Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er munurinn á heimastjórn og sjálfstjórn?

Stefanía Óskarsdóttir

Í stuttu máli á hugtakið sjálfstjórn við um þau landsvæði sem stjórna sér sjálf en heimastjórn er aðallega notað um nýlendur sem njóta einhverrar sjálfstjórnar.

Landsvæði sem er undir stjórn ákveðins ríkis getur notið sjálfstjórnar í einhverjum mæli. Sé sjálfstjórnin töluverð hvað varðar framkvæmdarvald, löggjafarvald og jafnvel dómsvald gæti stjórn þess verið kölluð heimastjórn. Það á sérstaklega við ef heimamenn hafa barist fyrir slíkri sjálfstjórn á þeirri forsendu að þeir vilji ekki vera undir erlendri stjórn.

Það að fá „heimastjórn“ hefur verið mikilvægur áfangi í sjálfstæðisbaráttu nýlendna og þýðir almennt að heimamenn fá framkvæmdarvald auk löggjafar- og dómsvalds í einhverjum mæli.

Grænlendingar hafa verið með heimastjórn frá 1979 en flestir stjórnmálaflokkar þar stefna á sjálfstæði.

Hugtakið heimastjórn er hins vegar ekki notað um sjálfstjórn svæða innan ríkja sem eru sambandsríki, samanber til dæmis Bandaríkin, Þýskaland og Rússland. Sambandsríki samanstendur af fylkjum eða ríkjum sem hafa sjálfstjórn í tilteknum málaflokkum. Fylkin/ríkin geta hins vegar ekki skuldbundið sambandsríkið alþjóðlega né geta þau gefið út vegabréf til íbúanna, svo dæmi séu tekin, því þau eru ekki fullvalda. Sama á við um svæði sem hafa heimastjórn, þau eru eftir sem áður hluti stærra ríkis.

Sjálfstjórn svæða getur verið mismikil hvort sem að þau eru hluti af sambandsríki eða hafa heimastjórn frá nýlenduríki eða öðru stærra ríki.

Mikilvægur áfangi í aukinni sjálfstjórn Íslands var þegar Alþingi fékk löggjafarvald í séríslenskum málum árið 1874; það er að segja svo framarlega sem að lög sem Alþingi samþykkti væru staðfest í ríkisráði Danmerkur. Sjálfstjórn Íslands jókst mikið árið 1904 þegar Ísland fékk heimastjórn. Hún þýddi að framkvæmdarvaldið varð innlent því ráðherrann sem fór með málefni Íslands varð að vera Íslendingur og búsettur í Reykjavík. Dómsvaldið á þessum tíma var líka að mestu leyti innlent. Ísland varð svo sjálfstætt ríki árið 1918 þegar Danir viðurkenndu fullveldi Íslands.

Mynd:

Höfundur

Stefanía Óskarsdóttir

prófessor í stjórnmálafræðideild við HÍ

Útgáfudagur

13.3.2020

Spyrjandi

Jóhann

Tilvísun

Stefanía Óskarsdóttir. „Hver er munurinn á heimastjórn og sjálfstjórn?“ Vísindavefurinn, 13. mars 2020, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=78617.

Stefanía Óskarsdóttir. (2020, 13. mars). Hver er munurinn á heimastjórn og sjálfstjórn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=78617

Stefanía Óskarsdóttir. „Hver er munurinn á heimastjórn og sjálfstjórn?“ Vísindavefurinn. 13. mar. 2020. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=78617>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á heimastjórn og sjálfstjórn?
Í stuttu máli á hugtakið sjálfstjórn við um þau landsvæði sem stjórna sér sjálf en heimastjórn er aðallega notað um nýlendur sem njóta einhverrar sjálfstjórnar.

Landsvæði sem er undir stjórn ákveðins ríkis getur notið sjálfstjórnar í einhverjum mæli. Sé sjálfstjórnin töluverð hvað varðar framkvæmdarvald, löggjafarvald og jafnvel dómsvald gæti stjórn þess verið kölluð heimastjórn. Það á sérstaklega við ef heimamenn hafa barist fyrir slíkri sjálfstjórn á þeirri forsendu að þeir vilji ekki vera undir erlendri stjórn.

Það að fá „heimastjórn“ hefur verið mikilvægur áfangi í sjálfstæðisbaráttu nýlendna og þýðir almennt að heimamenn fá framkvæmdarvald auk löggjafar- og dómsvalds í einhverjum mæli.

Grænlendingar hafa verið með heimastjórn frá 1979 en flestir stjórnmálaflokkar þar stefna á sjálfstæði.

Hugtakið heimastjórn er hins vegar ekki notað um sjálfstjórn svæða innan ríkja sem eru sambandsríki, samanber til dæmis Bandaríkin, Þýskaland og Rússland. Sambandsríki samanstendur af fylkjum eða ríkjum sem hafa sjálfstjórn í tilteknum málaflokkum. Fylkin/ríkin geta hins vegar ekki skuldbundið sambandsríkið alþjóðlega né geta þau gefið út vegabréf til íbúanna, svo dæmi séu tekin, því þau eru ekki fullvalda. Sama á við um svæði sem hafa heimastjórn, þau eru eftir sem áður hluti stærra ríkis.

Sjálfstjórn svæða getur verið mismikil hvort sem að þau eru hluti af sambandsríki eða hafa heimastjórn frá nýlenduríki eða öðru stærra ríki.

Mikilvægur áfangi í aukinni sjálfstjórn Íslands var þegar Alþingi fékk löggjafarvald í séríslenskum málum árið 1874; það er að segja svo framarlega sem að lög sem Alþingi samþykkti væru staðfest í ríkisráði Danmerkur. Sjálfstjórn Íslands jókst mikið árið 1904 þegar Ísland fékk heimastjórn. Hún þýddi að framkvæmdarvaldið varð innlent því ráðherrann sem fór með málefni Íslands varð að vera Íslendingur og búsettur í Reykjavík. Dómsvaldið á þessum tíma var líka að mestu leyti innlent. Ísland varð svo sjálfstætt ríki árið 1918 þegar Danir viðurkenndu fullveldi Íslands.

Mynd: ...