Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Var til annar hnöttur sem var á sama sporbaug og jörðin fyrir milljörðum ára og lenti síðan í árekstri við hana?

ÍDÞ

Í svari Sævars Helga Bragasonar við spurningunni Hvernig varð tunglið til? er fjallað um svonefnda árekstrarkenningu:

Talið er víst að tunglið hafi myndast fyrir um 4,5 milljörðum árum. Til eru að minnsta kosti fjórar kenningar um uppruna þess. ...

Fjórða kenningin, árekstrarkenningin, kom fram árið 1975 þegar tveir rannsóknarhópar komu fram með þá kenningu að risastórt fyrirbæri á stærð við Mars hafi rekist á jörðina fyrir um 4,5 milljörðum árum þegar hún var að myndast. Við þennan árekstur hafa hnettirnir tveir runnið saman; kjarnarnir sameinuðust en efni úr möttli annars eða beggja losnaði frá og storknaði síðan á braut um jörðina. Líklegt þykir að möndulhalli jarðar hafi að einhverju leyti ráðist af þessum árekstri. Árekstrarkenningin þykir nú á dögum líklegust þessara kenninga.

Hugmynd listamanns um árekstur Þeiu og jarðarinnar.

Hin meinta pláneta hefur fengið nafnið Þeia. Nafnið er komið úr grískri goðafræði en Þeia taldist til svokallaðra títana eða jötna. Þeia þessi fæddi Selenu, mánagyðju Grikkja til forna. Samkvæmt einni útgáfu kenningarinnar á Þeia að hafa myndast á um það bil sama sporbaug og jörðin en hafi verið um 60° á undan eða eftir jörðinni. Með tímanum tók Þeia til sín massa úr nágrenni sínu. Þar sem sá massi hafði ekki sama hraða og hún breyttist braut hennar og hraði við þetta. Þetta hefur að lokum getað leitt af sér árekstur Þeiu við jörðina.

Lesendum er bent á áðurnefnt svar Sævars Helga en þar má lesa um fleiri kenningar er varða myndun tunglsins og mikilvægi þess fyrir jörðina.

Heimild og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

8.2.2011

Spyrjandi

Jónas Lukarsson, f. 1999

Tilvísun

ÍDÞ. „Var til annar hnöttur sem var á sama sporbaug og jörðin fyrir milljörðum ára og lenti síðan í árekstri við hana?“ Vísindavefurinn, 8. febrúar 2011, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=58383.

ÍDÞ. (2011, 8. febrúar). Var til annar hnöttur sem var á sama sporbaug og jörðin fyrir milljörðum ára og lenti síðan í árekstri við hana? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=58383

ÍDÞ. „Var til annar hnöttur sem var á sama sporbaug og jörðin fyrir milljörðum ára og lenti síðan í árekstri við hana?“ Vísindavefurinn. 8. feb. 2011. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=58383>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Var til annar hnöttur sem var á sama sporbaug og jörðin fyrir milljörðum ára og lenti síðan í árekstri við hana?
Í svari Sævars Helga Bragasonar við spurningunni Hvernig varð tunglið til? er fjallað um svonefnda árekstrarkenningu:

Talið er víst að tunglið hafi myndast fyrir um 4,5 milljörðum árum. Til eru að minnsta kosti fjórar kenningar um uppruna þess. ...

Fjórða kenningin, árekstrarkenningin, kom fram árið 1975 þegar tveir rannsóknarhópar komu fram með þá kenningu að risastórt fyrirbæri á stærð við Mars hafi rekist á jörðina fyrir um 4,5 milljörðum árum þegar hún var að myndast. Við þennan árekstur hafa hnettirnir tveir runnið saman; kjarnarnir sameinuðust en efni úr möttli annars eða beggja losnaði frá og storknaði síðan á braut um jörðina. Líklegt þykir að möndulhalli jarðar hafi að einhverju leyti ráðist af þessum árekstri. Árekstrarkenningin þykir nú á dögum líklegust þessara kenninga.

Hugmynd listamanns um árekstur Þeiu og jarðarinnar.

Hin meinta pláneta hefur fengið nafnið Þeia. Nafnið er komið úr grískri goðafræði en Þeia taldist til svokallaðra títana eða jötna. Þeia þessi fæddi Selenu, mánagyðju Grikkja til forna. Samkvæmt einni útgáfu kenningarinnar á Þeia að hafa myndast á um það bil sama sporbaug og jörðin en hafi verið um 60° á undan eða eftir jörðinni. Með tímanum tók Þeia til sín massa úr nágrenni sínu. Þar sem sá massi hafði ekki sama hraða og hún breyttist braut hennar og hraði við þetta. Þetta hefur að lokum getað leitt af sér árekstur Þeiu við jörðina.

Lesendum er bent á áðurnefnt svar Sævars Helga en þar má lesa um fleiri kenningar er varða myndun tunglsins og mikilvægi þess fyrir jörðina.

Heimild og mynd:...