Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Þetta er góð spurning sem sýnir að spyrjandi hugsar um það sem fyrir augu ber. Margir hugsa til dæmis aldrei út í svona hluti!
Auðvitað er vatnið í sjónum varðveitt og getur ekki eyðst eða orðið að engu við venjulegar aðstæður. Sjávarbotninn er heill og breytist ekki heldur þannig að það getur ekki lækkað í sjónum af þeim sökum eins og þegar við tökum tappa úr vaski. Vatn þjappast mjög lítið saman undir þrýstingi og auk þess er þrýstingurinn ekkert endilega meiri þegar fjara er heldur en flóð.
Hvað verður þá um sjóinn þegar það er fjara? Kannski opnast svarið fyrir okkur ef við setjum fram nýja spurningu: Hvaðan kemur vatnið þegar það er flóð? Gæti kannski verið að það kæmi frá þeim stöðum þar sem fjara er á sama tíma?
Tunglið er helsta orsök sjávarfalla á jörðinni en sólin kemur þó einnig við sögu. Tunglið veldur bungu eða bylgju á sjónum á þeirri hlið sem að því snýr og einnig á hinni hliðinni sem snýr frá tunglinu. Vatnið í þessar tvær bylgjur kemur frá svæðinu á milli þeirra; þar lækkar sjávarborðið og við segjum að þá sé fjara. Bylgjurnar tvær og allt mynstrið sem fylgir þeim fylgir svo hreyfingu tunglsins miðað við jörð og fer einn hring á einum sólarhring og 50 mínútum. Um allt þetta má lesa nánar með því að smella á efnisorðið sjávarföll sem fylgir svarinu.
Þegar fjara er hafa sól og tungl sem sé togað hluta vatnins þangað sem flóð er á sama tíma, og fjara og flóð breyta síðan um stað vegna snúnings jarðar.
Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvað verður um sjóinn þegar það er fjara?“ Vísindavefurinn, 2. október 2006, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6227.
Þorsteinn Vilhjálmsson. (2006, 2. október). Hvað verður um sjóinn þegar það er fjara? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6227
Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvað verður um sjóinn þegar það er fjara?“ Vísindavefurinn. 2. okt. 2006. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6227>.