Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er hugsunin á bak við orðin útsuður, landsuður, útnorður og landnorður?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Hugsum okkur að við búum við strönd sem liggur frá suðri til norðurs og sjórinn sé vestan við landið. Dæmi um slíka strandlengju er á Vesturlandi í Noregi kringum Bergen og er einmitt líklegt að þar sé upphaf málvenjunnar sem er hér til umræðu. Hún er sem sé ekki bara íslensk heldur líka norsk og væntanlega eldri en landnám á Íslandi og þannig eldri þar en hér.



Þegar svona háttar til er landið austan við ströndina en vestur vísar beint út á hafið. Þannig verður eðlilegt að landnorður sé stefnan norður og til landsins, það er norðaustur, og landnyrðingur sé vindur sem kemur af landi og að norðan, sem sé norðaustanátt. Suðaustur er þá á sama hátt landsuður og suðaustanáttin fær heitið landsynningur. Útnorður er stefnan út á haf og til norðurs, það er norðvestur, og útsuður vísar á haf út og til suðurs, sem sé í suðvestur. Norðvestanvindur er útnyrðingur og suðvestanvindur er útsynningur.

Þessi hugsun gengur upp þó að ströndin stefni talsvert öðruvísi, en þó þannig að stefnan þvert á hana og út á hafið sé nær vestri en austri. Sem dæmi getum við tekið suðvesturhorn Íslands þar sem meginstefna strandlengjunnar er frá suðaustri til norðvesturs. Suðaustur fer þar nær landi en suðvestur og er því eðlilegt að fyrri áttin heiti landsuður en hin útsuður. Landnorður eða norðaustur er þá einmitt stefnan inn til landsins og raunar þvert yfir það, en ef við förum í norðvestur eða útnorður lendum við fljótlega úti á sjó. -- Þetta gengur líka upp vandræðalaust á strönd sem liggur frá suðvestri til norðausturs eins og ströndin við Álasund og þar fyrir norðan í Noregi.

Langar strandlengjur með þeirri meginstefnu eru hins vegar ekki hér á landi nema þá helst á Vestfjörðum frá Látrabjargi til Hornstranda ef við gleymum hlykkjunum af völdum allra fjarðanna.

Málið vandast þegar ströndin snýr á hinn veginn þannig að hafið er fyrir austan landið eins og á austurströnd Noregs frá Kristiansand til Osló. Málvenjan sem hér um ræðir hefði ekki orðið til við slíkar aðstæður.

Samkvæmt norskum heimildum okkar er hún þó líka notuð austanfjalls í Noregi en talið er að hún sé þá komin að vestan.



Sama vandamál kemur upp þegar beita skal þessari málvenju til dæmis á Austurlandi hjá okkur. Við höldum að sá vandi hafi líklega ekki verið kannaður til hlítar eða viðbrögð manna við honum. Hitt er þó athyglisvert að samkvæmt ritmálssafni Orðabókar Háskólans finnast tvö dæmi um höfunda frá nítjándu öld sem taka sérstaklega fram að orðið 'útnorður' merki á Austurlandi einmitt norðaustur en ekki norðvestur eins og á Vesturlandi. Ekki er þó fullljóst hvort höfundar þeirra texta hafa haft náin kynni af meintri málvenju eða hafi kannski sjálfir ort í eyðurnar.

Þannig er þessi spurning gott dæmi um atriði þar sem fleiri en ein fræðigrein koma við sögu. Hér höfum við bæði sótt fróðleik til málvísinda, landafræði, sögu og veðurfræði, og auk þess er stærðfræðin skammt undan þó að hún haldi sig bak við tjöldin!

