Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju breytast vöðvar í fitu eftir að þjálfun er hætt?

Þórarinn Sveinsson

Það er ekki rétt að vöðvarnir breytist í fitu í bókstaflegri merkingu. Rétt er að líta á þetta sem tvö aðskilin ferli sem vissulega geta gerst samtímis að einhverju leyti, til dæmis þegar þjálfun er hætt. Bæði ferlin má þó sennilega tengja orkubúskap líkamans.

Í fyrsta lagi hafa vöðvar tilhneigingu til að rýrna við notkunarleysi. Þetta þekkja allir sem hafa einhverntíma verið settir í gifs vegna beinbrots. Þessi vöðvarýrnun getur gerst nokkuð hratt eins og sjá má á þeim sem lenda í gifsi. Engin viðhlítandi skýring er til á því af hverju þetta gerist en það er eins og líkaminn vilji losna við þá vöðva sem hann hefur ekki not fyrir. Vöðvar eru þungir og það hefur neikvæð áhrif á orkubúskap líkamans að burðast með þá ef þeir eru ekki notaðir.

Þess má geta að fiskar sýna ekki þessa tilhneigingu í sama mæli. Hjá þeim kostar miklu minni orku að burðast með vöðva sem ekki eru not fyrir, heldur en hjá landdýrum. Uppdrifskrafturinn sér til þess að fiskurinn er yfirleitt í flotjafnvægi við vatnið og verður ekki þyngri í vatninu þó að vöðvar bætist við hann. Eini orkukostnaðurinn stafar því af aukinni fyrirferð og meiri núningi frá vatninu þegar fiskurinn hreyfir sig.

En í öðru lagi hefur líkami manna tilhneigingu til að safna orku í formi fitu. Margir þættir hafa áhrif á það og einna mikilvægastur er hreyfingarleysi eða minnkuð hreyfing (eins og þegar þjálfun er hætt). Aðrir þættir eru helstir samsetning og orkuinnihald fæðu, aldur og erfðir. Umframorka myndast í líkamanum þegar inntaka á orku (kolvetnum, prótínum og fitu) er meiri en orkuþörf sem er aðallega háð hreyfingu og grunnorkuþörf. Oftast er miklu af þessarri umframorku eytt með því að mynda varma sem fer út í umhverfið.

Hins vegar gerist það í sumum tilfellum að líkaminn fer að safna hluta þessarar umframorku. Þetta gerir hann með því að setja eitthvað af orkunni sem við fáum úr mat í fituvefi líkamans í stað þess að brenna henni. Þessi uppsafnaða fita er því í raun ekkert annað en geymsla á umframorku. Áðurnefndir þættir (hreyfing, næring, aldur og erfðir) hafa síðan áhrif á hvort og í hve miklum mæli þessi orkusöfnun verður. Þegar fólk hættir að æfa en heldur áfram að borða jafn mikið og áður, eykst þessi umframorka í líkamanum talsvert. Við það verða hægfara breytingar á fitumagni líkamans.

En nú má auðvitað spyrja: "Af hverju safnar líkaminn umframorku sem fitu en ekki sem vöðvum?" Segja má að þetta sé kjarninn í upphaflegu spurningunni! Líklegasta skýringin er sú að orkan er mun léttari sem fituvefur en vöðvavefur. Ef geyma á til dæmis 100 kkal (418,6 kílójúl) rúmast þær í um það bil 125 g af vöðva en í aðeins 12-15 g af fituvef, og eru þá vatn og sölt meðtalin.

Af hverju söfnum við orku? Sjálfsagt er það með mennina eins og mörg önnur dýr sem eiga það til að safna og geyma orku þegar nóg er til af henni: Þá eru til varabirgðir ef það skyldi harðna í ári!

Höfundur

Þórarinn Sveinsson

prófessor við námsbraut í sjúkraþjálfun við HÍ

Útgáfudagur

1.3.2001

Spyrjandi

Eygló Egilsdóttir, fædd 1983

Tilvísun

Þórarinn Sveinsson. „Af hverju breytast vöðvar í fitu eftir að þjálfun er hætt?“ Vísindavefurinn, 1. mars 2001, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1361.

