeirra, um 100 km í þvermál og nær að minnsta kosti niður á 450 km dýpi og sennilega allt niður að mótum jarðmöttuls og kjarna á 2900 km dýpi. Efnið í stróknum er 100-300°C heitara en möttulefni utan hans á sama dýpi. Hann er því eðlisléttari og rís hægt, fáeina sentímetra á ári. Af því leiðir tvennt: vegna þess að strókurinn er eðlisléttari en kaldara möttulefni í kring stendur hann hærra – lyftir Íslandi upp yfir sjávarmál – og vegna hærri hita byrjar basaltkvika að bráðna úr honum við þrýstilétti á meira dýpi, 100-150 km. Eftir því sem möttulefnið rís og þrýstingur minnkar, heldur bráðnun áfram uns um 30% hafa bráðnað úr möttulefninu á 25 km dýpi. Þess vegna er basaltskorpan undir Íslandi 25-30 km þykk en utan heita reitsins aðeins 7 km.

Segjum að okkar möttulstrókur „hætti að virka“, nefnilega möttulefnið undir landinu hætti að rísa. Þá mundi það gerast, sem sennilega gerðist meðan jöklar voru að þykkna á kuldaskeiðum ísaldar – nefnilega þrýstingur í möttlinum á hverju dýpi að aukast – að eldvirkni hætti.

Ísland er á skilum tveggja jarðskorpufleka sem rekur í sundur. Án eldvirkni mundi landið liðast í sundur þar sem ekkert nýtt efni kæmi upp til að „fylla“ upp í gliðnunina.

Gliðnun Norður-Atlantshafs mundi samt halda áfram langa hríð þótt Íslandsstrókurinn félli úr leik. Án eldvirkni mundi austur- og vesturhluta landsins smám saman reka sundur og fjarlægjast hvor annan 2 cm á ári, eða 20 km á milljón árum. Möttulefnið undir landinu kólnaði hins vegar mjög hægt þannig að möttullinn undir landinu stæði hátt í langan tíma. Helmingana tvo ræki þó smám saman út af heita reitnum uns þeir sykkju loks í sæ hvor við sinn endann á Grænlands-Íslands hrygg og Íslands-Færeyjahrygg, sem einmitt þannig eru til komnir.

Mynd:

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

13.3.2012

Síðast uppfært

10.5.2021

Spyrjandi

Andri Snær Ólafsson

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvað gerist ef möttulstrókurinn undir Íslandi hættir allt í einu að virka?“ Vísindavefurinn, 13. mars 2012, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=57150.

Sigurður Steinþórsson. (2012, 13. mars). Hvað gerist ef möttulstrókurinn undir Íslandi hættir allt í einu að virka? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=57150

Sigurður Steinþórsson. „Hvað gerist ef möttulstrókurinn undir Íslandi hættir allt í einu að virka?“ Vísindavefurinn. 13. mar. 2012. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=57150>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað gerist ef möttulstrókurinn undir Íslandi hættir allt í einu að virka?
Heitir reitir nefnast svæði á yfirborði jarðar sem standa hátt yfir umhverfi sitt og einkennast af hlutfallslega mikilli eldvirkni, það er kvikuframleiðslu. Orsök heitra reita hugsa menn sér að séu möttulstrókar, súlulaga efnismassar sem ná djúpt niður í jarðmöttulinn.

Ef möttulstrókurinn „hættir að virka“ þá yrði engin eldvirkni hér.

Íslandsstrókurinn er einn þeirra, um 100 km í þvermál og nær að minnsta kosti niður á 450 km dýpi og sennilega allt niður að mótum jarðmöttuls og kjarna á 2900 km dýpi. Efnið í stróknum er 100-300°C heitara en möttulefni utan hans á sama dýpi. Hann er því eðlisléttari og rís hægt, fáeina sentímetra á ári. Af því leiðir tvennt: vegna þess að strókurinn er eðlisléttari en kaldara möttulefni í kring stendur hann hærra – lyftir Íslandi upp yfir sjávarmál – og vegna hærri hita byrjar basaltkvika að bráðna úr honum við þrýstilétti á meira dýpi, 100-150 km. Eftir því sem möttulefnið rís og þrýstingur minnkar, heldur bráðnun áfram uns um 30% hafa bráðnað úr möttulefninu á 25 km dýpi. Þess vegna er basaltskorpan undir Íslandi 25-30 km þykk en utan heita reitsins aðeins 7 km.

Segjum að okkar möttulstrókur „hætti að virka“, nefnilega möttulefnið undir landinu hætti að rísa. Þá mundi það gerast, sem sennilega gerðist meðan jöklar voru að þykkna á kuldaskeiðum ísaldar – nefnilega þrýstingur í möttlinum á hverju dýpi að aukast – að eldvirkni hætti.

Ísland er á skilum tveggja jarðskorpufleka sem rekur í sundur. Án eldvirkni mundi landið liðast í sundur þar sem ekkert nýtt efni kæmi upp til að „fylla“ upp í gliðnunina.

Gliðnun Norður-Atlantshafs mundi samt halda áfram langa hríð þótt Íslandsstrókurinn félli úr leik. Án eldvirkni mundi austur- og vesturhluta landsins smám saman reka sundur og fjarlægjast hvor annan 2 cm á ári, eða 20 km á milljón árum. Möttulefnið undir landinu kólnaði hins vegar mjög hægt þannig að möttullinn undir landinu stæði hátt í langan tíma. Helmingana tvo ræki þó smám saman út af heita reitnum uns þeir sykkju loks í sæ hvor við sinn endann á Grænlands-Íslands hrygg og Íslands-Færeyjahrygg, sem einmitt þannig eru til komnir.

Mynd:...