Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er í gangi með síldina í Kolgrafafirði?

Jón Már Halldórsson

Síld er svokallaður torfufiskur. Í einum hópi eða flekk geta verið allt að nokkrar milljónir einstaklinga. Síldartorfur hreyfast líkt og um eina sjálfstæða lífveru væri að ræða. Um það má lesa meira í svari við spurningunni Getið þið sagt mér eitthvað um síld?.

Spyrjandi er væntanlega að velta fyrir sér af hverju stórar síldartorfur ganga inn í Kolgrafafjörð. Skýringin felst í því sem sjómenn kalla vetrarástand síldar.

Samkvæmt mælingum Hafrannsóknastofnunar í desember 2012 voru um 300 þúsund tonn af síld í firðinum og geta lesendur ímyndað sér súrefnisþörf sem slíks lífmassa.

Eldri árgangar sumargotssíldarinnar leita eftir hrygningu í kaldari sjó.

Þetta er ekki sjaldgæft fyrirbæri því þegar rýnt er í eldri heimildir er oft getið um ágæta síldveiði í fjörðum landsins á veturna, meðal annars í Hvalfirði, Grundafirði og fleiri fjörðum.

Langlíklegasta skýringin er sú að þarna sé um eldri árganga sumargotssíldarinnar að ræða. Þeir leita eftir hrygningu í kaldari sjó. Frá árinu 2006 hefur síldin leitað í kaldan sjó frá Grundafirði og austur í Hvammsfjörð.

Sjórinn er að jafnaði kaldari í fjörðum að vetrarlagi en utan fjarða. Þetta á meðal annars við firði í sunnanverðum Breiðarfirði. Þar ræður miklu áhrif lofthita á grynnri sjóinn í fjörðum. Fyrir utan firðina er sjórinn dýpri og áhrif lofthita minni.

Þegar síldin kemst í kaldari sjó lækkar efnaskiptahraði hennar og sömuleiðis fæðuþörf. Í þessu ástandi bíður síldin vorsins þegar framboð fæðu eykst að nýju. Yngri síldin, til tveggja ára aldurs, heldur sig hins vegar í fjörðum og flóum við Norður- og Austurland. Á þriðja ári syndir hún svo suður fyrir land þar sem hún heldur sig fram að kynþroska við fjögurra ára aldur.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

29.1.2014

Spyrjandi

Heiða María Sigurðardóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað er í gangi með síldina í Kolgrafafirði?“ Vísindavefurinn, 29. janúar 2014, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=66348.

Jón Már Halldórsson. (2014, 29. janúar). Hvað er í gangi með síldina í Kolgrafafirði? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=66348

Jón Már Halldórsson. „Hvað er í gangi með síldina í Kolgrafafirði?“ Vísindavefurinn. 29. jan. 2014. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=66348>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er í gangi með síldina í Kolgrafafirði?
Síld er svokallaður torfufiskur. Í einum hópi eða flekk geta verið allt að nokkrar milljónir einstaklinga. Síldartorfur hreyfast líkt og um eina sjálfstæða lífveru væri að ræða. Um það má lesa meira í svari við spurningunni Getið þið sagt mér eitthvað um síld?.

Spyrjandi er væntanlega að velta fyrir sér af hverju stórar síldartorfur ganga inn í Kolgrafafjörð. Skýringin felst í því sem sjómenn kalla vetrarástand síldar.

Samkvæmt mælingum Hafrannsóknastofnunar í desember 2012 voru um 300 þúsund tonn af síld í firðinum og geta lesendur ímyndað sér súrefnisþörf sem slíks lífmassa.

Eldri árgangar sumargotssíldarinnar leita eftir hrygningu í kaldari sjó.

Þetta er ekki sjaldgæft fyrirbæri því þegar rýnt er í eldri heimildir er oft getið um ágæta síldveiði í fjörðum landsins á veturna, meðal annars í Hvalfirði, Grundafirði og fleiri fjörðum.

Langlíklegasta skýringin er sú að þarna sé um eldri árganga sumargotssíldarinnar að ræða. Þeir leita eftir hrygningu í kaldari sjó. Frá árinu 2006 hefur síldin leitað í kaldan sjó frá Grundafirði og austur í Hvammsfjörð.

Sjórinn er að jafnaði kaldari í fjörðum að vetrarlagi en utan fjarða. Þetta á meðal annars við firði í sunnanverðum Breiðarfirði. Þar ræður miklu áhrif lofthita á grynnri sjóinn í fjörðum. Fyrir utan firðina er sjórinn dýpri og áhrif lofthita minni.

Þegar síldin kemst í kaldari sjó lækkar efnaskiptahraði hennar og sömuleiðis fæðuþörf. Í þessu ástandi bíður síldin vorsins þegar framboð fæðu eykst að nýju. Yngri síldin, til tveggja ára aldurs, heldur sig hins vegar í fjörðum og flóum við Norður- og Austurland. Á þriðja ári syndir hún svo suður fyrir land þar sem hún heldur sig fram að kynþroska við fjögurra ára aldur.

...