Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hafið þið svör við öllum spurningum?

Þorsteinn Vilhjálmsson og Ritstjórn Vísindavefsins

Já, satt að segja er ég farinn að halda að við eigum "svör" við öllum spurningum ef tíminn væri nægur. Þá á ég við að það sé sama hvað þú spyrð okkur, um sveppasósu eða blaðgrænu, himinblámann eða um eðli spurninga, til dæmis hvaða spurning sé erfiðust, þá eiga vísindi og fræði alltaf eitthvað í handraðanum um málið, eitthvað sem þú verður fróðari af og kemur þér jafnvel á óvart og þér finnst þar af leiðandi vert að lesa og velta fyrir þér.

Okkur sem stóðum að Vísindavefnum í byrjun fannst þetta ekki augljóst fyrir fram. Við áttum þá allt eins von á því að fá spurningar sem við mundum nær ekkert geta sagt um, það er að segja ekkert sem nokkur maður mundi í rauninni nenna að lesa (nema sjá eftir því!). En þetta hefur ekki gerst í umtalsverðum mæli eftir því sem við best vitum.

Við höfum vissulega fengið spurningar sem við svörum ekki af því að þær eru utan verksviðs okkar. Þannig er það til dæmis ekki hlutverk okkar að svara til um það hvenær David Beckham fæddist eða hvort hann er með ljóst eða dökkt hár. Við höldum líka að flestir viti í raun og veru að slíkt heyrir ekki undir vísindi eða fræði.

En fólk hefur líka sent Vísindavefnum spurningar sem er nær augljóslega ekki hægt að svara með jái eða nei-i eða með einfaldri tilvísun til staðreynda. Þar á meðal má nefna spurningar eins og Er Guð til? eða Ef heimurinn er endanlegur, hvað er þá fyrir utan hann? Við svörum slíkum spurningum með því að fara yfir merkingu þeirra og lýsa þeim sjónarmiðum sem fram hafa komið í hugmyndasögunni varðandi hugsanleg svör. Við vitum ekki betur en lesendur okkar séu sæmilega sáttir við þessa aðferð.

Hitt hefur líka komið skemmtilega á óvart að heimspekingar svara greiðlega spurningum sem varða eðli spurninga sem slíkra og kunna oft að virðast snúnar við fyrstu sýn. Hér er átt við spurningar eins og Hver er erfiðasta spurningin?, Er þetta spurning?, Hver er ég? og þar fram eftir götunum.

Það hefur hins vegar alltaf verið ljóst að tíminn er takmörkuð auðlind við öll mannanna verk, þar á meðal að svara spurningum. Þannig höfum við höfum ekki komist yfir að svara nærri öllum spurningum sem okkur hafa borist. Engu að síður höfum við birt um 1000 svör á ári eða þrjú að meðaltali á dag síðan Vísindavefurinn var opnaður. Við höfum talið að gestir okkar mundu jafnvel ekkert kæra sig um að svör dagsins eða vikunnar yrðu miklu fleiri en sem þessu svarar.

Höfundar

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

11.6.2003

Spyrjandi

Eydís Sigurbjörnsdóttir

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson og Ritstjórn Vísindavefsins. „Hafið þið svör við öllum spurningum?“ Vísindavefurinn, 11. júní 2003, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3490.

Þorsteinn Vilhjálmsson og Ritstjórn Vísindavefsins. (2003, 11. júní). Hafið þið svör við öllum spurningum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3490

Þorsteinn Vilhjálmsson og Ritstjórn Vísindavefsins. „Hafið þið svör við öllum spurningum?“ Vísindavefurinn. 11. jún. 2003. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3490>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hafið þið svör við öllum spurningum?
Já, satt að segja er ég farinn að halda að við eigum "svör" við öllum spurningum ef tíminn væri nægur. Þá á ég við að það sé sama hvað þú spyrð okkur, um sveppasósu eða blaðgrænu, himinblámann eða um eðli spurninga, til dæmis hvaða spurning sé erfiðust, þá eiga vísindi og fræði alltaf eitthvað í handraðanum um málið, eitthvað sem þú verður fróðari af og kemur þér jafnvel á óvart og þér finnst þar af leiðandi vert að lesa og velta fyrir þér.

Okkur sem stóðum að Vísindavefnum í byrjun fannst þetta ekki augljóst fyrir fram. Við áttum þá allt eins von á því að fá spurningar sem við mundum nær ekkert geta sagt um, það er að segja ekkert sem nokkur maður mundi í rauninni nenna að lesa (nema sjá eftir því!). En þetta hefur ekki gerst í umtalsverðum mæli eftir því sem við best vitum.

Við höfum vissulega fengið spurningar sem við svörum ekki af því að þær eru utan verksviðs okkar. Þannig er það til dæmis ekki hlutverk okkar að svara til um það hvenær David Beckham fæddist eða hvort hann er með ljóst eða dökkt hár. Við höldum líka að flestir viti í raun og veru að slíkt heyrir ekki undir vísindi eða fræði.

En fólk hefur líka sent Vísindavefnum spurningar sem er nær augljóslega ekki hægt að svara með jái eða nei-i eða með einfaldri tilvísun til staðreynda. Þar á meðal má nefna spurningar eins og Er Guð til? eða Ef heimurinn er endanlegur, hvað er þá fyrir utan hann? Við svörum slíkum spurningum með því að fara yfir merkingu þeirra og lýsa þeim sjónarmiðum sem fram hafa komið í hugmyndasögunni varðandi hugsanleg svör. Við vitum ekki betur en lesendur okkar séu sæmilega sáttir við þessa aðferð.

Hitt hefur líka komið skemmtilega á óvart að heimspekingar svara greiðlega spurningum sem varða eðli spurninga sem slíkra og kunna oft að virðast snúnar við fyrstu sýn. Hér er átt við spurningar eins og Hver er erfiðasta spurningin?, Er þetta spurning?, Hver er ég? og þar fram eftir götunum.

Það hefur hins vegar alltaf verið ljóst að tíminn er takmörkuð auðlind við öll mannanna verk, þar á meðal að svara spurningum. Þannig höfum við höfum ekki komist yfir að svara nærri öllum spurningum sem okkur hafa borist. Engu að síður höfum við birt um 1000 svör á ári eða þrjú að meðaltali á dag síðan Vísindavefurinn var opnaður. Við höfum talið að gestir okkar mundu jafnvel ekkert kæra sig um að svör dagsins eða vikunnar yrðu miklu fleiri en sem þessu svarar....