Einhverfa (e. autism) er röskun sem talin er orsakast af afbrigðilegum þroska taugakerfisins. Einhverfir eiga í vandræðum með félagsleg samskipti og sækjast ekki eftir þeim. Þeir eiga oft í vandræðum með að tjá sig með orðum og um helmingur einhverfra þróar ekki með sér næga tungumálahæfni til að gera sig skiljanlega á þann hátt. Margir einhverfir hafa líka frekar furðuleg áhugamál og taka upp sérkennilegt hegðunarmynstur. Nokkuð algengt er að einhverfir greinist einnig greindarskertir.Margt af þessu á ágætlega við um persónuna Forrest Gump. Til að mynda mælist hann lágt í greindarprófi en það á við um meirihluta einhverfra, þótt ákveðinn hópur þeirra hafi eðlilega greind og enn smærri hópur sé afburðagreindur. Ekki er líklegt að Gump hafi haft Aspergerheilkenni en það er ekki greint hjá þeim sem hafa skertan vitsmunaþroska. Heimild og mynd:
- Opinion 3. (Skoðað 27.10.2014).
- Forrest-Gump-running-ftr. (Sótt 28.10.2014).