Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvert er hlutverk páfans?

Jürgen Jamin

Samkvæmt kaþólskri kenningu er Pétur talinn fremstur postulanna og biskuparnir eru eftirmenn þeirra. Kaþólska kirkjan er sannfærð um að það hafi verið vilji Krists að meðal biskupanna skuli vera einn sem verði eftirmaður Péturs og hafi því á hendi mannlega stjórn biskupanna og þar með allrar kirkjunnar.

Það er eins með umboðið sem Pétur fékk, það er ekki bundið við hann einan, heldur er það enn í dag fyrir hendi í kirkjunni. Þar sem Jesús nefnir Pétur klett (Matt 16, 18) sem hann ætli að byggja á kirkju sína, til þess að tryggja varanleika hennar allt til enda, þá á hann við embætti Péturs en ekki þann ístöðulitla mann sem innan skamms afneitaði honum og gat auk þess ekki lifað til enda veraldar. Embætti hans á fyrir atbeina Krists að vera grundvöllurinn sem tryggir áfram einingu kirkjunnar og óspillta kenningu.



Jóhannes Páll II.

Það er flestum kunnugt að Rómarbiskupar líta á sig sem eftirmenn Péturs í þessum skilningi. Allt til þessa dags hefur enginn annar biskup haldið því fram að sér beri embætti Péturs. Það er að vísu rétt að á upphafsárum kirkjunnar voru þessir stjórnarhættir ekki eins áberandi og þeir urðu síðar, enda var kirkjan þá ekki orðin það útbreidd að þörf væri á sterku valdi til þess að halda henni sameinaðri. Þó eru til skjöl frá fyrstu tímum kirkjunnar sem víkja að forustuhlutverki Rómarbiskups, til dæmis ritaði Ireneus frá Lyon sem uppi var um það bil 125-202: „Allar kirkjur verða að vera á einu máli með Rómarkirkju, vegna hinnar háu tignar hennar því að í henni hefur postulleg erfikenning ævinlega varðveist.“

Það verður ekki lengi dregið í efa að frá 4. öld var það almenn sannfæring manna, jafnvel meðal andstæðinga páfaveldisins, að Rómarbiskup væri forystumaður annarra biskupa. Völd og tign páfanna færðust síðan í aukana öld fram af öld. Sú þróun náði hámarki á 1. Vatíkanþingi árið 1870, og með þeim miklu páfum sem þá tóku við hver af öðrum. Á 2. Vatíkanþinginu (1962–1965) var tekin ný stefna sem miðaði að dreifingu valdsins, þannig að síðan hefur verið lögð meiri áhersla á samábyrgð allra biskupanna.

Það er sannfæring kaþólskra manna að Kristur hafi sjálfur haft í huga einskonar „jarl“ á jörðu, og það er ekki sama og „eftirmaður“. Eftirmaður kemur í stað einhvers sem dáinn er eða hefur látið af embætti. En Kristur lifir áfram og er höfuð kirkjunnar og því er ekki rétt að segja að Pétur hafi komið í stað Krists. Þess vegna er villandi að tala um „páfakirkju“. Páfinn er eftirmaður Péturs en jarl eða staðgengill Krists. Algengast er að tala um hann sem staðgengil. Staðgengill gegnir innan vissra marka embætti einhvers sem ofar honum er settur. Raunverulegt vald er því í höndum þess sem æðra er settur og undirmaður hans er ábyrgur gagnvart honum.

Mynd: Catholic Mission

Höfundur

sóknarprestur við Kristskirkju í Landakoti

Útgáfudagur

25.5.2005

Spyrjandi

Arnór Heiðarsson
María Gestsdóttir

Tilvísun

Jürgen Jamin. „Hvert er hlutverk páfans?“ Vísindavefurinn, 25. maí 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5017.

Jürgen Jamin. (2005, 25. maí). Hvert er hlutverk páfans? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5017

Jürgen Jamin. „Hvert er hlutverk páfans?“ Vísindavefurinn. 25. maí. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5017>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvert er hlutverk páfans?
Samkvæmt kaþólskri kenningu er Pétur talinn fremstur postulanna og biskuparnir eru eftirmenn þeirra. Kaþólska kirkjan er sannfærð um að það hafi verið vilji Krists að meðal biskupanna skuli vera einn sem verði eftirmaður Péturs og hafi því á hendi mannlega stjórn biskupanna og þar með allrar kirkjunnar.

Það er eins með umboðið sem Pétur fékk, það er ekki bundið við hann einan, heldur er það enn í dag fyrir hendi í kirkjunni. Þar sem Jesús nefnir Pétur klett (Matt 16, 18) sem hann ætli að byggja á kirkju sína, til þess að tryggja varanleika hennar allt til enda, þá á hann við embætti Péturs en ekki þann ístöðulitla mann sem innan skamms afneitaði honum og gat auk þess ekki lifað til enda veraldar. Embætti hans á fyrir atbeina Krists að vera grundvöllurinn sem tryggir áfram einingu kirkjunnar og óspillta kenningu.



Jóhannes Páll II.

Það er flestum kunnugt að Rómarbiskupar líta á sig sem eftirmenn Péturs í þessum skilningi. Allt til þessa dags hefur enginn annar biskup haldið því fram að sér beri embætti Péturs. Það er að vísu rétt að á upphafsárum kirkjunnar voru þessir stjórnarhættir ekki eins áberandi og þeir urðu síðar, enda var kirkjan þá ekki orðin það útbreidd að þörf væri á sterku valdi til þess að halda henni sameinaðri. Þó eru til skjöl frá fyrstu tímum kirkjunnar sem víkja að forustuhlutverki Rómarbiskups, til dæmis ritaði Ireneus frá Lyon sem uppi var um það bil 125-202: „Allar kirkjur verða að vera á einu máli með Rómarkirkju, vegna hinnar háu tignar hennar því að í henni hefur postulleg erfikenning ævinlega varðveist.“

Það verður ekki lengi dregið í efa að frá 4. öld var það almenn sannfæring manna, jafnvel meðal andstæðinga páfaveldisins, að Rómarbiskup væri forystumaður annarra biskupa. Völd og tign páfanna færðust síðan í aukana öld fram af öld. Sú þróun náði hámarki á 1. Vatíkanþingi árið 1870, og með þeim miklu páfum sem þá tóku við hver af öðrum. Á 2. Vatíkanþinginu (1962–1965) var tekin ný stefna sem miðaði að dreifingu valdsins, þannig að síðan hefur verið lögð meiri áhersla á samábyrgð allra biskupanna.

Það er sannfæring kaþólskra manna að Kristur hafi sjálfur haft í huga einskonar „jarl“ á jörðu, og það er ekki sama og „eftirmaður“. Eftirmaður kemur í stað einhvers sem dáinn er eða hefur látið af embætti. En Kristur lifir áfram og er höfuð kirkjunnar og því er ekki rétt að segja að Pétur hafi komið í stað Krists. Þess vegna er villandi að tala um „páfakirkju“. Páfinn er eftirmaður Péturs en jarl eða staðgengill Krists. Algengast er að tala um hann sem staðgengil. Staðgengill gegnir innan vissra marka embætti einhvers sem ofar honum er settur. Raunverulegt vald er því í höndum þess sem æðra er settur og undirmaður hans er ábyrgur gagnvart honum.

Mynd: Catholic Mission...