Þórarinn Sveinsson. (2001, 1. mars). Af hverju breytast vöðvar í fitu eftir að þjálfun er hætt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1361

Þórarinn Sveinsson. „Af hverju breytast vöðvar í fitu eftir að þjálfun er hætt?“ Vísindavefurinn. 1. mar. 2001. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1361>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju breytast vöðvar í fitu eftir að þjálfun er hætt?
Það er ekki rétt að vöðvarnir breytist í fitu í bókstaflegri merkingu. Rétt er að líta á þetta sem tvö aðskilin ferli sem vissulega geta gerst samtímis að einhverju leyti, til dæmis þegar þjálfun er hætt. Bæði ferlin má þó sennilega tengja orkubúskap líkamans.

Í fyrsta lagi hafa vöðvar tilhneigingu til að rýrna við notkunarleysi. Þetta þekkja allir sem hafa einhverntíma verið settir í gifs vegna beinbrots. Þessi vöðvarýrnun getur gerst nokkuð hratt eins og sjá má á þeim sem lenda í gifsi. Engin viðhlítandi skýring er til á því af hverju þetta gerist en það er eins og líkaminn vilji losna við þá vöðva sem hann hefur ekki not fyrir. Vöðvar eru þungir og það hefur neikvæð áhrif á orkubúskap líkamans að burðast með þá ef þeir eru ekki notaðir.

Þess má geta að fiskar sýna ekki þessa tilhneigingu í sama mæli. Hjá þeim kostar miklu minni orku að burðast með vöðva sem ekki eru not fyrir, heldur en hjá landdýrum. Uppdrifskrafturinn sér til þess að fiskurinn er yfirleitt í flotjafnvægi við vatnið og verður ekki þyngri í vatninu þó að vöðvar bætist við hann. Eini orkukostnaðurinn stafar því af aukinni fyrirferð og meiri núningi frá vatninu þegar fiskurinn hreyfir sig.

En í öðru lagi hefur líkami manna tilhneigingu til að safna orku í formi fitu. Margir þættir hafa áhrif á það og einna mikilvægastur er hreyfingarleysi eða minnkuð hreyfing (eins og þegar þjálfun er hætt). Aðrir þættir eru helstir samsetning og orkuinnihald fæðu, aldur og erfðir. Umframorka myndast í líkamanum þegar inntaka á orku (kolvetnum, prótínum og fitu) er meiri en orkuþörf sem er aðallega háð hreyfingu og grunnorkuþörf. Oftast er miklu af þessarri umframorku eytt með því að mynda varma sem fer út í umhverfið.

Hins vegar gerist það í sumum tilfellum að líkaminn fer að safna hluta þessarar umframorku. Þetta gerir hann með því að setja eitthvað af orkunni sem við fáum úr mat í fituvefi líkamans í stað þess að brenna henni. Þessi uppsafnaða fita er því í raun ekkert annað en geymsla á umframorku. Áðurnefndir þættir (hreyfing, næring, aldur og erfðir) hafa síðan áhrif á hvort og í hve miklum mæli þessi orkusöfnun verður. Þegar fólk hættir að æfa en heldur áfram að borða jafn mikið og áður, eykst þessi umframorka í líkamanum talsvert. Við það verða hægfara breytingar á fitumagni líkamans.

En nú má auðvitað spyrja: "Af hverju safnar líkaminn umframorku sem fitu en ekki sem vöðvum?" Segja má að þetta sé kjarninn í upphaflegu spurningunni! Líklegasta skýringin er sú að orkan er mun léttari sem fituvefur en vöðvavefur. Ef geyma á til dæmis 100 kkal (418,6 kílójúl) rúmast þær í um það bil 125 g af vöðva en í aðeins 12-15 g af fituvef, og eru þá vatn og sölt meðtalin.

Af hverju söfnum við orku? Sjálfsagt er það með mennina eins og mörg önnur dýr sem eiga það til að safna og geyma orku þegar nóg er til af henni: Þá eru til varabirgðir ef það skyldi harðna í ári!

...