Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er til visku- eða þekkingarbrunnur?

Ritstjórn Vísindavefsins



Vissulega er til viskubrunnur, jafnvel margir. Eins og alþjóð veit er sá þekktasti kenndur við Mími nokkurn sem mun vera gæslumaður hans. Þessi brunnur er uppspretta fróðleiks og visku og er þetta staðfest í Gylfaginningu:
þar er Mímisbrunnur, er spekt og manvit er í fólgið, og heitir sá Mímir er á brunninn. Hann er fullur af vísindum, fyrir því að hann drekkur úr brunninum
Ætla má að mörgum leiki hugur á að fá að bergja á vatni úr þessum brunni. Það getur verið dýrkeypt, að minnsta kosti er Óðinn sagður hafa lagt annað auga sitt að veði til að fá að njóta þess heiðurs. Ef til vill er það þegar öllu er á botninn hvolft ekki svo hátt verð fyrir alla þá visku sem af hlaust. Vilji fólk finna Mímisbrunn mun hann vera að finna meðal hrímþursa við eina af rótum Asks Yggdrasils. Ritstjórn Vísindavefsins auglýsir hér með eftir starfsmanni sem sannað getur að hann eða hún hafi drukkið úr Mímisbrunni, enda væri slíkur starfsmaður mikill fengur fyrir vefinn. Athugið: Að gefnu tilefni skal tekið fram að Mímisbrunn er ekki að finna á svonefndum Mímisbar á Hótel Sögu.

Annan viskubrunn er að finna í Banaras á Indlandi, svokallaðan Jnana Vapi-brunn sem mun hafa verið grafinn af guðinum Shiva. Vatnið úr þessum brunni er jhana, ljós viskunnar, í fljótandi formi. Um þennan brunn má lesa meira hér. Keltneskir drúíðar hafa svo sagt frá viskubrunni í handanheiminum þar sem níu heslihnetutré eru sögð vaxa. Til að öðlast visku getur verið gagnlegt að borða heslihnetur af þessum trjám, eða jafnvel af hvaða heslihnetutré sem er.

Enn annan viskubrunn má finna fyrir framan almenningsbókasafnið í Seattle í Bandaríkjunum sem meðfylgjandi mynd sýnir og í háskóla nokkrum í Idaho mun standa til að smíða einn slíkan eins og skoða má hér.

Ýmsa viskubrunna og viskuuppsprettur er að finna á veraldarvefnum, svo sem http://www.fountain-of-wisdom.com, Uppsprettu þekkingarinnar og "Gos"-brunn þekkingarinnar. Einnig hefur verið talað um viskubrunna eða uppsprettu visku í trúarlegu samhengi og hafa þau orð til dæmis verið höfð um Torah, trúarrit gyðinga, og mæðginin Jesú og Maríu mey að þau væru slíkir brunnar eða uppsprettur. Svo er það auðvitað til að venjulegt fólk sé kallað viskubrunnar ef það þykir víðlesið og vel að sér. Við gerum þó ráð fyrir að spyrjandi eigi við brunn í bókstaflegum skilningi og svörum samkvæmt því.

Þegar talað er um merkar uppsprettur og brunna má ekki gleyma uppsprettu æskunnar, Fons Juventutis, sem Juan Ponce de León (1460-1521) leitaði að snemma á 16. öld. Eftir að hann hafði fundið Flórída mun hann hafa hætt leitinni og má því kannski ætla að þessa uppsprettu sé þar að finna. Þar er líklega komin skýringin á straumi eldri borgara til Flórída.

Þetta svar er föstudagssvar. Ef einhver tekur eitthvað í því alvarlega er það alfarið á eigin ábyrgð.

Mynd af viskubrunni í Seattle fengin hér.

