Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna halda Bandaríkjamenn þakkargjörðarhátíð?

Árni Björnsson

Bandaríski þakkargjörðardagurinn er haldinn hátíðlegur fjórða fimmtudag í nóvember ár hvert. Hann er einn af fáum hátíðisdögum þar í landi sem alfarið er upprunninn í Bandaríkjunum sjálfum. Flestar hátíðir Bandaríkjamanna bárust vestur með evrópskum innflytjendum, en tóku þar ýmsum breytingum og þá jafnvel mismunandi eftir fylkjum.

Fyrsta þakkargjörðardaginn héldu enskir púrítanar, svonefndir pílagrímar, haustið 1621. Þeir höfðu í september árið áður hrökklast með skipinu Mayflower frá borginni Plymouth á Englandi að strönd Massachusettsflóa. Þar stofnuðu þeir nýlenduna Plymouth. Eftir harðan vetur en góða sumaruppskeru ákváðu pílagrímarnir að þakka Guði fyrir alla hans velgjörninga með þriggja daga hátíð. Þeir buðu innfæddum einnig að taka þátt í veislunni, en til matar voru einkum kalkúnar og villibráð.


Fyrsta þakkargjörðin (1915), málverk eftir Jean Louis Gerome Ferris.

Næstu hálfa aðra öld voru uppskeruhátíðir til guðsþakka haldnar á víð og dreif í nýlendunum vestra en þó ekki á sameiginlegum degi. Hinn 26. nóvember árið 1789 lýsti George Washington (1732-1799), fyrsti forseti Bandaríkjanna, því yfir að allir þegnar ríkisins skyldu þakka almættinu velgjörðir á liðnu ári, hverrar trúar sem þeir væru, en tiltók engan sérstakan dag.

Árið 1863 mælti Abraham Lincoln (1809-1865) forseti svo fyrir að allir Bandaríkjamenn skyldu halda hátíðlegan þakkargjörðardag fyrir gæði síðasta árs. Hann skyldi haldinn síðasta fimmtudag í nóvember, en sá dagur var í nánd við daginn sem George Washington gaf út yfirlýsingu sína. Ritstjóri kvennablaðsins Lady’s Magazine, Sarah J. Hale (1788-1879), hafði þá lengi barist fyrir þessu máli. Árið 1939 breytti Franklin D. Roosevelt (1882-1945) forseti dagsetningunni í fjórða fimmtudag nóvembermánaðar og bandaríska þingið staðfesti tillögu hans árið 1941.

Á hverjum þakkargjörðardegi er haldinn hátíðlegur miðdegisverður í Hvíta húsinu í Washington og segja má að svo sé gert á hverju þokkalegu heimili í Bandaríkjunum. Hefðbundnir réttir eru kalkúnn og graskersbaka. Gnægtahorn (cornucopia) hefur einnig orðið eitt af einkennum dagsins. Nú á dögum stendur þakkargjörðarhátíðin í rauninni frá fimmtudegi til loka næstu helgar eða í fulla þrjá daga líkt og hjá pílagrímunum í öndverðu. Sérstakar gjafir eru mjög almennar á þessum degi. Sums staðar virðist þakkargjörðarhátíðin jafnvel skipta meira máli en jólin.

Í Kanada var ákveðið árið 1879 að hafa þakkargjörðardag annan mánudag í október, en hann hefur aldrei orðið nein viðlíka hátíð og í Bandaríkjunum. Ekki er vitað um að aðrar þjóðir hafi tekið upp þennan sið þótt einstaklingar sem vanist hafa honum í Norður-Ameríku kunni að gera það hver á sínu heimili. Dagurinn er bundinn sérstakri sögu og aðstæðum í Bandaríkjunum.

Engin ástæða sýnist fyrir Íslendinga að halda upp á þennan dag, enda er nóg af hefðbundnum dögum á næstu grösum, til dæmis fyrsti desember.

Frekara lesefni á Vísindavefnum


Hér er einnig svarað spurningu Dagrúnar og Erlu:

Af hverjum höldum við Íslendingar ekki upp á þakkargjörðarhátíð eins og Bandaríkjamenn?

Höfundur

Árni Björnsson

dr. phil. í menningarsögu

Útgáfudagur

20.11.2006

Spyrjandi

Dröfn Teitsdóttir
Dagrún Þorsteinsdóttir
Erla Sæmundsdóttir

Tilvísun

Árni Björnsson. „Hvers vegna halda Bandaríkjamenn þakkargjörðarhátíð?“ Vísindavefurinn, 20. nóvember 2006, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6389.

