Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hversu gamall er elsti peningur á Íslandi?

Orri Vésteinsson

Rómverskir peningar

Elsti peningur sem fundist hefur á Íslandi – svo ekki verði brigður bornar á – er rómverskur koparpeningur sem sleginn var í borginni Cyzicus í Litlu-Asíu á árunum 270-75 e. Kr. Hann fannst í húsarústum á Bragðavöllum í Hamarsfirði árið 1933 en 1905 hafði fundist þar annar rómverskur peningur, lítillega yngri, frá 276-82 e. Kr., sem sleginn var í Róm. Í hvorugt skiptið var gerð nein fornleifarannsókn á staðnum þannig að erfitt er að segja mikið um af hverju þessir peningar lágu þarna. Af öðrum gripum sem fundust á Bragðavöllum má þó ætla að rústirnar séu miklu yngri en peningarnir, frá víkingaöld eða síðar.

Þessir peningar eru kallaðir Antoníníanusar (sjá nánar á Wikipediu) og hafa tveir aðrir peningar af þeirri gerð fundist hér. Annar fannst á víðavangi í Hvaldal í Álftafirði – um 25 kílómetra frá Bragðavöllum – og hinn í húsarústum frá víkingaöld í Hvítárholti í Hrunamannahreppi. Sá síðarnefndi er lítið yngri en sá elsti, sleginn á árunum 275-76 e. Kr. en Hvaldalspeningurinn var sleginn í Róm á árunum 285-305 e. Kr.

Ennþá eldri eru þó tveir rómverskir koparpeningar, kallaðir Dupondíusar (sjá Wikipediu), en hins vegar er ekki allt með felldu um tilkomu þeirra. Annar fannst við uppgröft á bæjarleifum frá 18. öld á Arnarhóli í Reykjavík og er sá frá 244-49 e. Kr. en hinn fannst við jarðrask í Skansinum í Vestmannaeyjum, mannvirki frá 17. öld og síðar, og er hann frá 260-90 e. Kr. Óvissa ríkir um fundaratvik þeirra og því ekki hægt að útiloka að þeir hafi komið hingað á seinni öldum eða jafnvel að þeim hafi verið laumað í uppgröftinn til að hrekkja fornleifafræðinga. Vegna þessara efasemda breyta þeir ekki röðinni sem hér er lýst.


Rómversk mynt sem fannst á Bragðavöllum og í Hvaldal.

Jafnvel þó að við útilokum Dupondíusana er það mjög einkennilegt að hér hafa fundist að minnsta kosti fjórir rómverskir peningar frá því um 300 e. Kr. – rúmum 500 árum áður en fólk fór að setjast að á Íslandi. Fræðimönnum hefur orðið mjög tíðrætt um þessa peninga og hefur verið stungið upp á að þeir sýni að Rómverjar hafi komið hingað, að peningarnir hafi komið með Pöpum eða að þeir hafi komið með norrænum mönnum á víkingaöld.

Antoníníanusarnir eru koparpeningar með örlitlu silfri blönduðu í. Eftir að Rómaveldi leið undir lok hafa þeir ekkert verðgildi haft umfram verð málmsins. Öfugt við hreina silfurpeninga hefur því verið lítil ástæða fyrir seinni tíma menn að halda þeim til haga og því frekar ólíklegt að Papar eða víkingar hefðu viljað ásælast þá. Hinsvegar eru peningar af þessum sláttum fátíðir í norðvesturhluta Rómaveldis um 300, og mælir það gegn þeirri hugmynd að þeir hafi borist hingað með skipbrotsmönnum frá Bretlandseyjum – sem annars væri vel innan marka þess mögulega.

Það er því veruleg ráðgáta hvernig þessir peningar bárust hingað. Hugsanlegt er að þeir séu allir upphaflega úr sama sjóðnum sem hefur verið glutrað niður í Álftafirði eða Hamarsfirði. Hvort þar var á ferð skipreika Rómverji með götótta pyngju um 300 e. Kr. eða gamall víkingur sem hafði eignast peningana á ferðum um Suðurlönd á 10. öld er hinsvegar ómögulegt að segja. Einhvern áhuga hafa þessir peningar vakið á 10. öld úr því að einn þeirra barst alla leið austur í Hreppa og má vera að þeir hafi á þeim tíma verið ‘curiosum’ – skrýtnir hlutir – sem menn varðveittu af því að þeim þóttu þeir merkilegir.


Fundarstaðir rómverskra peninga.

