Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver eru fylgitungl Neptúnusar?

Sævar Helgi Bragason

Umhverfis Neptúnus ganga að minnsta kosti 11 tungl. Þrjú þeirra er tiltölulega nýbúið að uppgötva og hafa þau því þegar þetta er skrifað (júlí 2003) enn ekki fengið venjulegt heiti. Heiti tungla Neptúnusar eru fengin úr grísku/rómversku goðafræðinni en nánari skýringar á nöfnunum fylgja umfjöllun um hvert tungl.

Naíad er innsta þekkta tungl Neptúnusar og fannst það árið 1989 þegar Voyager 2 flaug framhjá Neptúnusi. Naíad var síðasta tunglið sem Voyager 2 fann. Braut þess liggur í aðeins 48.200 km fjarlægð frá Neptúnusi og fer það einn hring um Neptúnus á 7 klukkustundum og 6 mínútum. Naíad hefur óreglulega lögun, enda einungis 58 km að þvermáli. Tunglið er nefnt eftir vatnadísum goðafræðinnar en þær stjórnuðu lækjum, lindum og gosbrunnum.

Þalassa er annað þekkta tungl Neptúnusar og fannst árið 1989 þegar Voyager 2 flaug framhjá Neptúnusi. Braut þess liggur í 50.000 km fjarlægð frá Neptúnusi og fer einn hring um reikistjörnuna á 7 klukkustundum og 30 mínútum. Þalassa er lítið óreglulagað tungl, einungis 80 km í þvermál. Þalassa er nefnt eftir dóttur Aether og Hemeru en þalassa er gríska orðið fyrir haf.

Despína er þriðja þekkta tungl Neptúnusar og fannst það líka í áðurnefndri ferð Voyagers 2. Despína er í 52.600 km fjarlægð frá reikistjörnunni og fer einn hring um Neptúnus á um 8 klukkustundum. Tunglið er lítið, óreglulagað og aðeins 148 km í þvermál. Despína var vatnadís, dóttir Póseidons (Neptúnusar) og Demeter.

Galatea er fjórða þekkta tungl Neptúnusar og fannst einnig þegar Voyager 2 fór framhjá Neptúnusi árið 1989. Braut þess er aðeins í 62.000 km fjarlægð frá reikistjörnunni og það snýst um Neptúnus á 10 klukkustundum og 18 mínútum. Galatea er lítið óreglulagað tungl, aðeins 158 km að þvermáli. Galatea var sikileyskur Nereidi sem kýklópinn Pólýfemus elskaði.

Larissa er fimmta þekkta tungl Neptúnusar. Braut þess liggur í 73.600 km fjarlægð frá Neptúnusi og það fer einn hring um plánetuna á 13 klukkustundum og 18 mínútum. Larissa er lítið óreglulagað tungl, aðeins 193 km í þvermál. Yfirleitt er talið að Harold Reitsma hafi fundið Larissu með stjörnumyrkvarannsóknum. Voyager tók hins vegar fyrstu og hingað til einu myndina sem til er af þessu litla tungli. Larissa var dóttir Pelasgusar.

Próteus er sjötta þekkta tungl Neptúnusar. Braut þess liggur í 117.600 km fjarlægð frá reikistjörnunni og það fer einn hring um Neptúnus á 26 klukkustundum og 54 mínútum. Próteus er lítið óreglulagað tungl, 418 km að þvermáli og því næst stærsta tungl Neptúnusar. Voyager 2 uppgötvaði Próteus árið 1989. Þetta litla tungl er stærra en Nereid en fannst þó ekki fyrr vegna þess að Próteus er mjög dökkt tungl og erfitt getur verið að koma auga á það í glampa frá mun bjartari móðurhnetti. Próteus er eitt dimmasta fyrirbæri sólkerfisins og endurvarpar það einungis 6% af því sólarljósi sem á það fellur, líkt og Föbe, tungl Satúrnusar. Vísindamenn segja að Próteus sé svo stórt og óreglulegt fyrirbæri vegna þess það hafi ekki nægan þyngdarkraft til að gera það hnattlaga. Próteus var sjávarguð sem gat breytt lögun sinni að vild.

Tríton er sjöunda þekkta tungl Neptúnusar og það langstærsta. Tunglið er eitt athyglisverðasta fyrirbæri sólkerfisins. Þegar hefur verið ritað sérstaklega um Tríton í svari við spurningunni Af hverju snýst Tríton öfugt umhverfis Neptúnus?

