Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 225 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver eru fylgitungl Neptúnusar?

Umhverfis Neptúnus ganga að minnsta kosti 11 tungl. Þrjú þeirra er tiltölulega nýbúið að uppgötva og hafa þau því þegar þetta er skrifað (júlí 2003) enn ekki fengið venjulegt heiti. Heiti tungla Neptúnusar eru fengin úr grísku/rómversku goðafræðinni en nánari skýringar á nöfnunum fylgja umfjöllun um hvert tungl. ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Geta einhver fyrirtæki selt mönnum landsvæði á tunglinu?

Fyrir um 1500 krónur getur hver sem er keypt sér landareign á tunglinu eða öðrum himinhnetti hjá netfyrirtækjum af ýmsu tagi. Hver vildi ekki eiga staðinn þar sem Neil Armstrong og Buzz Aldrin gengu um í fyrstu tungllendingunni árið 1969? Er slíkt gylliboð ekki of gott til að vera satt? Þegar grannt er skoðað, kem...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Af hverju er tunglið ekki uppi á daginn og sólin á nóttunni?

Stutta svarið er: Af því að þá mundi ríkja dagsbirta á nóttunni og náttmyrkur á daginn, því að sólin er svo miklu bjartari en tunglið. En auðvitað getur enginn bannað okkur að kalla nóttina dag og daginn nótt ef það væri til dæmis samþykkt með miklum meirihluta í þjóðaratkvæði. En líklega er það ekki þetta sem spy...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers vegna góla úlfar upp í tunglið?

Úlfar eru félagsverur og lifa venjulega í hópum. Kjarni hópsins er yfirleitt eitt par og afkvæmi þess. Afkvæmin staldra misjafnlega lengi við hjá foreldrum sínum. Sum fara að heiman á fyrsta vetri, önnur á öðrum vetri eða seinna, en úlfar verða kynþroska á öðrum vetri. Því eru yfirleitt nokkur fullvaxin afkvæmi m...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Ef allir í heiminum stæðu hver ofan á öðrum, hvað myndi gerast?

Í heiminum búa um sex milljarðar manna. Meðalmassi mannkyns er líklega um 20-40 kíló (vegna fjölda barna). Þá er heildarmassi alls mannkyns um 200 milljarðar kílógramma eða 200 milljón tonn. Þetta er þó ekki nema brotabrot (um það bil 0,00000000001%) af massa jarðar þannig að þetta myndi ekki hafa nein áhrif á jör...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Ef ég stend á tunglinu, í hvaða átt rís sólin?

Spurningin í heild var svona: Ef ég stend á tunglinu, í hvaða átt rís sólin? (Í austri, held ég eftir að hafa hugsað málið)Það er rétt að sólin rís í austri á tunglinu. Hins vegar gerist það miklu hægar en á jörðinni, þar sem einn sólarhringur á tunglinu er heill mánuður, eða 29,53 jarðardagar. Ástæðan er sú að ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvenær er áætlað að Cassini lendi á Titan?

Cassini geimfarinu var skotið á loft hinn 15. október árið 1997 frá Canaveral höfða í Flórída. Ferðin er samvinnuverkefni bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA og evrópsku geimferðastofnunarinnar ESA. Helstu markmið ferðarinnar eru að varpa nýju ljósi á eðli Satúrnusar, það er hringina, lofthjúpinn, segulhvolfið...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað verður um sjóinn þegar það er fjara?

Þetta er góð spurning sem sýnir að spyrjandi hugsar um það sem fyrir augu ber. Margir hugsa til dæmis aldrei út í svona hluti! Auðvitað er vatnið í sjónum varðveitt og getur ekki eyðst eða orðið að engu við venjulegar aðstæður. Sjávarbotninn er heill og breytist ekki heldur þannig að það getur ekki lækkað í sjó...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Var til annar hnöttur sem var á sama sporbaug og jörðin fyrir milljörðum ára og lenti síðan í árekstri við hana?

Í svari Sævars Helga Bragasonar við spurningunni Hvernig varð tunglið til? er fjallað um svonefnda árekstrarkenningu: Talið er víst að tunglið hafi myndast fyrir um 4,5 milljörðum árum. Til eru að minnsta kosti fjórar kenningar um uppruna þess. ... Fjórða kenningin, árekstrarkenningin, kom fram árið 1975 þeg...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvenær verður næsti sólmyrkvi sem mun sjást frá Íslandi?

Sólmyrkvi (e. solar eclipse) verður þegar tunglið gengur milli sólar og Jarðar svo tunglið myrkvar sólina að hluta til eða í heild frá Jörðu séð. Það gerist aðeins þegar sólin, tunglið og Jörðin eru í beinni línu (kallað raðstaða eða okstaða). Ár hvert verða á milli tveir til fimm sólmyrkvar á Jörðinni. Seinast...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Af hverju er nafnið Tellus (jörðin) komið og hvað heitir tungl okkar á stjörnufræðimáli?

Nafnið Tellus er komið úr rómverskri goðafræði. Tellus eða Terra Mater (Móðir jörð), eins og hún var líka kölluð, var jarðargyðja. Ef Rómverjar vildu betri uppskeru tilbáðu þeir Tellus. Hof tileinkað henni var reist á Pacis-torgi í Róm árið 268 f.Kr. Eins og flestir rómverskir guðir á Tellus sér hliðstæðu í grísku...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað heita tungl Mars?

Mars hefur tvö lítil tungl, Fóbos (e. Phobos) og Deimos. Bandaríski stjörnufræðingurinn Asaph Hall sá þau fyrstur manna árið 1877. Þá var Mars bæði í gagnstöðu (e. opposition) og sólnánd (e. perihelion), en þá er fjarlægð hans frá jörð í algeru lágmarki. Tunglin draga nöfn sín af hestunum sem drógu vagn stríðsg...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju komu fótspor þegar menn stigu á tunglið en ekki gígur þegar geimfarið lenti?

Á myndum sem tunglfarar tóku af geimferjunni á tunglinu sést enginn gígur fyrir neðan hana. Geimfarar mynda hins vegar greinileg fótspor á tunglinu og því ætti stór eldflaug sem þar lendir að mynda stóran gíg á yfirborðinu. En hvar er hann? Hönnun lendingarbúnaðar fyrir geimferjuna var á sínum tíma afar vandasö...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Eru Maríutásur tærnar á Maríu?

Fyrsta svarið sem okkur datt í hug var: 'Já, auðvitað! -- því ekki það?' Orðið 'Maríutásur' er auðvitað barnamál fyrir tærnar á Maríu og þær geta menn skoðað nánar á hjálagðri mynd ítalska 17. aldar málarans Cigolí þar sem María tyllir tánum á tunglið. En kannski er það ekki þetta sem átt er við með spurningu...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Af hverju er myrkur?

Allt ljós kemur frá ljósgjöfum, eins og ljósaperum og sólstjörnum. Myrkur er einfaldlega skortur á ljósi. Ef við erum stödd í lokuðu herbergi þar sem kveikt er á ljósi finnum við að það er bjart, jafnvel þótt við horfum ekki beint í ljósið. Ljósið skín á veggina sem gleypa hluta þess en hluti ljóssins endurvarpast...

Fleiri niðurstöður