Yngri mynt

Á víkingaöld barst hingað til lands talsvert af silfurmynt. Stakir peningar hafa fundist í heiðnum gröfum og húsarústum en einnig í silfursjóðum eins og lesa má nánar um í svari Dagnýjar Arnarsdóttur við spurningunni Hvað fannst í svokölluðum Gaulverjabæjarfundi árið 1930 í Flóanum? Sumir af þessum peningnum koma frá Austurlöndum en aðrir voru slegnir í Norður-Evrópu. Þessir peningar höfðu hér ekki annað verðgildi en verð málmsins sem þeir voru búnir til úr og voru stundum notaðir sem skartgripir.

Eftir víkingaöld ber mjög lítið á mynt á Íslandi fyrr en eftir siðaskipti. Peningar bárust þó hingað og kunna að hafa verið notaðir í viðskiptum en hagkerfið var ekki háð þeim og sést það best á því að á verslunarstaðnum á Gásum við Eyjafjörð hefur ekki fundist einn einasti peningur þrátt fyrir umfangsmiklar fornleifarannsóknir á leifum frá 14. öld. Bendir það sterklega til að verslunin hafi fyrst og fremst farið fram með vöruskiptum.

Þetta breyttist smátt og smátt á 17. og 18. öld en peningahagkerfi, þar sem sjálfstæður gjaldmiðill er undirstaða viðskipta, komst ekki á hér á landi fyrr en undir lok 19. aldar en íslenska krónan var tekin upp árið 1873.

Heimildir og myndir

  • Kristján Eldjárn, Kuml og haugfé í heiðnum sið á Íslandi, 2. útgáfa, Reykjavík 2000 (bls. 25-37).
  • Anton Holt, ‘Mynt frá víkingaöld og miðöldum fundin á Íslandi á síðari árum.’ Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1998, bls. 85-92.
  • Myndirnar birtust í bókinni Kuml og haugfé í heiðnum sið á Íslandi, 2. útgáfa, Reykjavík 2000. Ljósmyndari peninganna er Ívar Brynjólfsson, Þjóðminjasafni Íslands. Kortið gerði Ólafur Valsson (eftir handritum Elínar Ó. Hreiðarsdóttur).

Höfundur

Orri Vésteinsson

prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

21.4.2006

Spyrjandi

Margrét Harrysdóttir, f. 1994

Tilvísun

Orri Vésteinsson. „Hversu gamall er elsti peningur á Íslandi? “ Vísindavefurinn, 21. apríl 2006. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5832.

Orri Vésteinsson. (2006, 21. apríl). Hversu gamall er elsti peningur á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5832

Orri Vésteinsson. „Hversu gamall er elsti peningur á Íslandi? “ Vísindavefurinn. 21. apr. 2006. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5832>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hversu gamall er elsti peningur á Íslandi?
Rómverskir peningar

Elsti peningur sem fundist hefur á Íslandi – svo ekki verði brigður bornar á – er rómverskur koparpeningur sem sleginn var í borginni Cyzicus í Litlu-Asíu á árunum 270-75 e. Kr. Hann fannst í húsarústum á Bragðavöllum í Hamarsfirði árið 1933 en 1905 hafði fundist þar annar rómverskur peningur, lítillega yngri, frá 276-82 e. Kr., sem sleginn var í Róm. Í hvorugt skiptið var gerð nein fornleifarannsókn á staðnum þannig að erfitt er að segja mikið um af hverju þessir peningar lágu þarna. Af öðrum gripum sem fundust á Bragðavöllum má þó ætla að rústirnar séu miklu yngri en peningarnir, frá víkingaöld eða síðar.

Þessir peningar eru kallaðir Antoníníanusar (sjá nánar á Wikipediu) og hafa tveir aðrir peningar af þeirri gerð fundist hér. Annar fannst á víðavangi í Hvaldal í Álftafirði – um 25 kílómetra frá Bragðavöllum – og hinn í húsarústum frá víkingaöld í Hvítárholti í Hrunamannahreppi. Sá síðarnefndi er lítið yngri en sá elsti, sleginn á árunum 275-76 e. Kr. en Hvaldalspeningurinn var sleginn í Róm á árunum 285-305 e. Kr.

Ennþá eldri eru þó tveir rómverskir koparpeningar, kallaðir Dupondíusar (sjá Wikipediu), en hins vegar er ekki allt með felldu um tilkomu þeirra. Annar fannst við uppgröft á bæjarleifum frá 18. öld á Arnarhóli í Reykjavík og er sá frá 244-49 e. Kr. en hinn fannst við jarðrask í Skansinum í Vestmannaeyjum, mannvirki frá 17. öld og síðar, og er hann frá 260-90 e. Kr. Óvissa ríkir um fundaratvik þeirra og því ekki hægt að útiloka að þeir hafi komið hingað á seinni öldum eða jafnvel að þeim hafi verið laumað í uppgröftinn til að hrekkja fornleifafræðinga. Vegna þessara efasemda breyta þeir ekki röðinni sem hér er lýst.