Nereid er áttunda þekkta tungl Neptúnusar. Braut þess liggur í að meðaltali 5.513.400 fjarlægð frá Neptúnusi og fer einn hring umhverfis Neptúnus á 360 dögum. Nereid er lítið og óreglulegt í laginu, aðeins 340 km að þvermáli en þó þriðja stærsta tungl Neptúnusar. Nereid fannst árið 1949, en þar var að verki stjörnufræðingurinn Gerard Kuiper. Nereid hefur eina miðskökkustu braut allra tungla sólkerfisins, 0,756, og mikinn halla miðað við miðbaugsflöt Neptúnusar. Miðskekkjan veldur því að fjarlægð tunglsins frá Neptúnusi er breytileg frá 1.353.600 km og upp í 9.623.700 km. Þessi staðreynd bendir til þess að Nereid hafi lent á braut um Neptúnus eftir að myndun sólkerfisins var lokið. Bestu myndir Voyagers af Nereid voru teknar úr 4,7 milljón km fjarlægð og þær sýna að tunglið endurspeglar um 14% af því ljósi sem á það fellur. Nereid var ein sjávardísanna, ein af 50 dætrum Nereusar og Dorisar.

Þrjú síðustu og minnstu tungl Neptúnusar eru S/2002 N1, S/2002 N2, S/2002 N3. Þau hafa þessi heiti tímabundið, eða þar til að Alþjóðasamband stjörnufræðinga hefur gefið þeim opinber heiti. Þessi tungl eru einungis um 30-40 km að þvermáli og í um 20-22 milljón km fjarlægð frá Neptúnusi. Tunglin þrjú fundust í ágúst árið 2002.

Heimildir:

  • Stjörnufræðivefurinn: Neptúnus
  • Beatty, J. K., og A. Chaikin (ritstj). The New Solar System. Sky Publishing House, Bandaríkin/England 1990.
  • Freedman, R. A. og Kaufmann, W. J.. Universe, 5. útgáfa. New York, W. H. Freedman and Company. 1998.
  • Pasachoff, Jay. Astronomy: From the Earth to the Universe. Massachusets, Saunders College Publishing, 1998. Fimmta útgáfa.
  • Weissmann, P. R., McFadden, L. (ritstj). Encyclopedia of the Solar System. New York, Academic Press, 1990.
  • Vefsíðan Views of the Solar System.

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

23.7.2003

Spyrjandi

Karítas Óðinsdóttir

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Hver eru fylgitungl Neptúnusar?“ Vísindavefurinn, 23. júlí 2003, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3604.

Sævar Helgi Bragason. (2003, 23. júlí). Hver eru fylgitungl Neptúnusar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3604

Sævar Helgi Bragason. „Hver eru fylgitungl Neptúnusar?“ Vísindavefurinn. 23. júl. 2003. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3604>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver eru fylgitungl Neptúnusar?
Umhverfis Neptúnus ganga að minnsta kosti 11 tungl. Þrjú þeirra er tiltölulega nýbúið að uppgötva og hafa þau því þegar þetta er skrifað (júlí 2003) enn ekki fengið venjulegt heiti. Heiti tungla Neptúnusar eru fengin úr grísku/rómversku goðafræðinni en nánari skýringar á nöfnunum fylgja umfjöllun um hvert tungl.

Naíad er innsta þekkta tungl Neptúnusar og fannst það árið 1989 þegar Voyager 2 flaug framhjá Neptúnusi. Naíad var síðasta tunglið sem Voyager 2 fann. Braut þess liggur í aðeins 48.200 km fjarlægð frá Neptúnusi og fer það einn hring um Neptúnus á 7 klukkustundum og 6 mínútum. Naíad hefur óreglulega lögun, enda einungis 58 km að þvermáli. Tunglið er nefnt eftir vatnadísum goðafræðinnar en þær stjórnuðu lækjum, lindum og gosbrunnum.

Þalassa er annað þekkta tungl Neptúnusar og fannst árið 1989 þegar Voyager 2 flaug framhjá Neptúnusi. Braut þess liggur í 50.000 km fjarlægð frá Neptúnusi og fer einn hring um reikistjörnuna á 7 klukkustundum og 30 mínútum. Þalassa er lítið óreglulagað tungl, einungis 80 km í þvermál. Þalassa er nefnt eftir dóttur Aether og Hemeru en þalassa er gríska orðið fyrir haf.

Despína er þriðja þekkta tungl Neptúnusar og fannst það líka í áðurnefndri ferð Voyagers 2. Despína er í 52.600 km fjarlægð frá reikistjörnunni og fer einn hring um Neptúnus á um 8 klukkustundum. Tunglið er lítið, óreglulagað og aðeins 148 km í þvermál. Despína var vatnadís, dóttir Póseidons (Neptúnusar) og Demeter.

