Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað merkja orðin útsuður, landsuður, útnorður og landnorður?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Þegar í upphafi Íslands byggðar voru höfuðáttirnar fjórar: suður, vestur, norður og austur. Í fornu máli merkti orðið út meðal annars ‛í vestur frá Noregi’. Á milli höfuðáttanna voru því einnig notaðar áttatáknanirnar útsuður, það er suðvestur, og útnorður, það er norðvestur, til að tákna áttina nákvæmar. Á sama hátt var land- notað til að tákna austurátt, ‛í austur’. Þannig táknaði landsuður suðaustur, og landnorður, norðaustur, það er andstæðar áttir við útnorður og útsuður. Landsynningur er þá vindur af suðaustri, útsynningur vindur af suðvestri, útnyrðingur vindur af norðvestri og landnyrðingur vindur af norðaustri.



Hægt er að fara enn nákvæmar í áttatáknanirnar og tala um norður-landnorður, austur-landnorður, austur-landsuður, suður-landsuður, suður-útsuður, vestur-útsuður, vestur-útnorður og norður-útnorður. Orðin skýra sig sjálf. Þannig er norður-landnorður sama og norð-norðaustur, suður-landsuður sama og suð-suðaustur og svo framvegis.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

16.7.2010

Spyrjandi

Ásgeir Ásgeirsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað merkja orðin útsuður, landsuður, útnorður og landnorður?“ Vísindavefurinn, 16. júlí 2010, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=14520.

Guðrún Kvaran. (2010, 16. júlí). Hvað merkja orðin útsuður, landsuður, útnorður og landnorður? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=14520

Guðrún Kvaran. „Hvað merkja orðin útsuður, landsuður, útnorður og landnorður?“ Vísindavefurinn. 16. júl. 2010. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=14520>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað merkja orðin útsuður, landsuður, útnorður og landnorður?
Þegar í upphafi Íslands byggðar voru höfuðáttirnar fjórar: suður, vestur, norður og austur. Í fornu máli merkti orðið út meðal annars ‛í vestur frá Noregi’. Á milli höfuðáttanna voru því einnig notaðar áttatáknanirnar útsuður, það er suðvestur, og útnorður, það er norðvestur, til að tákna áttina nákvæmar. Á sama hátt var land- notað til að tákna austurátt, ‛í austur’. Þannig táknaði landsuður suðaustur, og landnorður, norðaustur, það er andstæðar áttir við útnorður og útsuður. Landsynningur er þá vindur af suðaustri, útsynningur vindur af suðvestri, útnyrðingur vindur af norðvestri og landnyrðingur vindur af norðaustri.



Hægt er að fara enn nákvæmar í áttatáknanirnar og tala um norður-landnorður, austur-landnorður, austur-landsuður, suður-landsuður, suður-útsuður, vestur-útsuður, vestur-útnorður og norður-útnorður. Orðin skýra sig sjálf. Þannig er norður-landnorður sama og norð-norðaustur, suður-landsuður sama og suð-suðaustur og svo framvegis.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...