Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju snýst Tríton öfugt umhverfis Neptúnus?

Sævar Helgi Bragason



Tríton með Neptúnus í baksýn

Tríton er eitt af fáum tunglum í sólkerfinu sem gengur réttsælis umhverfis reikistjörnu sína. Ekki er fullkomlega vitað hvers vegna það snýst svona, en ýmislegt bendir til þess að Tríton hafi upprunalega verið frjáls hnöttur sem Neptúnus hafi fangað. Vitað er að tungl sem ganga réttsælis og eru innan ákveðinnar fjarlægðar frá reikistjörnunni færast smám saman það nálægt að árekstur eða tvístrun er óumflýjanleg. Önnur tungl sem ganga réttsælis um reikistjörnu sína eru Ananke, Karme, Parsífe og Sínópa, öll Júpítertungl, og Föbe, tungl Satúrnusar. Þessi tungl eru hins vegar aðeins 1/10 af þvermáli Trítons.

Tríton er á margan hátt mjög áhugavert tungl. Það er stærsta tungl Neptúnusar, um 2700 km í þvermál, og braut þess liggur í 354.760 km fjarlægð frá reikistjörnunni, svipað og tunglið okkar er frá jörðu. Tríton uppgötvaðist aðeins nokkrum vikum eftir uppgötvun Neptúnusar, eða hinn 10. október árið 1846 en heiðurinn af því á breski stjörnufræðingurinn William Lassell (1799-1880).

Tríton er nefndur eftir sjávarguði grísku goðafræðinnar. Hann er sonur Póseidons eða Neptúnusar og var sagður hafa höfuð og búk manns en sporð fisks.

Öll okkar þekking á Tríton kemur frá Voyager 2 geimfarinu sem flaug framhjá tunglinu þann 25. ágúst árið 1989. Í þeirri stuttu heimsókn kom margt áhugavert í ljós.



Yfirborð Trítons

Myndir Voyager sýna að Tríton er mjög litríkur og fjölbreyttur hnöttur. Yfirborð hans er þakið nitur- og metanís en þar sem hálendi er ríkjandi telja menn nokkuð líklegt að vatnsís sé að finna þar undir, en nitur- og metanís er of mjúkur til að viðhalda fjöllum. Ísinn endurvarpar allt að 70-80% af sólarljósinu og þess vegna er yfirborðið mjög bjart og kalt. Tríton er einn kaldasti staður sólkerfisins og hitinn þar fer sjaldnast upp fyrir -235°C. Á Tríton er örþunnur lofthjúp sem er aðallega úr ís og metan sem gufa upp á sumrin. Loftþrýstingurinn er ekki nema 15 míkróbör sem er 0,000015 sinnum minna en loftþrýstingur við sjávarmál á jörðinni. Vetnisísagnir mynda ef til vill þunn ský í lofthjúpnum í nokkurra kílómetra hæð yfir yfirborðinu.

Athyglisverðustu kennileiti yfirborðsins eru sérkennilegir goshverir sem kalla mætti íseldfjöll. Talið er að víða á yfirborðinu sé tiltölulega gagnsær niturís, um það bil metri að þykkt ofan á dekkra lagi. Sólarljósið kemst auðveldlega í gegnum ísinn og hitar dökka lagið við neðri mörk hans svo ísinn bráðnar. Fljótandi köfnunarefni af stóru svæði rennur til undir ísnum og mynda nokkurs konar kvikuþró. Þegar þrýstingur eykst, brestur ísinn og niturstrókur gýs upp ásamt einhverjum hluta dökka undirlagsins. Á myndum Voyagers má sjá gosstrók sem rís um 8 km upp úr yfirborðinu.

Vegna "eldvirkninnar" kemst Tríton í hóp jarðar, Íós og Venusar, hnatta í sólkerfinu sem vitað er að eldgos hafi átt sér stað á síðastliðinum 10.000 árum. Athyglisvert er að eldvirknin er mun ólíkari í ytra sólkerfinu. Eldgos á jörðinni og Venusi eru úr knúin áfram af innri hita, gos á Íó eru knúin áfram af flóðkröftum Júpíters og gosin á Tríton eru knúin af árstíðabundnum hitasveiflum.

Á yfirborði Trítons sjást líka merki um viðburðaríka jarðsögu. Fáir loftsteinagígar eru sjáanlegir sem þýðir að yfirborðið er ungt og einhver virkni hefur því átt sér stað. Næstum allt suðurhvel Trítons er þakið íshettu úr frosnu nitri og metani. Á yfirborðinu eru einnig margar rásir og margir dalir. Þetta er því án efa mjög áhugaverður staður í sólkerfinu sem gaman væri að rannsaka nánar.

Heimildir:
  • Stjörnufræðivefurinn: Neptúnus
  • Beatty, J. K., og A. Chaikin (ritstj). The New Solar System. Sky Publishing House, Bandaríkin/England 1990.
  • Weissmann, P. R., McFadden, L. (ritstj). Encyclopedia of the Solar System. New York, Academic Press, 1990.
Myndir:

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

16.7.2002

Spyrjandi

Erna Jónsdóttir

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Af hverju snýst Tríton öfugt umhverfis Neptúnus?“ Vísindavefurinn, 16. júlí 2002, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2594.

