- Geislun sólar breytist reglubundið.
- Afstaða jarðar og sólar breytist reglubundið — það heitir Milankovic-sveifla.
- Efni frá eldgosum, einkum brennisteinn í gosgufum, geta hindrað inngeislun sólarljóssins.
- Kerfi hafstrauma getur breyst skyndilega, þannig að hafsvæði eins og Norður-Atlantshaf, sem nú nýtur varma frá suðrænum hafstraumum, gæti breyst á skömmum tíma í íshaf. Ýmsar vísbendingar eru um að Golfstraumurinn hafi einmitt beinst þvert yfir Atlantshafið frá Karíbahafi til Portúgals á kuldaskeiðum ísaldarinnar, en norður í höf á hlýskeiðunum.
- Enn fremur eru vísbendingar um að þegar saman fara lítil geislun sólar, óheppileg afstaða jarðar og sólar, og mikil tíðni eldgosa, verði loftslag svo kalt að jafnvel geti leitt til kuldaskeiðs eða ísaldar.
- Grey Glacier - Wikipedia, the free encyclopedia. (Sótt 3.02.2016).