Árni Björnsson. (2006, 20. nóvember). Hvers vegna halda Bandaríkjamenn þakkargjörðarhátíð? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6389

Árni Björnsson. „Hvers vegna halda Bandaríkjamenn þakkargjörðarhátíð?“ Vísindavefurinn. 20. nóv. 2006. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6389>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna halda Bandaríkjamenn þakkargjörðarhátíð?
Bandaríski þakkargjörðardagurinn er haldinn hátíðlegur fjórða fimmtudag í nóvember ár hvert. Hann er einn af fáum hátíðisdögum þar í landi sem alfarið er upprunninn í Bandaríkjunum sjálfum. Flestar hátíðir Bandaríkjamanna bárust vestur með evrópskum innflytjendum, en tóku þar ýmsum breytingum og þá jafnvel mismunandi eftir fylkjum.

Fyrsta þakkargjörðardaginn héldu enskir púrítanar, svonefndir pílagrímar, haustið 1621. Þeir höfðu í september árið áður hrökklast með skipinu Mayflower frá borginni Plymouth á Englandi að strönd Massachusettsflóa. Þar stofnuðu þeir nýlenduna Plymouth. Eftir harðan vetur en góða sumaruppskeru ákváðu pílagrímarnir að þakka Guði fyrir alla hans velgjörninga með þriggja daga hátíð. Þeir buðu innfæddum einnig að taka þátt í veislunni, en til matar voru einkum kalkúnar og villibráð.


Fyrsta þakkargjörðin (1915), málverk eftir Jean Louis Gerome Ferris.

Næstu hálfa aðra öld voru uppskeruhátíðir til guðsþakka haldnar á víð og dreif í nýlendunum vestra en þó ekki á sameiginlegum degi. Hinn 26. nóvember árið 1789 lýsti George Washington (1732-1799), fyrsti forseti Bandaríkjanna, því yfir að allir þegnar ríkisins skyldu þakka almættinu velgjörðir á liðnu ári, hverrar trúar sem þeir væru, en tiltók engan sérstakan dag.

Árið 1863 mælti Abraham Lincoln (1809-1865) forseti svo fyrir að allir Bandaríkjamenn skyldu halda hátíðlegan þakkargjörðardag fyrir gæði síðasta árs. Hann skyldi haldinn síðasta fimmtudag í nóvember, en sá dagur var í nánd við daginn sem George Washington gaf út yfirlýsingu sína. Ritstjóri kvennablaðsins Lady’s Magazine, Sarah J. Hale (1788-1879), hafði þá lengi barist fyrir þessu máli. Árið 1939 breytti Franklin D. Roosevelt (1882-1945) forseti dagsetningunni í fjórða fimmtudag nóvembermánaðar og bandaríska þingið staðfesti tillögu hans árið 1941.

Á hverjum þakkargjörðardegi er haldinn hátíðlegur miðdegisverður í Hvíta húsinu í Washington og segja má að svo sé gert á hverju þokkalegu heimili í Bandaríkjunum. Hefðbundnir réttir eru kalkúnn og graskersbaka. Gnægtahorn (cornucopia) hefur einnig orðið eitt af einkennum dagsins. Nú á dögum stendur þakkargjörðarhátíðin í rauninni frá fimmtudegi til loka næstu helgar eða í fulla þrjá daga líkt og hjá pílagrímunum í öndverðu. Sérstakar gjafir eru mjög almennar á þessum degi. Sums staðar virðist þakkargjörðarhátíðin jafnvel skipta meira máli en jólin.

Í Kanada var ákveðið árið 1879 að hafa þakkargjörðardag annan mánudag í október, en hann hefur aldrei orðið nein viðlíka hátíð og í Bandaríkjunum. Ekki er vitað um að aðrar þjóðir hafi tekið upp þennan sið þótt einstaklingar sem vanist hafa honum í Norður-Ameríku kunni að gera það hver á sínu heimili. Dagurinn er bundinn sérstakri sögu og aðstæðum í Bandaríkjunum.

Engin ástæða sýnist fyrir Íslendinga að halda upp á þennan dag, enda er nóg af hefðbundnum dögum á næstu grösum, til dæmis fyrsti desember.

Frekara lesefni á Vísindavefnum


Hér er einnig svarað spurningu Dagrúnar og Erlu:

Af hverjum höldum við Íslendingar ekki upp á þakkargjörðarhátíð eins og Bandaríkjamenn?
...