Athugasemd ritstjórnar Vísindavefsins
Þetta svar tilheyrir staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins. Það sama gildir um þessi svör og önnur á Vísindavefnum. Þau eru skrifuð af nafngreindum höfundum sem bera ábyrgð á efni svarsins. Lesandi sem telur svari áfátt getur bent ritstjórn á það og er svar þá lagfært ef höfundur fellst á það.Borgaralaun eru reglubundnar greiðslur frá hinu opinbera til allra borgara á einstaklingsgrundvelli. Launin eru greidd án allra skilyrða og mundu þar af leiðandi ekki velta á vinnumarkaðsstöðu, tekjum eða öðru slíku. Í sinni hreinustu mynd mundu borgaralaun leysa af hólmi Tryggingastofnun, Vinnumálastofnun, fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og fleiri framfærslukerfi. Nýtt kerfi af þessum toga mundi einnig koma í stað persónuafsláttar og tekjuskattur yrði greiddur frá og með fyrstu krónu. Þetta kerfi væri því umbylting á félagslegum tilfærslum hér á landi og mundi einfalda alla stjórnsýslu í kringum tekjutilfærslur. Á Vesturlöndum hefur ekkert ríki tekið upp borgaralaun að frátöldum einstaka tímabundnum tilraunum. Borgaralaun hafa þó notið stuðnings víða í hinu pólitíska litrófi. Hægrimenn sem styðja borgaralaun telja að ríkisafskipti mundu minnka þar sem stjórnsýsla mundi einfaldast og einnig mundi þörf fyrir lágmarkslaun minnka. Vinstrimenn sem styðja borgaralaun telja að einstaklingar verði í minna mæli háðir markaðnum. Sú einföldun sem felst í að sameina öll tilfærslukerfi og skattkerfið í eitt heildstætt kerfi nýtur jafnframt víðtæks stuðnings.

Borgaralaun eru reglubundnar greiðslur frá hinu opinbera til allra borgara á einstaklingsgrundvelli. Launin eru greidd án allra skilyrða og mundu þar af leiðandi ekki velta á vinnumarkaðsstöðu, tekjum eða öðru slíku. Meginókostur borgaralauna er hversu dýrt slíkt kerfi er.
- Atkinson, A. B. (1995). Public Economics in Action: The Basic Income/Flat Tax Proposal. Oxford: Oxford University Press.
- Barr, N. (2004). The Economics of the Welfare State. Oxford: Oxford University Press.
- Pennies for Your Thoughts | Grant | Flickr. Myndrétthafi er Grant. Myndin er birt undir Creative Commons-leyfi. (Sótt 26.09.2016).
Allar tölur eru útreikningar höfundar byggðar á staðtölum Ríkisskattstjóra, að undanskildu lágtekjumörkunum sem eru fengnar af vef Hagstofunnar. Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:
Eru borgaralaun raunhæfur kostur og væri hægt að leggja niður Sjúkratryggingar og fleiri stofnanir ef þau yrðu lögleidd?Spurningunni er svarað með tilliti til þess sem spyrjandi nefnir „fleiri stofnanir“ en ekki til sjúkratrygginga, enda er það ekki tilfærslukerfi heldur fjármagnar það heilbrigðiskerfið.