Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er algengasti liturinn á íslenska hestinum?

Stefán Aðalsteinsson (1928-2009)

Hér er einnig svarað spurningunni:
Af hverju eru skjóttir íslenskir hestar sjaldgæfari en einlitir íslenskir hestar?

Í eftirfarandi töflu er sýnt hve algengir 10 litir í íslenskur hrossum eru, en þessar prósentur sýna skiptingu í litum á 64.089 hrossum árið 1998, í rannsókn sem Þorvaldur Árnason og Ágúst Sigurðsson gerðu.

LiturTíðni (%)
Rautt31,7
Brúnt30,1
Jarpt16,3
Grátt7,6
Bleikálótt5,3
Leirljóst3,0
Móálótt3,0
Vindótt1,7
Moldótt1,2
Hvítingjar0,1

Eins og taflan sýnir eru litirnir rautt og brúnt algengastir, báðir yfir 30%. Síðan kemur jarpt með rúm 16%, en tíðni allra annarra lita er undir 10%.

Litir á einstökum hestum fara eftir því hverjir litirnir á foreldrum þeirra voru. Í þeim hópi sem var til skoðunar hjá Þorvaldi og Ágústi voru alls 5,388 skjóttir hestar eða 8,4%. Skjóttir hestar eru því engan veginn sjaldgæfir.

Á það verður þó að benda hér að skjótti liturinn er bara hvít skella eða skellur á hrossi sem er með einhvern annan lit, til dæmis rauðan eða brúnan. Það sama er að segja um litförótt hross sem voru 250 eða 0,4% í könnuninni. Þau eru með hvít hár innan um hár með öðrum lit. Skjótt og litförótt eru sem sagt ekki aðallitir og eru þess vegna ekki tilgreind í töflunni hér að ofan. Þau geta komið fyrir í flestum aðallitum, að minnsta kosti þau skjóttu.



Fjöldi skjóttra hrossa í landinu fer eftir því hve mörg skjótt folöld eru látin lifa á hverju ári. Það er ekki auðvelt að útskýra hvað ræður því, en hugsanlega liggur skýringin að hluta til í því að telja má líklegt að menn sem eru vanir að eiga skjótta hesta vilji gjarnan halda áfram að eiga einhverja hesta með þeim lit. Þeir sem aldrei hafa átt skjótt hross sækjast sennilega ekki mikið eftir að eignast þau. Þess vegna er líklegt að fjöldi skjóttra hesta haldist lítið breyttur í landinu frá ári til árs.

Það getur þó komið fyrir að skjóttum hestum fjölgi af því að upp hafa komið fyrir tilviljun hross sem hafa annars vegar orðið skjótt og hins vegar fengið að erfðum mikla kosti sem reiðhross. Þá getur skjóttum hrossum fjölgað tímabundið af því að þau hafa þennan lit og eru um leið eftirsóknarverð reiðhross.

Lesa má um erfðir á hrossalitum í bókinni Íslenski hesturinn - litir og erfðir eftir Stefán Aðalsteinsson með myndum Friðþjófs Þorkelssonar og teikningum Péturs Behrens, sem út kom hjá Ormstungu 2001.

Mynd: Friðþjófur Þorkelsson: Hestalitir - folöld.

Höfundur

fyrrverandi framkvæmdastjóri norræns genabanka fyrir búfé

Útgáfudagur

22.12.2004

Spyrjandi

Tinna Ingimarsdóttir, f. 1988
Lárus Lárusson, f. 1992

Tilvísun

Stefán Aðalsteinsson (1928-2009). „Hver er algengasti liturinn á íslenska hestinum?“ Vísindavefurinn, 22. desember 2004, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4677.

Stefán Aðalsteinsson (1928-2009). (2004, 22. desember). Hver er algengasti liturinn á íslenska hestinum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4677

Stefán Aðalsteinsson (1928-2009). „Hver er algengasti liturinn á íslenska hestinum?“ Vísindavefurinn. 22. des. 2004. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4677>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er algengasti liturinn á íslenska hestinum?
Hér er einnig svarað spurningunni:

Af hverju eru skjóttir íslenskir hestar sjaldgæfari en einlitir íslenskir hestar?

Í eftirfarandi töflu er sýnt hve algengir 10 litir í íslenskur hrossum eru, en þessar prósentur sýna skiptingu í litum á 64.089 hrossum árið 1998, í rannsókn sem Þorvaldur Árnason og Ágúst Sigurðsson gerðu.

LiturTíðni (%)
Rautt31,7
Brúnt30,1
Jarpt16,3
Grátt7,6
Bleikálótt5,3
Leirljóst3,0
Móálótt3,0
Vindótt1,7
Moldótt1,2
Hvítingjar0,1

Eins og taflan sýnir eru litirnir rautt og brúnt algengastir, báðir yfir 30%. Síðan kemur jarpt með rúm 16%, en tíðni allra annarra lita er undir 10%.

Litir á einstökum hestum fara eftir því hverjir litirnir á foreldrum þeirra voru. Í þeim hópi sem var til skoðunar hjá Þorvaldi og Ágústi voru alls 5,388 skjóttir hestar eða 8,4%. Skjóttir hestar eru því engan veginn sjaldgæfir.

Á það verður þó að benda hér að skjótti liturinn er bara hvít skella eða skellur á hrossi sem er með einhvern annan lit, til dæmis rauðan eða brúnan. Það sama er að segja um litförótt hross sem voru 250 eða 0,4% í könnuninni. Þau eru með hvít hár innan um hár með öðrum lit. Skjótt og litförótt eru sem sagt ekki aðallitir og eru þess vegna ekki tilgreind í töflunni hér að ofan. Þau geta komið fyrir í flestum aðallitum, að minnsta kosti þau skjóttu.



Fjöldi skjóttra hrossa í landinu fer eftir því hve mörg skjótt folöld eru látin lifa á hverju ári. Það er ekki auðvelt að útskýra hvað ræður því, en hugsanlega liggur skýringin að hluta til í því að telja má líklegt að menn sem eru vanir að eiga skjótta hesta vilji gjarnan halda áfram að eiga einhverja hesta með þeim lit. Þeir sem aldrei hafa átt skjótt hross sækjast sennilega ekki mikið eftir að eignast þau. Þess vegna er líklegt að fjöldi skjóttra hesta haldist lítið breyttur í landinu frá ári til árs.

Það getur þó komið fyrir að skjóttum hestum fjölgi af því að upp hafa komið fyrir tilviljun hross sem hafa annars vegar orðið skjótt og hins vegar fengið að erfðum mikla kosti sem reiðhross. Þá getur skjóttum hrossum fjölgað tímabundið af því að þau hafa þennan lit og eru um leið eftirsóknarverð reiðhross.

Lesa má um erfðir á hrossalitum í bókinni Íslenski hesturinn - litir og erfðir eftir Stefán Aðalsteinsson með myndum Friðþjófs Þorkelssonar og teikningum Péturs Behrens, sem út kom hjá Ormstungu 2001.

Mynd: Friðþjófur Þorkelsson: Hestalitir - folöld....