Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Árið 1928 hafði verið ákveðið að Ólympíuleikarnir 1932 yrðu haldnir í Los Angeles í Bandaríkjunum. Þar sem fótbolti (e. soccer) var lítt vinsæll í Bandaríkjunum var ákveðið að hann yrði ekki með á leikunum. Þáverandi forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins (e. FIFA), Frakkinn Jules Rimet, tók þá að skipuleggja fyrsta heimsmeistaramótið í fótbolta (HM). Sambandið ákvað að halda keppnina árið 1930 í Úrúgvæ vegna þess að þá voru liðin 100 ár frá því að Úrúgvæ öðlaðist sjálfstæði, en Úrúgvæjar höfðu einmitt unnið gull á Ólympíuleikunum 1928.
Þar sem mótið var haldið í Suður-Ameríku var kostnaður við ferðalagið mikill fyrir Evrópuþjóðirnar. Að lokum sendu þó fjórar Evrópuþjóðir lið í keppnina. Að auki komu tvö lið frá Norður-Ameríku og sjö frá Suður-Ameríku. Alls tóku því 13 þjóðir þátt í keppninni.
Allir leikirnir fóru fram í höfuðborg Úrúgvæ, Montevídeó. Frakkinn Lucien Laurent var fyrstur til að skora mark á mótinu, í leik gegn Mexíkó.
Þátttökuþjóðirnar komu frá Belgíu, Frakklandi, Júgóslavíu, Rúmeníu, Mexíkó, Bandaríkjunum, Úrúgvæ, Paragvæ, Argentínu, Bólivíu, Brasilíu, Síle og Perú. Liðunum var skipt í eftirfarandi fjóra riðla:
Riðill 1
Riðill 2
Riðill 3
Riðill 4
Argentína
Brasilía
Úrúgvæ
Bandaríkin
Síle
Bólivía
Perú
Belgía
Frakkland
Júgóslavía
Rúmenía
Paragvæ
Mexíkó
-
-
-
Sigurvegarar hvers riðils komst síðan í undanúrslit, en það voru Argentínumenn, Júgóslavar, Úrúgvæmenn og Bandaríkjamenn. Í undanúrslitunum vann lið Argentínu Bandaríkin 6-1 og lið Úrúgvæ vann Júgóslavíu með sömu markatölu.
Til úrslita léku lið Argentínu og Úrúgvæ og leikurinn endaði með 4-2 sigri heimamanna. Alls voru 93.000 áhorfendur á úrslitaleiknum.
Árið 1934 var heimsmeistaramótið haldið á Ítalíu, árið 1938 í Frakklandi og síðan ekki aftur fyrr en í Brasilíu árið 1950 vegna síðari heimsstyrjaldarinnar. Síðan þá hefur heimsmeistaramót í fótbolta verið haldið á fjögurra ára fresti.
Argentínski markvörðurinn Juan Botasso reynir að verja markið sem innsiglaði heimamönnum sigur.
Haukur Hannesson. „Af hverju fóru menn að halda HM í knattspyrnu og hvers vegna var fyrsta mótið haldið í Úrúgvæ?“ Vísindavefurinn, 8. júlí 2010, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=17888.
Haukur Hannesson. (2010, 8. júlí). Af hverju fóru menn að halda HM í knattspyrnu og hvers vegna var fyrsta mótið haldið í Úrúgvæ? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=17888
Haukur Hannesson. „Af hverju fóru menn að halda HM í knattspyrnu og hvers vegna var fyrsta mótið haldið í Úrúgvæ?“ Vísindavefurinn. 8. júl. 2010. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=17888>.