Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er Tadsjikistan stórt og hvað búa margir þar?

EDS

Tadsjikistan er ríki í Mið-Asíu og á landamæri að Afganistan í suðri, Úsbekistan í vestri, Kirgisistan í norðri og Kína í austri, en liggur hvergi að sjó. Landið er 143.100 km2 að flatarmáli og minnsta ríki Mið-Asíu. Það er mjög fjalllent þar sem meira en 50% af flatarmáli þess er ofar en 3000 m yfir sjávarmáli.



Tadsjikistan er landlukt ríki, það er á ekki landamæri að sjó. Því geta fylgt ýmsir ókostir eins og lesa má í svari við spurningunni Hvaða land hefur landamæri lengst frá sjó?

Áætlað er að um mitt ár 2011 séu íbúar Tadsjikistan um 7,6 milljónir. Um það bil 80% íbúanna tilheyra þjóðarbroti sem kallast Tadsjikar, tæp 16% eru Úsbekar, Rússar og Kirgisar eru um 1,1% hvor hópur um sig en önnur þjóðarbrot eru fámennari. Langflestir íbúanna eru múslimar.

Landbúnaður er aðalatvinnuvegurinn og er bómullarrækt þar mikilvægust. Léttur iðnaður er mikið til tengdur þeim afurðum sem landbúnaðurinn skapar; textílvinnsla og matvælaiðnaður, en af stóriðnaði er álvinnsla mikilvægust. Fallvötn hafa verið virkjuð og eru áform um frekari framkvæmdir á því sviði. Meðal annarra náttúruauðlinda eru kol, salt, blý, sink, gull, silfur og túngsten.

Tadsjikistan var hluti Sovétríkjanna en hefur verið sjálfstætt ríki frá árinu 1991. Landið er eitt hið fátækasta af fyrrum Sovétlýðveldunum og hefur mátt glíma við ýmsa erfiðleika. Borgarstyrjöld var í landinu á árunum 1992-1997 sem hafði mjög neikvæðar afleiðingar fyrir efnahag landsins og gætir þeirra enn þann dag í dag. Atvinnuleysi hefur verið töluvert með þeim afleiðingum að margir hafa leitað eftir vinnu erlendis. Talið er að áður en efnahagskreppan skall á árið 2008, hafi yfir 1 milljón Tadsjika verið í vinnu erlendis í lengri eða skemmri tíma, aðallega í Rússlandi. Árið 2004 er talið að allt að 15% heimila hafi treyst á tekjur sem fjölskyldumeðlimir öfluðu erlendis. Eitthvað hefur dregið úr þessu á síðustu árum en engu að síður er þetta mikilvæg tekjulind.

Fyrir þá sem vilja fræðast meira um Tadsjikistan er um að gera að smella á tenglana í heimildalistanum hér fyrir neðan.

Heimildir:

Höfundur

Útgáfudagur

8.9.2011

Spyrjandi

Sandra Ósk

Tilvísun

EDS. „Hvað er Tadsjikistan stórt og hvað búa margir þar?“ Vísindavefurinn, 8. september 2011, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=59447.

EDS. (2011, 8. september). Hvað er Tadsjikistan stórt og hvað búa margir þar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=59447

EDS. „Hvað er Tadsjikistan stórt og hvað búa margir þar?“ Vísindavefurinn. 8. sep. 2011. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=59447>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er Tadsjikistan stórt og hvað búa margir þar?
Tadsjikistan er ríki í Mið-Asíu og á landamæri að Afganistan í suðri, Úsbekistan í vestri, Kirgisistan í norðri og Kína í austri, en liggur hvergi að sjó. Landið er 143.100 km2 að flatarmáli og minnsta ríki Mið-Asíu. Það er mjög fjalllent þar sem meira en 50% af flatarmáli þess er ofar en 3000 m yfir sjávarmáli.



Tadsjikistan er landlukt ríki, það er á ekki landamæri að sjó. Því geta fylgt ýmsir ókostir eins og lesa má í svari við spurningunni Hvaða land hefur landamæri lengst frá sjó?

Áætlað er að um mitt ár 2011 séu íbúar Tadsjikistan um 7,6 milljónir. Um það bil 80% íbúanna tilheyra þjóðarbroti sem kallast Tadsjikar, tæp 16% eru Úsbekar, Rússar og Kirgisar eru um 1,1% hvor hópur um sig en önnur þjóðarbrot eru fámennari. Langflestir íbúanna eru múslimar.

Landbúnaður er aðalatvinnuvegurinn og er bómullarrækt þar mikilvægust. Léttur iðnaður er mikið til tengdur þeim afurðum sem landbúnaðurinn skapar; textílvinnsla og matvælaiðnaður, en af stóriðnaði er álvinnsla mikilvægust. Fallvötn hafa verið virkjuð og eru áform um frekari framkvæmdir á því sviði. Meðal annarra náttúruauðlinda eru kol, salt, blý, sink, gull, silfur og túngsten.

Tadsjikistan var hluti Sovétríkjanna en hefur verið sjálfstætt ríki frá árinu 1991. Landið er eitt hið fátækasta af fyrrum Sovétlýðveldunum og hefur mátt glíma við ýmsa erfiðleika. Borgarstyrjöld var í landinu á árunum 1992-1997 sem hafði mjög neikvæðar afleiðingar fyrir efnahag landsins og gætir þeirra enn þann dag í dag. Atvinnuleysi hefur verið töluvert með þeim afleiðingum að margir hafa leitað eftir vinnu erlendis. Talið er að áður en efnahagskreppan skall á árið 2008, hafi yfir 1 milljón Tadsjika verið í vinnu erlendis í lengri eða skemmri tíma, aðallega í Rússlandi. Árið 2004 er talið að allt að 15% heimila hafi treyst á tekjur sem fjölskyldumeðlimir öfluðu erlendis. Eitthvað hefur dregið úr þessu á síðustu árum en engu að síður er þetta mikilvæg tekjulind.

Fyrir þá sem vilja fræðast meira um Tadsjikistan er um að gera að smella á tenglana í heimildalistanum hér fyrir neðan.

Heimildir:...