Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Cassini geimfarinu var skotið á loft hinn 15. október árið 1997 frá Canaveral höfða í Flórída. Ferðin er samvinnuverkefni bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA og evrópsku geimferðastofnunarinnar ESA. Helstu markmið ferðarinnar eru að varpa nýju ljósi á eðli Satúrnusar, það er hringina, lofthjúpinn, segulhvolfið og fleira, ásamt því að nokkur tunglanna verða rannsökuð til hlítar, sér í lagi stærsta tunglið Títan. Geimfarið er samansett úr tveimur könnunarförum, Cassini sem er ætlað að rannsaka Satúrnus og Huygens sem er ætlað að lenda á Títan.
Huygens-farið er evrópski hluti gervitunglsins, nefnt eftir hollenska stjörnufræðingnum Christiaan Huygens (1629-1695) sem uppgötvaði bæði hringi Satúrnusar og tunglið Títan árið 1655. Farið sjálft er um 330 kg, þar af eru um 44 kg af mælitækjum, og 2,7 m að þvermáli. Huygens-farið er hannað til þess að komast örugglega inn í lofthjúp Títans og koma fyrir nokkurs konar rannsóknarstofu á yfirborðinu. Rannsóknastofan mun þó ekki geta starfað mjög lengi því rafhlöðurnar duga aðeins 2½ klukkustund hvern dag.
Áætlað er að Huygens-farið muni losna frá sporbaugsbaugsfarinu seint í desember árið 2004 og verður þá beint að lendingarstaði sínum á daghlið Títans. Tímasetningar eru ekki alveg öruggar en ESA áætlar að Huygens muni lenda á yfirborði Títans 14. janúar árið 2005.
Það eru óneitanlega spennandi tímar framundan og þá geta stjörnufræðingar jafnt sem áhugamenn fagnað því að eftir tæplega sjö ára ferðalag um geiminn, er Huygens loksins lent á yfirborði Títans.
Heimildir:
Sævar Helgi Bragason. „Hvenær er áætlað að Cassini lendi á Titan?“ Vísindavefurinn, 18. júní 2002, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2497.
Sævar Helgi Bragason. (2002, 18. júní). Hvenær er áætlað að Cassini lendi á Titan? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2497
Sævar Helgi Bragason. „Hvenær er áætlað að Cassini lendi á Titan?“ Vísindavefurinn. 18. jún. 2002. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2497>.