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Myndir:

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

9.8.2010

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hver er hugsunin á bak við orðin útsuður, landsuður, útnorður og landnorður?“ Vísindavefurinn, 9. ágúst 2010, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=56914.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2010, 9. ágúst). Hver er hugsunin á bak við orðin útsuður, landsuður, útnorður og landnorður? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=56914

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hver er hugsunin á bak við orðin útsuður, landsuður, útnorður og landnorður?“ Vísindavefurinn. 9. ágú. 2010. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=56914>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er hugsunin á bak við orðin útsuður, landsuður, útnorður og landnorður?
Hugsum okkur að við búum við strönd sem liggur frá suðri til norðurs og sjórinn sé vestan við landið. Dæmi um slíka strandlengju er á Vesturlandi í Noregi kringum Bergen og er einmitt líklegt að þar sé upphaf málvenjunnar sem er hér til umræðu. Hún er sem sé ekki bara íslensk heldur líka norsk og væntanlega eldri en landnám á Íslandi og þannig eldri þar en hér.



Þegar svona háttar til er landið austan við ströndina en vestur vísar beint út á hafið. Þannig verður eðlilegt að landnorður sé stefnan norður og til landsins, það er norðaustur, og landnyrðingur sé vindur sem kemur af landi og að norðan, sem sé norðaustanátt. Suðaustur er þá á sama hátt landsuður og suðaustanáttin fær heitið landsynningur. Útnorður er stefnan út á haf og til norðurs, það er norðvestur, og útsuður vísar á haf út og til suðurs, sem sé í suðvestur. Norðvestanvindur er útnyrðingur og suðvestanvindur er útsynningur.

Þessi hugsun gengur upp þó að ströndin stefni talsvert öðruvísi, en þó þannig að stefnan þvert á hana og út á hafið sé nær vestri en austri. Sem dæmi getum við tekið suðvesturhorn Íslands þar sem meginstefna strandlengjunnar er frá suðaustri til norðvesturs. Suðaustur fer þar nær landi en suðvestur og er því eðlilegt að fyrri áttin heiti landsuður en hin útsuður. Landnorður eða norðaustur er þá einmitt stefnan inn til landsins og raunar þvert yfir það, en ef við förum í norðvestur eða útnorður lendum við fljótlega úti á sjó. -- Þetta gengur líka upp vandræðalaust á strönd sem liggur frá suðvestri til norðausturs eins og ströndin við Álasund og þar fyrir norðan í Noregi.

Langar strandlengjur með þeirri meginstefnu eru hins vegar ekki hér á landi nema þá helst á Vestfjörðum frá Látrabjargi til Hornstranda ef við gleymum hlykkjunum af völdum allra fjarðanna.

Málið vandast þegar ströndin snýr á hinn veginn þannig að hafið er fyrir austan landið eins og á austurströnd Noregs frá Kristiansand til Osló. Málvenjan sem hér um ræðir hefði ekki orðið til við slíkar aðstæður.

Samkvæmt norskum heimildum okkar er hún þó líka notuð austanfjalls í Noregi en talið er að hún sé þá komin að vestan.



Sama vandamál kemur upp þegar beita skal þessari málvenju til dæmis á Austurlandi hjá okkur. Við höldum að sá vandi hafi líklega ekki verið kannaður til hlítar eða viðbrögð manna við honum. Hitt er þó athyglisvert að samkvæmt ritmálssafni Orðabókar Háskólans finnast tvö dæmi um höfunda frá nítjándu öld sem taka sérstaklega fram að orðið 'útnorður' merki á Austurlandi einmitt norðaustur en ekki norðvestur eins og á Vesturlandi. Ekki er þó fullljóst hvort höfundar þeirra texta hafa haft náin kynni af meintri málvenju eða hafi kannski sjálfir ort í eyðurnar.

Þannig er þessi spurning gott dæmi um atriði þar sem fleiri en ein fræðigrein koma við sögu. Hér höfum við bæði sótt fróðleik til málvísinda, landafræði, sögu og veðurfræði, og auk þess er stærðfræðin skammt undan þó að hún haldi sig bak við tjöldin!

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Myndir:...