Galatea er fjórða þekkta tungl Neptúnusar og fannst einnig þegar Voyager 2 fór framhjá Neptúnusi árið 1989. Braut þess er aðeins í 62.000 km fjarlægð frá reikistjörnunni og það snýst um Neptúnus á 10 klukkustundum og 18 mínútum. Galatea er lítið óreglulagað tungl, aðeins 158 km að þvermáli. Galatea var sikileyskur Nereidi sem kýklópinn Pólýfemus elskaði.

Larissa er fimmta þekkta tungl Neptúnusar. Braut þess liggur í 73.600 km fjarlægð frá Neptúnusi og það fer einn hring um plánetuna á 13 klukkustundum og 18 mínútum. Larissa er lítið óreglulagað tungl, aðeins 193 km í þvermál. Yfirleitt er talið að Harold Reitsma hafi fundið Larissu með stjörnumyrkvarannsóknum. Voyager tók hins vegar fyrstu og hingað til einu myndina sem til er af þessu litla tungli. Larissa var dóttir Pelasgusar.

Próteus er sjötta þekkta tungl Neptúnusar. Braut þess liggur í 117.600 km fjarlægð frá reikistjörnunni og það fer einn hring um Neptúnus á 26 klukkustundum og 54 mínútum. Próteus er lítið óreglulagað tungl, 418 km að þvermáli og því næst stærsta tungl Neptúnusar. Voyager 2 uppgötvaði Próteus árið 1989. Þetta litla tungl er stærra en Nereid en fannst þó ekki fyrr vegna þess að Próteus er mjög dökkt tungl og erfitt getur verið að koma auga á það í glampa frá mun bjartari móðurhnetti. Próteus er eitt dimmasta fyrirbæri sólkerfisins og endurvarpar það einungis 6% af því sólarljósi sem á það fellur, líkt og Föbe, tungl Satúrnusar. Vísindamenn segja að Próteus sé svo stórt og óreglulegt fyrirbæri vegna þess það hafi ekki nægan þyngdarkraft til að gera það hnattlaga. Próteus var sjávarguð sem gat breytt lögun sinni að vild.

Tríton er sjöunda þekkta tungl Neptúnusar og það langstærsta. Tunglið er eitt athyglisverðasta fyrirbæri sólkerfisins. Þegar hefur verið ritað sérstaklega um Tríton í svari við spurningunni Af hverju snýst Tríton öfugt umhverfis Neptúnus?

Nereid er áttunda þekkta tungl Neptúnusar. Braut þess liggur í að meðaltali 5.513.400 fjarlægð frá Neptúnusi og fer einn hring umhverfis Neptúnus á 360 dögum. Nereid er lítið og óreglulegt í laginu, aðeins 340 km að þvermáli en þó þriðja stærsta tungl Neptúnusar. Nereid fannst árið 1949, en þar var að verki stjörnufræðingurinn Gerard Kuiper. Nereid hefur eina miðskökkustu braut allra tungla sólkerfisins, 0,756, og mikinn halla miðað við miðbaugsflöt Neptúnusar. Miðskekkjan veldur því að fjarlægð tunglsins frá Neptúnusi er breytileg frá 1.353.600 km og upp í 9.623.700 km. Þessi staðreynd bendir til þess að Nereid hafi lent á braut um Neptúnus eftir að myndun sólkerfisins var lokið. Bestu myndir Voyagers af Nereid voru teknar úr 4,7 milljón km fjarlægð og þær sýna að tunglið endurspeglar um 14% af því ljósi sem á það fellur. Nereid var ein sjávardísanna, ein af 50 dætrum Nereusar og Dorisar.

Þrjú síðustu og minnstu tungl Neptúnusar eru S/2002 N1, S/2002 N2, S/2002 N3. Þau hafa þessi heiti tímabundið, eða þar til að Alþjóðasamband stjörnufræðinga hefur gefið þeim opinber heiti. Þessi tungl eru einungis um 30-40 km að þvermáli og í um 20-22 milljón km fjarlægð frá Neptúnusi. Tunglin þrjú fundust í ágúst árið 2002.

Heimildir:

  • Stjörnufræðivefurinn: Neptúnus
  • Beatty, J. K., og A. Chaikin (ritstj). The New Solar System. Sky Publishing House, Bandaríkin/England 1990.
  • Freedman, R. A. og Kaufmann, W. J.. Universe, 5. útgáfa. New York, W. H. Freedman and Company. 1998.
  • Pasachoff, Jay. Astronomy: From the Earth to the Universe. Massachusets, Saunders College Publishing, 1998. Fimmta útgáfa.
  • Weissmann, P. R., McFadden, L. (ritstj). Encyclopedia of the Solar System. New York, Academic Press, 1990.
  • Vefsíðan Views of the Solar System.
...