Teikning: HB

Útgáfudagur

8.11.2002

Spyrjandi

Gunnar Antonsson

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Er til visku- eða þekkingarbrunnur?“ Vísindavefurinn, 8. nóvember 2002, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2844.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2002, 8. nóvember). Er til visku- eða þekkingarbrunnur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2844

Ritstjórn Vísindavefsins. „Er til visku- eða þekkingarbrunnur?“ Vísindavefurinn. 8. nóv. 2002. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2844>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er til visku- eða þekkingarbrunnur?


Vissulega er til viskubrunnur, jafnvel margir. Eins og alþjóð veit er sá þekktasti kenndur við Mími nokkurn sem mun vera gæslumaður hans. Þessi brunnur er uppspretta fróðleiks og visku og er þetta staðfest í Gylfaginningu:
þar er Mímisbrunnur, er spekt og manvit er í fólgið, og heitir sá Mímir er á brunninn. Hann er fullur af vísindum, fyrir því að hann drekkur úr brunninum
Ætla má að mörgum leiki hugur á að fá að bergja á vatni úr þessum brunni. Það getur verið dýrkeypt, að minnsta kosti er Óðinn sagður hafa lagt annað auga sitt að veði til að fá að njóta þess heiðurs. Ef til vill er það þegar öllu er á botninn hvolft ekki svo hátt verð fyrir alla þá visku sem af hlaust. Vilji fólk finna Mímisbrunn mun hann vera að finna meðal hrímþursa við eina af rótum Asks Yggdrasils. Ritstjórn Vísindavefsins auglýsir hér með eftir starfsmanni sem sannað getur að hann eða hún hafi drukkið úr Mímisbrunni, enda væri slíkur starfsmaður mikill fengur fyrir vefinn. Athugið: Að gefnu tilefni skal tekið fram að Mímisbrunn er ekki að finna á svonefndum Mímisbar á Hótel Sögu.

Annan viskubrunn er að finna í Banaras á Indlandi, svokallaðan Jnana Vapi-brunn sem mun hafa verið grafinn af guðinum Shiva. Vatnið úr þessum brunni er jhana, ljós viskunnar, í fljótandi formi. Um þennan brunn má lesa meira hér. Keltneskir drúíðar hafa svo sagt frá viskubrunni í handanheiminum þar sem níu heslihnetutré eru sögð vaxa. Til að öðlast visku getur verið gagnlegt að borða heslihnetur af þessum trjám, eða jafnvel af hvaða heslihnetutré sem er.

Enn annan viskubrunn má finna fyrir framan almenningsbókasafnið í Seattle í Bandaríkjunum sem meðfylgjandi mynd sýnir og í háskóla nokkrum í Idaho mun standa til að smíða einn slíkan eins og skoða má hér.

Ýmsa viskubrunna og viskuuppsprettur er að finna á veraldarvefnum, svo sem http://www.fountain-of-wisdom.com, Uppsprettu þekkingarinnar og "Gos"-brunn þekkingarinnar. Einnig hefur verið talað um viskubrunna eða uppsprettu visku í trúarlegu samhengi og hafa þau orð til dæmis verið höfð um Torah, trúarrit gyðinga, og mæðginin Jesú og Maríu mey að þau væru slíkir brunnar eða uppsprettur. Svo er það auðvitað til að venjulegt fólk sé kallað viskubrunnar ef það þykir víðlesið og vel að sér. Við gerum þó ráð fyrir að spyrjandi eigi við brunn í bókstaflegum skilningi og svörum samkvæmt því.

Þegar talað er um merkar uppsprettur og brunna má ekki gleyma uppsprettu æskunnar, Fons Juventutis, sem Juan Ponce de León (1460-1521) leitaði að snemma á 16. öld. Eftir að hann hafði fundið Flórída mun hann hafa hætt leitinni og má því kannski ætla að þessa uppsprettu sé þar að finna. Þar er líklega komin skýringin á straumi eldri borgara til Flórída.

Þetta svar er föstudagssvar. Ef einhver tekur eitthvað í því alvarlega er það alfarið á eigin ábyrgð.

Mynd af viskubrunni í Seattle fengin hér.

Teikning: HB...