Sólin Sólin Rís 11:20 • sest 15:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:59 • Sest 14:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:15 • Síðdegis: 20:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:58 • Síðdegis: 14:37 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:20 • sest 15:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:59 • Sest 14:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:15 • Síðdegis: 20:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:58 • Síðdegis: 14:37 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers konar dýr eru vatnabirnir og hafa þeir verið notaðir í vísindalegum tilgangi og sendir í geimferðir?

JGÞ

Dýrin sem spyrjandi nefnir vatnabirni heita réttu nafni bessadýr á íslensku. Fræðiheiti þeirra er Tardigrada. Innan fylkingarinnar Tardigrada hefur rúmlega 500 tegundum verið lýst. Það var þýski dýrafræðingurinn Johann August Ephraim Goeze (1731-1793) sem lýsti fyrstu tegund bessadýra á vísindalegan hátt árið 1773.

Spyrjandi vildi fá að vita hvort bessadýr hafi verið notuð í vísindalegum tilgangi og hvort þau hafi í raun og veru verið send í geimferðir.

Við því er til einfalt svar: Já, vísindamenn hafa sent bessadýr út í geim!

Bessadýr hafa verið send út í geim! En þau þykja hentug til að rannsaka hvernig lífverur bregðast við aðstæðum sem ríkja í geimnum. Bessadýrið á myndinni nefnist Hypsibius dujardini.

Bessadýr eru þekkt fyrir einstaka aðlögunarhæfni og fjölmargar tegundir þeirra takast á við miklar öfgar í hita- og rakastigi á jörðinni. Tegundir sem finnast á Suðurskautslandinu lifa til að mynda af þó að frost verði meira en -80°C. Þetta gera þau með því að leggjast í dvala (e. cryptobiosis).

Bessadýr hafa þótt hentug til að rannsaka hvernig lífverur bregðast við aðstæðum sem ríkja í geimnum, tómarúminu og geislun. Vísindamenn sem stóðu að rannsóknarverkefninu TARDIS (e. Tardigrades in Space) sendu bessadýr út í geim árið 2007 til að leita svara við ýmsum spurningum. Tegundirnar sem fóru út í geim voru:
  • Richtersius coronifer
  • Milnesium tardigradum
  • Echiniscus testudo
  • Ramazzottius oberhaeuseri
Á vefsíðu TARDIS-verkefnsins segir að í ljós hafi komið að tvær fyrstnefndu tegundirnar lifðu ferðalagið vel af og gátu eignast afkvæmi við heimkomuna. Það þýðir að annaðhvort geta þær tegundir verndað frumurnar í sér fyrir þeim óhagstæðu aðstæðum sem ríkja í geimnum eða þær geta lagfært skaðann. Hugsanlega geta þær gert hvort tveggja. Bessadýr voru einnig send út í geim árið 2011.

Heimild:

Mynd:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

21.2.2013

Síðast uppfært

28.2.2022

Spyrjandi

5. U í MR

Tilvísun

JGÞ. „Hvers konar dýr eru vatnabirnir og hafa þeir verið notaðir í vísindalegum tilgangi og sendir í geimferðir?“ Vísindavefurinn, 21. febrúar 2013, sótt 18. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=64345.

JGÞ. (2013, 21. febrúar). Hvers konar dýr eru vatnabirnir og hafa þeir verið notaðir í vísindalegum tilgangi og sendir í geimferðir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=64345

JGÞ. „Hvers konar dýr eru vatnabirnir og hafa þeir verið notaðir í vísindalegum tilgangi og sendir í geimferðir?“ Vísindavefurinn. 21. feb. 2013. Vefsíða. 18. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=64345>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers konar dýr eru vatnabirnir og hafa þeir verið notaðir í vísindalegum tilgangi og sendir í geimferðir?
Dýrin sem spyrjandi nefnir vatnabirni heita réttu nafni bessadýr á íslensku. Fræðiheiti þeirra er Tardigrada. Innan fylkingarinnar Tardigrada hefur rúmlega 500 tegundum verið lýst. Það var þýski dýrafræðingurinn Johann August Ephraim Goeze (1731-1793) sem lýsti fyrstu tegund bessadýra á vísindalegan hátt árið 1773.

Spyrjandi vildi fá að vita hvort bessadýr hafi verið notuð í vísindalegum tilgangi og hvort þau hafi í raun og veru verið send í geimferðir.

Við því er til einfalt svar: Já, vísindamenn hafa sent bessadýr út í geim!

Bessadýr hafa verið send út í geim! En þau þykja hentug til að rannsaka hvernig lífverur bregðast við aðstæðum sem ríkja í geimnum. Bessadýrið á myndinni nefnist Hypsibius dujardini.

Bessadýr eru þekkt fyrir einstaka aðlögunarhæfni og fjölmargar tegundir þeirra takast á við miklar öfgar í hita- og rakastigi á jörðinni. Tegundir sem finnast á Suðurskautslandinu lifa til að mynda af þó að frost verði meira en -80°C. Þetta gera þau með því að leggjast í dvala (e. cryptobiosis).

Bessadýr hafa þótt hentug til að rannsaka hvernig lífverur bregðast við aðstæðum sem ríkja í geimnum, tómarúminu og geislun. Vísindamenn sem stóðu að rannsóknarverkefninu TARDIS (e. Tardigrades in Space) sendu bessadýr út í geim árið 2007 til að leita svara við ýmsum spurningum. Tegundirnar sem fóru út í geim voru:
  • Richtersius coronifer
  • Milnesium tardigradum
  • Echiniscus testudo
  • Ramazzottius oberhaeuseri
Á vefsíðu TARDIS-verkefnsins segir að í ljós hafi komið að tvær fyrstnefndu tegundirnar lifðu ferðalagið vel af og gátu eignast afkvæmi við heimkomuna. Það þýðir að annaðhvort geta þær tegundir verndað frumurnar í sér fyrir þeim óhagstæðu aðstæðum sem ríkja í geimnum eða þær geta lagfært skaðann. Hugsanlega geta þær gert hvort tveggja. Bessadýr voru einnig send út í geim árið 2011.

Heimild:

Mynd:

...