Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Á árum áður var orðið peningur aðallega notað yfir húsdýr eins og kýr, hesta og kindur. Eitt og sér er orðið ekki oft notað í þessari merkingu lengur, heldur segjum við í staðinn búpeningur þegar við viljum tala um húsdýr.
Í dag notum við orðið yfir mismunandi gjaldmiðla, það er að segja hluti sem við borgum með til að fá eitthvað annað. Þessi merking er ekki svo langt frá uppruna orðsins, af því að kindur og kýr voru gjaldmiðill síns tíma, áður en að myntir úr gulli og silfri tóku við því hlutverki. Merkingin breyttist sennilega snemma, af því að heimildir eru fyrir því að peningur hafi verið notað um mótað silfur, sem var forveri opinberra myntpeninga.
Frekara lesefni á Vísindavefnum:
Erla Óskarsdóttir og Guðný Halldórsdóttir. „Hver er skilgreiningin á orðinu peningur?“ Vísindavefurinn, 18. júní 2009, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=24370.
Erla Óskarsdóttir og Guðný Halldórsdóttir. (2009, 18. júní). Hver er skilgreiningin á orðinu peningur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=24370
Erla Óskarsdóttir og Guðný Halldórsdóttir. „Hver er skilgreiningin á orðinu peningur?“ Vísindavefurinn. 18. jún. 2009. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=24370>.