Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Hvalfjörður, ásamt dölum og fjöllum í kring, er dæmigert sköpunarverk ísaldarjökla. Við upphaf ísaldar, fyrir um það bil tveimur milljónum ára, var landslag þar líkt því sem nú er í Ódáðahrauni, flatlent hraunaflæmi og sennilega alllangt til sjávar. Smám saman surfu skriðjöklar síðan Hvalfjörðinn og dalina í kring niður í blágrýtisstaflann. Lesa má nánar um rof skriðjökla í svari sama höfundar við spurningunni Hvað er jökulrof?
Aldursgreiningar sýna að vestasti hluti Esjunnar er um þriggja milljóna ára gamall og Hvalfjarðarströndin „yngist“ til austurs í átt að gosbeltinu. Sé gert ráð fyrir að rekhraðinn sé einn cm á ári (sem jafngildir tíu km á milljón árum), þá hefur þetta svæði (Hvalfjörður) verið nálægt gosbeltinu (og fjarri sjó) við upphaf ísaldar, en rekið til vesturs og fjarlægst gosbeltið meðan á ísöldinni stóð. Þar sem rof jökla er mest fjær ákomusvæðum þeirra má ætla að rofið (og þar með landmótunin) á þessu svæði af völdum skriðjökla hafi aukist eftir því sem svæðið rak til vesturs og verið hraðast á síðasta kuldaskeiði ísaldar, sem stóð frá því fyrir um það bil 100.000 árum til 10.000 ára.
Sigurður Steinþórsson. „Hvernig myndaðist Hvalfjörður og hversu langt er síðan?“ Vísindavefurinn, 21. mars 2003, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3265.
Sigurður Steinþórsson. (2003, 21. mars). Hvernig myndaðist Hvalfjörður og hversu langt er síðan? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3265
Sigurður Steinþórsson. „Hvernig myndaðist Hvalfjörður og hversu langt er síðan?“ Vísindavefurinn. 21. mar. 2003. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3265>.