Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 140 svör fundust
Hvernig draga menn seiminn?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað er að draga seiminn? Hvað þýðir seimur og hvaðan kemur það? Seimur merkir ‘ómur, ymur’. Orðasambandið að draga seiminn ‘að tala dragandi röddu; draga síðasta atkvæðið í söng’ þekkist í báðum merkingum frá 18. og 19. öld. Elsta heimild í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er...
Hver bjó til peningakerfið og af hverju er pappír notaður í stað til dæmis silfurs?
Ekki er hægt að segja með fullri vissu hver fann upp peningakerfið. Það fer líka eftir því hvernig við skilgreinum hugtakið peningakerfi. Eftir því sem verkaskipting varð meiri fóru menn í meira mæli að skiptast á vörum. En verkaskipting, þar sem menn sérhæfa sig á mismunandi sviðum, kallar á viðskipti. Vöruskipti...
Hver eru inntökuskilyrðin í Himnaríki?
Handan heimsins, rúms og tíma, er til Guð og ímyndað aðsetur hans má kalla himna. En þegar spurt er hvort Himnaríki sé til og hverjir komist þangað er sennilega einnig verið að spyrja um staðinn sem börnum er kennt að afi þeirra og amma fari til eftir dauðann, og dveljist þar með Guði. Þessi heimur er sá sem Jesús...
Hvað borguðu Bandaríkjamenn fyrir Alaska þegar þeir keyptu það?
Árið 1867 keyptu Bandaríkin Alaska af Rússlandi fyrir 7,2 milljónir bandaríkjadala. Forsögu kaupanna má rekja till þess er danskur landkönnuður, Vitus Bering, kom til Alaska árið 1741. Hann hafði ásamt félögum sínum ferðast alla leið yfir Síberíu og yfir sundið milli Alaska og Síberíu en það er nú kennt við hann o...
Er einhvers staðar fjallað um norðurljós í Íslendingasögunum?
Spurningin í fullri lengd var: Er einhvers staðar fjallað um norðurljós í Íslendingasögunum? Hvað með aðrar heimildir frá miðöldum? Á norðurljós er hvergi minnst með beinum hætti í Íslendingasögum, sem sumar hverjar fela þó í sér frásagnir af yfirnáttúrlegum eða óútskýrðum eldum. Meðal þeirra eru haugaeldar...
Hver er skilgreiningin á orðinu peningur?
Á árum áður var orðið peningur aðallega notað yfir húsdýr eins og kýr, hesta og kindur. Eitt og sér er orðið ekki oft notað í þessari merkingu lengur, heldur segjum við í staðinn búpeningur þegar við viljum tala um húsdýr. Í dag notum við orðið yfir mismunandi gjaldmiðla, það er að segja hluti sem við borgum me...
Á hverju lifa hettumávsungar?
Hettumávurinn (Larus ridibundus) er minnstur þeirra máva sem verpa hér á landi. Hann er mjög algengur á láglendi og verpir í margskonar gróðurlendi, svo sem mólendi, en kýs þó helst að verpa í votlendi eins og mýrum eða við vötn og tjarnir. Hreiðrið er einhvers konar dyngja úr þurrum gróðri. Algengast er að he...
Hvað er Tadsjikistan stórt og hvað búa margir þar?
Tadsjikistan er ríki í Mið-Asíu og á landamæri að Afganistan í suðri, Úsbekistan í vestri, Kirgisistan í norðri og Kína í austri, en liggur hvergi að sjó. Landið er 143.100 km2 að flatarmáli og minnsta ríki Mið-Asíu. Það er mjög fjalllent þar sem meira en 50% af flatarmáli þess er ofar en 3000 m yfir sjávarmáli....
Hvað þýðir 'hringaná', er það kannski nafn?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Halló, ég var að hlusta á lagið 'Hættu að gráta hringaná' og ég fór að velta því fyrir mér hvort að Hringaná sé nafn? Orðið hringaná er ekki eiginnafn heldur kvenkenning. Í fornu skáldamáli var mjög notast við kenningar og hafa skáld leikið sér við kenningasmíð allt fram...
Hvaðan kemur orðið prímus?
Karlkynsorðið prímus (fleirtala: prímusar) vísar til eldunartækja sem einkum eru notuð í útilegum og ganga yfirleitt fyrir gasi; eldri gerðir notuðu steinolíu eða bensín sem þær breyttu í gas. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans má meðal annars finna eftirfarandi dæmi um orðið:Steinolíuvélin „Primus“ sem við vísind...
Hvaða skeggi er þetta í orðinu eyjaskeggi?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvaðan er orðið eyjaskeggi komið? Og hvað merkir "skeggi" þarna? Eiginnafnið Skeggi var algengt í fornu máli og eru allnokkur dæmi um það í Íslendingasögum, Landnámu og Sturlungu. Í fornmálsorðabók Johans Fritzners (1896:299) er skeggi sagt merkja ‘maður’. Einnig var Skeggi no...
Hvaðan kemur nafnið Orla?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvaðan kemur nafnið Orla? Heita fleiri Íslendingar Orla? Er það karlmannsnafn eða kvenmannsnafn? Sonur hans Valdimars Bryde hét Orla. Hverjir voru þessir verslunamenn á Borðeyri? Orla er Írskt nafn, en ég hélt kvennanafn? Johan Christian Waldemar Bryde (1835–1902) var d...
Hvað er ekla sem kemur t.d. fyrir í orðinu mannekla?
Upphaflega spurningin hljóðaði svona:Flestir vita hvað mannekla er en hvað nákvæmlega merkir ekla og er eitthvað tiltakanlega 'rangt' við að nota þennan hluta orðsins sem sjálfstætt orð (sem þó virðist aldrei vera gert)? Nafnorðið ekla kemur fyrir þegar í fornu máli. Í fornmálsorðabók Johans Fritzners (I:317) e...
Geta líffræðingar greint DNA úr hvaða sýni sem er, til dæmis úr gömlum bút af naflastreng?
Á síðustu árum hafa rannsóknir á DNA gjörbreytt þekkingu okkar á líffræði, jafnt á starfsemi lífvera sem sögu lífs á jörðinni, skyldleika tegunda og dreifingu þeirra. Með notkun sameindaaðferða (PCR e. polymerase chain reaction) má fjölfalda búta úr erfðaefni úr ýmsum vefjum svo að aðeins lítið magn af DNA getur d...
Hvenær voru pappírspeningar fundnir upp?
Spurningin hljóðaði upphaflega svona: Hvernig verða peningar til? Peningar geta verið af þrennu tagi. Í fyrsta lagi vara sem er verðmæti í sjálfum sér (e. commodity money), líkt og mynt sem slegin er úr eðalmálmum, svo sem gulli, silfri eða kopar. Í öðru lagi bein ávísun á verðmæti (e. representative money) se...