Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 75 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hefur manneskja farið lengri vegalengd í geimskipi en til tunglsins?

Enn sem komið er hafa menn ekki ferðast lengra frá jörðu en til tunglsins. Líklega er það áhöfn geimfarsins Apolló 13 sem hefur komist lengst frá jörðu þegar geimfarið flaug yfir fjærhlið tunglsins í rúmlega 400.000 km fjarlægð frá jörðu. Þetta átti sér stað þann 15. apríl 1970. Eins og frægt er og gerð voru góð ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hver fór næstur út í geiminn á eftir hundinum?

Það hafa nokkrir hundar farið út í geim en hundurinn sem hér er vísað til er væntanlega hin sovéska Laika sem er eitt frægasta dæmið um geimdýr. Laika fór út í geiminn árið 1957, fyrst dýra til þess að fara á braut um jörðu. Laika var þó hvorki fyrsta né síðasta dýrið sem farið hefur út í geiminn. Áður en mann...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru bessadýr á Íslandi?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Eru bessadýr á Íslandi? Hvað þola bessadýr mikið frost og hita? Tardigrade eða bessadýr, eins og þessi lítt þekkti hópur dýra heitir á íslensku, tilheyra fylkingu hryggleysingja. Bessadýr eru flokkur sérkennilegra og óvenjuharðgerðra smádýra sem flokkunarfræðingar hafa ekki ge...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað hafa margir farið í geimferðir?

Þegar þetta er skrifað, í lok árs 2010, hafa 517 manns farið út í geiminn, 463 karlar og 54 konur. Þetta fólk er af 38 þjóðernum, langflestir frá Bandaríkjunum eða 334. Sovétmenn sendu 72 út í geiminn og eftir fall þeirra hafa Rússar og önnur fyrrverandi ríki Sovétríkjanna átt 35 geimfara. Fyrsti maðurinn til...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvernig fara geimfarar í sturtu?

Með þessu svari er einnig svarað spurningu Theodórs Sigurðssonar (f. 1989):Hvernig losna geimfarar við úrgang sinn? Er það satt að hlandið harðni út í geimnum?Eftirfarandi svar er byggt á heimildum um aðbúnað geimfara í bandarísku geimskutlunum en gefur góða hugmynd um aðbúnað geimfara almennt. Þess má geta að spu...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað eru mörg gervitungl til í heiminum og hvað heitir stærsta gervitunglið?

Í október árið 2000 voru 2617 eiginleg gervitungl á braut um jörð, ýmist starfandi eða ekki, 90 könnunarflaugar á ferð lengra úti í geimnum og 6096 partar úr geimflaugum og gervitunglum á braut um jörðu. [Höfundur fann engar upplýsingar um hvert væri stærsta gervitunglið, þrátt fyrir töluverða leit. Ef lesend...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvaða hraða má búast við að raunverulegt geimfar geti náð ef nægileg orka er fyrir hendi, til dæmis í kjarnaklofnun eða kjarnasamruna?

Lokahraði geimskips miðað við jörð ræðst einkum af þremur þáttum. Í fyrsta lagi af því hve mikil orka er bundin í eldsneyti þess eða orkugjafa (orðið eldsneyti á kannski ekki svo vel við þegar rætt er um kjarnahvörf). Í öðru lagi skiptir nýtnin máli, það er hversu háu hlutfalli af þeirri orku sem er bundin í eldsn...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað búa margir í geimförum?

Í þeim skilningi að orðið búa merki varanleg búseta þá er svarið við spurningunni sú að enginn maður býr í geimnum. Það er því líklega betra að spyrja hversu margir dvelja í geimnum á hverjum tíma. Í dag er pláss fyrir þriggja manna áhöfn í alþjóðlegu geimstöðinni en gert er ráð fyrir að sex geti dvalið þar í...

category-iconVísindavefur

Hvað hafa Bandaríkjamenn farið margar geimferðir frá upphafi?

Bandaríkjamenn hafa farið 136 mannaðar ferðir frá upphafi. Frægasta verkefni NASA í slíkum ferðum er sjálfsagt Apollo-verkefnið, en þær flaugar rannsökuðu tunglið:Apollo-1 1967 (Ferðin var raunar ekki farin vegna óhapps í undirbúningi).Apollo-7 1968Apollo-8 1968Apollo-9 1969Apollo-10 1969Apollo-11 1969 (til tungls...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Af hverju hefur enginn stigið fæti á tunglið í hálfa öld?

Fjölmargir hafa sent Vísindavefnum spurningar um það af hverju svo langt er um liðið síðan menn fóru síðast til tunglsins. Á meðal spurninga sem þessu tengjast eru: Hversu oft hafa menn farið til tunglsins? Ef bara einu sinni 1969, af hverju hafa menn ekki farið aftur? Af hverju hefur enginn stigið á tunglið ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Er hægt að senda geimskutlu með nokkrum fjölskyldum til að kanna líf úti í geimnum?

Upphaflega spurningin var sem hér segir:Væri möguleiki á því að byggja stóra geimskutlu sem gæti ferðast endalaust um himingeiminn með nokkrar fjölskyldur um borð sem gætu rannsakað líf í öðrum sólkerfum?Það sem kemur öðru fremur í veg fyrir slíkt eru hinar gríðarlegu fjarlægðir í geimnum. Nálægasta stjarna við ok...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvenær var seinasti leiðangurinn farinn til rannsókna á Mars?

Rússar (Sovétmenn) gerðu fyrstu tilraunir til að senda geimför til Mars á árunum 1960-1962, en þær mistókust allar. Fyrsta könnunarferð þangað, sem heppnaðist eins og til var ætlast, var farin árið 1964 er bandaríska geimfarið Mariner 4 flaug framhjá hnettinum og náði 20 ljósmyndum af litlum hluta yfirborðsins. Ma...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Geta fiskar lifað í geimnum?

Fiskar geta ekki lifað í geimnum.Óvarðir og án útbúnaðar geta fiskar ekki lifað í geimnum, ekki frekar en menn. Fiskar draga súrefni úr vatni og það er ekkert vatn úti í geimnum. Jafnvel þótt fiskurinn fengi vatnsskál festa á hausinn á sér, eins og geimfarar eru með hjálma, myndi hinn lági þrýstingur í geimnum öru...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hversu langt eru Voyager-gervitunglin komin út í geiminn?

Voyager-geimförin lögðu af stað frá jörðu árið 1977. Þau voru hönnuð til að kanna Júpíter og Satúrnus og áttu að endast í 5 ár. Hjá Satúrnusi var Voyager I sveigt út úr sléttu sólkerfisins svo að hægt væri að ná betri myndum af Títan, einu af tunglum Satúrnusar. Voyager II hélt hins vegar áfram ferð sinni milli re...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Til hvers voru menn sendir til tunglsins?

Eftir umfangsmiklar kannanir á tunglinu á sjöunda áratugnum, sem meðal annars fólu í sér nákvæma kortlagningu yfirborðsins og fimm lendingar ómannaðra geimfara, sendu Bandaríkjamenn níu mönnuð geimför til tunglsins. Fyrsta mannaða geimfarið sem fór á braut um tunglið var Apollo 8., sem flaug í desember 1968, og va...

Fleiri niðurstöður