Flestir vita hvað mannekla er en hvað nákvæmlega merkir ekla og er eitthvað tiltakanlega 'rangt' við að nota þennan hluta orðsins sem sjálfstætt orð (sem þó virðist aldrei vera gert)?Nafnorðið ekla kemur fyrir þegar í fornu máli. Í fornmálsorðabók Johans Fritzners (I:317) er vísað í dæmi í Konungsskuggsjá og merkingin gefin ‘Mangel’ (á ísl. ‘skortur’). Konungsskuggsjá er talin rituð um 1250 eða 1260 og er varðveitt bæði í íslenskum og norskum handritum. Í fornmálsorðabók þeirri sem kennd er við Cleasby-Vigfússon er minnst á kvæði í Heimskringlu, Velleklu, sem Einar skálaglamm Helgason orti til Hákonar jarls Sigurðarsonar á 10. öld. Vell merkir ‘gull’, vellekla ‘skortur á gulli’. Orðið sumblekla ‘skortur á öli’ kemur fyrir í lausavísu eftir Egil Skallagrímsson (1933:108) en ekki fann ég fleiri fornmálsdæmi.
Þad mætte verda Ekla hier epter a Kiennemønnum.Orðið hefur ekki verið mikið notað því að dæmi Orðabókarinnar eru aðeins sjö. Um manneklu eru sex dæmi þótt það orð heyrist oft. Hið elsta er úr Alþingisbókum frá 1720:
eitthvert það lögbýli, sem háski liggur við, að eyðileggist vegna mannekluÞeim sem skoða vilja fleiri dæmi er bent á vefinn timarit.is Heimildir og mynd:
- Cleasby, Richard & Guðbrandur Vigfússon. 1957. Icelandic-English Dictionary. Önnur útgáfa. Oxford.
- Egils saga Skalla-Grímssonar. Íslenzk fornrit. II. bindi 1933, bls. 108. Sigurður Nordal gaf út. Hið íslenzka fornritafélag, Reykjavík.
- Johan Fritzner. I886. Ordbog over det gamle norske Sprog. I. Kristiania.
- Ritmálssafn Orðabókar Háskólans. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. (Sótt 23.9.2023).
- Coronavirus Covid-19 Sainsbury's empty shelves 2.jpg - Wikimedia Commons. Höfundur myndar Acabashi. Birt undir Creative Commons Attribution-ShareAlike 4.0 International leyfi. (Sótt 2.10.2023).