Rómversk mynt sem fannst á Bragðavöllum og í Hvaldal.

Jafnvel þó að við útilokum Dupondíusana er það mjög einkennilegt að hér hafa fundist að minnsta kosti fjórir rómverskir peningar frá því um 300 e. Kr. – rúmum 500 árum áður en fólk fór að setjast að á Íslandi. Fræðimönnum hefur orðið mjög tíðrætt um þessa peninga og hefur verið stungið upp á að þeir sýni að Rómverjar hafi komið hingað, að peningarnir hafi komið með Pöpum eða að þeir hafi komið með norrænum mönnum á víkingaöld.

Antoníníanusarnir eru koparpeningar með örlitlu silfri blönduðu í. Eftir að Rómaveldi leið undir lok hafa þeir ekkert verðgildi haft umfram verð málmsins. Öfugt við hreina silfurpeninga hefur því verið lítil ástæða fyrir seinni tíma menn að halda þeim til haga og því frekar ólíklegt að Papar eða víkingar hefðu viljað ásælast þá. Hinsvegar eru peningar af þessum sláttum fátíðir í norðvesturhluta Rómaveldis um 300, og mælir það gegn þeirri hugmynd að þeir hafi borist hingað með skipbrotsmönnum frá Bretlandseyjum – sem annars væri vel innan marka þess mögulega.

Það er því veruleg ráðgáta hvernig þessir peningar bárust hingað. Hugsanlegt er að þeir séu allir upphaflega úr sama sjóðnum sem hefur verið glutrað niður í Álftafirði eða Hamarsfirði. Hvort þar var á ferð skipreika Rómverji með götótta pyngju um 300 e. Kr. eða gamall víkingur sem hafði eignast peningana á ferðum um Suðurlönd á 10. öld er hinsvegar ómögulegt að segja. Einhvern áhuga hafa þessir peningar vakið á 10. öld úr því að einn þeirra barst alla leið austur í Hreppa og má vera að þeir hafi á þeim tíma verið ‘curiosum’ – skrýtnir hlutir – sem menn varðveittu af því að þeim þóttu þeir merkilegir.


Fundarstaðir rómverskra peninga.

Yngri mynt

Á víkingaöld barst hingað til lands talsvert af silfurmynt. Stakir peningar hafa fundist í heiðnum gröfum og húsarústum en einnig í silfursjóðum eins og lesa má nánar um í svari Dagnýjar Arnarsdóttur við spurningunni Hvað fannst í svokölluðum Gaulverjabæjarfundi árið 1930 í Flóanum? Sumir af þessum peningnum koma frá Austurlöndum en aðrir voru slegnir í Norður-Evrópu. Þessir peningar höfðu hér ekki annað verðgildi en verð málmsins sem þeir voru búnir til úr og voru stundum notaðir sem skartgripir.

Eftir víkingaöld ber mjög lítið á mynt á Íslandi fyrr en eftir siðaskipti. Peningar bárust þó hingað og kunna að hafa verið notaðir í viðskiptum en hagkerfið var ekki háð þeim og sést það best á því að á verslunarstaðnum á Gásum við Eyjafjörð hefur ekki fundist einn einasti peningur þrátt fyrir umfangsmiklar fornleifarannsóknir á leifum frá 14. öld. Bendir það sterklega til að verslunin hafi fyrst og fremst farið fram með vöruskiptum.

Þetta breyttist smátt og smátt á 17. og 18. öld en peningahagkerfi, þar sem sjálfstæður gjaldmiðill er undirstaða viðskipta, komst ekki á hér á landi fyrr en undir lok 19. aldar en íslenska krónan var tekin upp árið 1873.

Heimildir og myndir

  • Kristján Eldjárn, Kuml og haugfé í heiðnum sið á Íslandi, 2. útgáfa, Reykjavík 2000 (bls. 25-37).
  • Anton Holt, ‘Mynt frá víkingaöld og miðöldum fundin á Íslandi á síðari árum.’ Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1998, bls. 85-92.
  • Myndirnar birtust í bókinni Kuml og haugfé í heiðnum sið á Íslandi, 2. útgáfa, Reykjavík 2000. Ljósmyndari peninganna er Ívar Brynjólfsson, Þjóðminjasafni Íslands. Kortið gerði Ólafur Valsson (eftir handritum Elínar Ó. Hreiðarsdóttur).
...