Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 222 svör fundust

category-iconHeimspeki

Hvað hefur Sigurður Kristinsson rannsakað?

Sigurður Kristinsson er prófessor í heimspeki við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri. Rannsóknir hans hafa einkum verið á sviði siðfræði og þá gjarnan í tengslum við hagnýtingu hennar á ýmsum vettvangi. Í ritum sínum hefur Sigurður fjallað um fjölbreytt efni með fræðilega og samfélagslega skírsko...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er algengasti liturinn á íslenska hestinum?

Hér er einnig svarað spurningunni: Af hverju eru skjóttir íslenskir hestar sjaldgæfari en einlitir íslenskir hestar? Í eftirfarandi töflu er sýnt hve algengir 10 litir í íslenskur hrossum eru, en þessar prósentur sýna skiptingu í litum á 64.089 hrossum árið 1998, í rannsókn sem Þorvaldur Árnason og Ágúst Sigurðss...

category-iconTrúarbrögð

Hvert er hlutverk páfans?

Samkvæmt kaþólskri kenningu er Pétur talinn fremstur postulanna og biskuparnir eru eftirmenn þeirra. Kaþólska kirkjan er sannfærð um að það hafi verið vilji Krists að meðal biskupanna skuli vera einn sem verði eftirmaður Péturs og hafi því á hendi mannlega stjórn biskupanna og þar með allrar kirkjunnar. Það er...

category-iconLögfræði

Ef ég á helmingseign í húsi með kunningja mínum, get ég þá gert honum kauptilboð sem hann verður að taka eða kaupa mig ella út á sama verði?

Það er meginregla í íslenskum rétti að samningafrelsi gildir. Menn geta samið um það sem þeim dettur í hug á því formi sem þeim finnst hentugast, svo lengi sem báðir eru sammála. Á sama hátt er það meginregla að almennt er ekki hægt að krefjast þess einhliða að einhver geri við mann samning og því síður hægt að ák...

category-iconSálfræði

Hvernig get ég lært taugavísindi og orðið taugavísindamaður á Íslandi?

Í háskólum á Íslandi er sem stendur engin sérstök taugavísindadeild. Vilji menn stunda framhaldsnám í greininni verða þeir að gera það utan Íslands. Sem betur fer eru taugavísindi mjög þverfagleg og taugavísindamenn hafa gjarnan bakgrunn í öðrum greinum. Taugavísindum má gróflega skipta í tvennt eftir aðferðafr...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvaða rannsóknir hefur Ingólfur V. Gíslason stundað?

Ingólfur V. Gíslason er dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa að stærstum hluta snúið að stöðu og möguleikum karla og kvenna með sérstakri áherslu á breytingar hjá körlum síðustu áratugi. Að auki hafa rannsóknir hans beinst að ofbeldi í nánum samböndum og samspili skynsemi og hluttekningar...

category-iconStjórnmálafræði

Hver er munurinn á heimastjórn og sjálfstjórn?

Í stuttu máli á hugtakið sjálfstjórn við um þau landsvæði sem stjórna sér sjálf en heimastjórn er aðallega notað um nýlendur sem njóta einhverrar sjálfstjórnar. Landsvæði sem er undir stjórn ákveðins ríkis getur notið sjálfstjórnar í einhverjum mæli. Sé sjálfstjórnin töluverð hvað varðar framkvæmdarvald, löggja...

category-iconHagfræði

Af hverju kaupa fyrirtæki hlut í sjálfum sér og af hverju er það leyft?

Hlutafélög hafa í grundvallaratriðum tvær leiðir til að skila hagnaði af rekstri til hluthafa sinna. Algengasta leiðin er arðgreiðslur en einnig verður sífellt algengara að þau kaupi eigin hlutabréf af hluthöfum. Báðar leiðirnar eru löglegar að uppfylltum tilteknum skilyrðum en í sumum löndum eru eða hafa verið ta...

category-iconHugvísindi

Hver fann upp Jesú?

Erfitt er að fullyrða með vissu hvort Jesús hafi í raun og veru verið til eða ekki. Því er erfitt að svara þessari spurningu. Þau sem eru kristin telja að Guð hafi fundið upp Jesú. Sumt fólk sem ekki er kristið telur að Jesús hafi verið til en ekki verið sonur Guðs, það er að segja ekkert öðruvísi en aðrir. Hugsan...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju breytast vöðvar í fitu eftir að þjálfun er hætt?

Það er ekki rétt að vöðvarnir breytist í fitu í bókstaflegri merkingu. Rétt er að líta á þetta sem tvö aðskilin ferli sem vissulega geta gerst samtímis að einhverju leyti, til dæmis þegar þjálfun er hætt. Bæði ferlin má þó sennilega tengja orkubúskap líkamans. Í fyrsta lagi hafa vöðvar tilhneigingu til að rýrna...

category-iconFöstudagssvar

Er til visku- eða þekkingarbrunnur?

Vissulega er til viskubrunnur, jafnvel margir. Eins og alþjóð veit er sá þekktasti kenndur við Mími nokkurn sem mun vera gæslumaður hans. Þessi brunnur er uppspretta fróðleiks og visku og er þetta staðfest í Gylfaginningu:þar er Mímisbrunnur, er spekt og manvit er í fólgið, og heitir sá Mímir er á brunninn. Ha...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvernig hljómar bænin „Faðir vor“ á málinu sem Jesús sagði hana á?

Jesús kenndi lærisveinunum bænina Faðir vor, oft kölluð faðirvorið, þegar þeir báðu hann um að kenna sér að biðja. Flestir þekkja bænina á okkar ástkæra ylhýra tungumáli: Faðir vor, þú sem ert á himnum, helgist þitt nafn, til komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni. Gef oss í dag vort dagle...

category-iconBókmenntir og listir

Hvers konar hljóðfæri er þeremín?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Ég heyrði að það sé til rússneskt hljóðfæri sem er spilað á án þess að snerta það. Er það satt og hvernig er það hægt? Hljóðfærið sem um ræðir kallast þeremín og var fundið upp árið 1920 (sumar heimildir segja 1919) af rússneska vísinda- og tónlistarmanninum Lev Sergey...

category-iconHeimspeki

Er hægt að nota orðið "þverfaglegt" án allra útskýringa?

Vissulega er hægt að nota orðið þverfaglegt án þess að skýra það frekar. Í sumum tilvikum gæti útskýring jafnvel spillt fyrir, til dæmis ef einhver vildi nota orðið til að slá um sig í þeirri von að viðmælendur vissu ekki hvað orðið þýddi. En vilji maður nota það til að gera sig skiljanlegan þá er eins víst að úts...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað þarf að gróðursetja mörg tré til að vinna gegn koltvíoxíðsmengun eins bíls?

Meðalbinding koltvíoxíðs (CO2) í íslenskum skógum er talin vera um 4,4 tonn á hektara á ári, yfir 90 ára vaxtartíma skógarins. Við skulum gefa okkur að "meðal" fólksbíll keyri um 30.000 km á ári og losi á þeim tíma um 4,6 tonn af koltvíoxíði. Til að vega upp á móti þeirri losun þarf að gróðursetja um einn hektara ...

Fleiri niðurstöður