Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 329 svör fundust
Er í alvörunni til rétt mataræði fyrir mismunandi blóðflokka og þá hvers vegna?
Mjög ólíklegt verður að teljast að til sé eitthvert sérstakt mataræði sem höfðar til hvers blóðflokks fyrir sig. Ef svo væri þá er næringarfræðin sem vísindagrein langt frá því að finna nákvæmlega út hvernig slíkt mataræði eigi að vera. Hugmyndir næringarfræðinnar í dag eru þær að fólk neyti fjölbreyttrar fæðu úr ...
Getur verið að staðsetning öreindar tengist bylgjueiginleikum og hraði hennar eindaeiginleikum?
Spyrjandi bætir við að spurningin sé borin upp vegna hugleiðinga um óvissulögmál Heisenbergs.Svarið er nei; ef svo væri þá mætti einnig halda því fram að hraðann væri hægt að ákvarða eins nákvæmlega og við vildum með betri og betri mælingum. Spurningar sem þessi vakna oft þegar reynt er að horfa á skammtafræði ...
Hvað er talmeinafræði og hvar er hægt að læra hana?
Talmeinafræði er sú fræðigrein sem fjallar fyrst og fremst um frávik í máli og tali barna og fullorðinna. Frávikin geta verið af ýmsum toga. Sem dæmi má nefna frávik í málþroska, framburði og hljóðkerfisvitund barna en auk þess getur verið um að ræða stam, raddveilur, málstol, kyngingarerfiðleika og skerta boðskip...
Eru háþýska og lágþýska tvær mállýskur eða tvö tungumál?
Hér er rétt að telja að um tvö tungumál sé að ræða. Háþýska er tungumál ekki mállýska. Lágþýska (þ. Plattdeutsch/Niederdeutsch, e. Low German) er töluð á landssvæðunum í Norður-Þýskaland. Það er nokkuð umdeilt hvort lágþýska er sjálfstætt tungumál en hún hefur verið viðurkennd af Evrópuráðinu sem tungumál (Evrópus...
Vísindavefurinn svarar spurningum um árið 1944
Í ár eru liðin 75 ár frá því að lýðveldi var stofnað á Íslandi. Af því tilefni mun Vísindavefurinn leggja sérstaka áherslu á að svara spurningum sem tengjast hugtökunum lýðveldi og lýðræði en einnig spurningum um allt það sem lesendur og spyrjendur Vísindavefsins hafa áhuga á að vita um árið 1944, og tengist listu...
Hvað er hraunið sem kom upp í Geldingadölum gamalt?
Aldur hrauna miðast við þann tíma sem liðinn er frá því hraunin runnu á yfirborði jarðar.[1] Gosið í Geldingadölum hófst 19. mars 2021 og því lauk um sex mánuðum síðar. Hraunið er því aðeins um eins árs gamalt þegar þetta svar er skrifað. Ekki þarf að beita neinum sérstökum aðferðum til að aldursgreina hraun se...
Hvað getiði sagt mér um fall Rómaveldis?
Þegar talað er um fall Rómaveldis er oftast miðað við árið 476 e.Kr. þegar síðasta vestrómverska keisaranum, Rómulusi Ágústusi, var steypt af stóli (sjá mynd til vinstri). Austrómverska keisaradæmið eða Býsans lifði öllu lengur, eða fram til ársins 1453. Undanfari falls vestrómverska ríkisins var ekki glæsileg...
Hversu algengt er að höfundar drepi aðalpersónurnar í frægum bókum eða bókaröðum?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Í frægum bókum eða bókaseríum hvað er hátt hlutfallið á því að höfundarnir drepi aðalpersónurnar?Svarið sem hér birtist er ekki vísindaleg könnun á því hvort algengt sé að aðalhetjur í bókaseríum séu drepnar heldur eru þetta fremur vangaveltur um efnið. Þegar höfundur lýkur ...
Eru borgaralaun raunhæfur kostur?
Athugasemd ritstjórnar Vísindavefsins Þetta svar tilheyrir staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins. Það sama gildir um þessi svör og önnur á Vísindavefnum. Þau eru skrifuð af nafngreindum höfundum sem bera ábyrgð á efni svarsins. Lesandi sem telur svari áfátt getur bent ritstjórn á það og er svar þá l...
Er hægt að segja að allt hafi þegar verið gert með einhverri vissu?
Upphafleg spurning: Er hægt að segja að allt hafi þegar verið gert með einhverri vissu, gefið að ekki sé verið að velta fyrir sér öllum mögulegum útfærslum hverrar "aðgerðar" (með aðgerð á ég við til dæmis listsköpun, iðnað og svo framvegis)?Nei, vitaskuld er það ekki hægt. Hver einstakur atburður er nýr. Þegar...
Hafið þið svör við öllum spurningum?
Já, satt að segja er ég farinn að halda að við eigum "svör" við öllum spurningum ef tíminn væri nægur. Þá á ég við að það sé sama hvað þú spyrð okkur, um sveppasósu eða blaðgrænu, himinblámann eða um eðli spurninga, til dæmis hvaða spurning sé erfiðust, þá eiga vísindi og fræði alltaf eitthvað í handraðanum um mál...
Hvað er trukkur þungur?
Venjulegir fólksbílar hafa oft massa kringum 1 tonn eða 1000 kg þegar þeir eru tómir, og geta tekið farþega og farangur sem nemur samtals um 400 kg. Svo eru bílarnir þyngri eftir því sem þeir eru stærri og geta tekið meiri farm. Venjulegir vörubílar eru trúlega nokkur tonn á þyngd tómir og geta tekið álíka mik...
Hvað er í gangi með síldina í Kolgrafafirði?
Síld er svokallaður torfufiskur. Í einum hópi eða flekk geta verið allt að nokkrar milljónir einstaklinga. Síldartorfur hreyfast líkt og um eina sjálfstæða lífveru væri að ræða. Um það má lesa meira í svari við spurningunni Getið þið sagt mér eitthvað um síld?. Spyrjandi er væntanlega að velta fyrir sér af hver...
Hvað þýðir 'hringaná', er það kannski nafn?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Halló, ég var að hlusta á lagið 'Hættu að gráta hringaná' og ég fór að velta því fyrir mér hvort að Hringaná sé nafn? Orðið hringaná er ekki eiginnafn heldur kvenkenning. Í fornu skáldamáli var mjög notast við kenningar og hafa skáld leikið sér við kenningasmíð allt fram...
Með hvaða sjúkdóm var Forrest Gump?
Forrest Gump er persóna sem leikarinn Tom Hanks lék í frægri kvikmynd frá árinu 1994. Myndin byggir á samnefndri bók eftir rithöfundinn Winston Groom. Þar sem Forrest Gump var ekki til í raun og veru er ekki hægt að sjúkdómsgreina hann. Hins vegar er vel hægt að velta því fyrir sér hvernig hann væri greindur e...