Eru bessadýr á Íslandi? Hvað þola bessadýr mikið frost og hita?Tardigrade eða bessadýr, eins og þessi lítt þekkti hópur dýra heitir á íslensku, tilheyra fylkingu hryggleysingja. Bessadýr eru flokkur sérkennilegra og óvenjuharðgerðra smádýra sem flokkunarfræðingar hafa ekki getað tengt á augljósan hátt við aðra dýraflokka sem nú eru uppi. Bessadýrin eru ógreinilega liðskipt og hafa oftast fjögur útlimapör. Útlimirnir hafa klær og líkjast fótum. Bessadýr eru þekkt fyrir einstaka aðlögunarhæfni og fjölmargar tegundir þeirra takast á við miklar öfgar í hita- og rakastigi á Jörðinni. Með því að leggjast í dvala geta þau þolað suðu, næstum alkul, mikinn þrýsting og sterka geimgeislun. Nánar er fjallað um bessadýr í svörum við spurningunum Hvers konar dýr eru þau sem nefnast tardigrade? og Hvers konar dýr eru vatnabirnir og hafa þeir verið notaðir í vísindalegum tilgangi og sendir í geimferðir?
- SEM image of Milnesium tardigradum in active state - journal.pone.0045682.g001-2.png - Wikimedia Commons. Höfundar: Schokraie E, Warnken U, Hotz-Wagenblatt A, Grohme MA, Hengherr S, o.fl. (2012). Birt undir Creative Commons Attribution 2.5 Generic leyfi. (Sótt 2. 11. 2015).