Sævar Helgi Bragason. (2002, 16. júlí). Af hverju snýst Tríton öfugt umhverfis Neptúnus? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2594

Sævar Helgi Bragason. „Af hverju snýst Tríton öfugt umhverfis Neptúnus?“ Vísindavefurinn. 16. júl. 2002. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2594>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju snýst Tríton öfugt umhverfis Neptúnus?


Tríton með Neptúnus í baksýn

Tríton er eitt af fáum tunglum í sólkerfinu sem gengur réttsælis umhverfis reikistjörnu sína. Ekki er fullkomlega vitað hvers vegna það snýst svona, en ýmislegt bendir til þess að Tríton hafi upprunalega verið frjáls hnöttur sem Neptúnus hafi fangað. Vitað er að tungl sem ganga réttsælis og eru innan ákveðinnar fjarlægðar frá reikistjörnunni færast smám saman það nálægt að árekstur eða tvístrun er óumflýjanleg. Önnur tungl sem ganga réttsælis um reikistjörnu sína eru Ananke, Karme, Parsífe og Sínópa, öll Júpítertungl, og Föbe, tungl Satúrnusar. Þessi tungl eru hins vegar aðeins 1/10 af þvermáli Trítons.

Tríton er á margan hátt mjög áhugavert tungl. Það er stærsta tungl Neptúnusar, um 2700 km í þvermál, og braut þess liggur í 354.760 km fjarlægð frá reikistjörnunni, svipað og tunglið okkar er frá jörðu. Tríton uppgötvaðist aðeins nokkrum vikum eftir uppgötvun Neptúnusar, eða hinn 10. október árið 1846 en heiðurinn af því á breski stjörnufræðingurinn William Lassell (1799-1880).

Tríton er nefndur eftir sjávarguði grísku goðafræðinnar. Hann er sonur Póseidons eða Neptúnusar og var sagður hafa höfuð og búk manns en sporð fisks.

Öll okkar þekking á Tríton kemur frá Voyager 2 geimfarinu sem flaug framhjá tunglinu þann 25. ágúst árið 1989. Í þeirri stuttu heimsókn kom margt áhugavert í ljós.



Yfirborð Trítons

Myndir Voyager sýna að Tríton er mjög litríkur og fjölbreyttur hnöttur. Yfirborð hans er þakið nitur- og metanís en þar sem hálendi er ríkjandi telja menn nokkuð líklegt að vatnsís sé að finna þar undir, en nitur- og metanís er of mjúkur til að viðhalda fjöllum. Ísinn endurvarpar allt að 70-80% af sólarljósinu og þess vegna er yfirborðið mjög bjart og kalt. Tríton er einn kaldasti staður sólkerfisins og hitinn þar fer sjaldnast upp fyrir -235°C. Á Tríton er örþunnur lofthjúp sem er aðallega úr ís og metan sem gufa upp á sumrin. Loftþrýstingurinn er ekki nema 15 míkróbör sem er 0,000015 sinnum minna en loftþrýstingur við sjávarmál á jörðinni. Vetnisísagnir mynda ef til vill þunn ský í lofthjúpnum í nokkurra kílómetra hæð yfir yfirborðinu.

Athyglisverðustu kennileiti yfirborðsins eru sérkennilegir goshverir sem kalla mætti íseldfjöll. Talið er að víða á yfirborðinu sé tiltölulega gagnsær niturís, um það bil metri að þykkt ofan á dekkra lagi. Sólarljósið kemst auðveldlega í gegnum ísinn og hitar dökka lagið við neðri mörk hans svo ísinn bráðnar. Fljótandi köfnunarefni af stóru svæði rennur til undir ísnum og mynda nokkurs konar kvikuþró. Þegar þrýstingur eykst, brestur ísinn og niturstrókur gýs upp ásamt einhverjum hluta dökka undirlagsins. Á myndum Voyagers má sjá gosstrók sem rís um 8 km upp úr yfirborðinu.

Vegna "eldvirkninnar" kemst Tríton í hóp jarðar, Íós og Venusar, hnatta í sólkerfinu sem vitað er að eldgos hafi átt sér stað á síðastliðinum 10.000 árum. Athyglisvert er að eldvirknin er mun ólíkari í ytra sólkerfinu. Eldgos á jörðinni og Venusi eru úr knúin áfram af innri hita, gos á Íó eru knúin áfram af flóðkröftum Júpíters og gosin á Tríton eru knúin af árstíðabundnum hitasveiflum.

Á yfirborði Trítons sjást líka merki um viðburðaríka jarðsögu. Fáir loftsteinagígar eru sjáanlegir sem þýðir að yfirborðið er ungt og einhver virkni hefur því átt sér stað. Næstum allt suðurhvel Trítons er þakið íshettu úr frosnu nitri og metani. Á yfirborðinu eru einnig margar rásir og margir dalir. Þetta er því án efa mjög áhugaverður staður í sólkerfinu sem gaman væri að rannsaka nánar.

Heimildir:
  • Stjörnufræðivefurinn: Neptúnus
  • Beatty, J. K., og A. Chaikin (ritstj). The New Solar System. Sky Publishing House, Bandaríkin/England 1990.
  • Weissmann, P. R., McFadden, L. (ritstj). Encyclopedia of the Solar System. New York, Academic Press, 1990.
Myndir:

...