Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig fara geimfarar í sturtu?

Tryggvi Þorgeirsson

Með þessu svari er einnig svarað spurningu Theodórs Sigurðssonar (f. 1989):
Hvernig losna geimfarar við úrgang sinn? Er það satt að hlandið harðni út í geimnum?
Eftirfarandi svar er byggt á heimildum um aðbúnað geimfara í bandarísku geimskutlunum en gefur góða hugmynd um aðbúnað geimfara almennt. Þess má geta að spurningar um þessa hluti eru afar algengar á vefsetri Bandarísku geimrannsóknastofnunarinnar NASA.

Í geimskutlunni er engin sturta, enda væri slíkt varla hægt vegna þyngdarleysisins; hætt við að erfitt yrði að hafa stjórn á vatninu. Þess í stað þvo geimfarar sér með blautum svömpum. Talsvert magn af vatni er til staðar, því það verður til sem aukaafurð í efnarafölum sem notaðir eru til rafmagnsframleiðslu um borð. Til að hindra að vatnsdropar fljóti um í þyngdarleysinu, sem gæti verið hættulegt áhöfn og tækjum, er kerfi um borð sem blæs úrgangsvatni saman á einn stað þar sem því er safnað saman í plastpoka.

Eitt klósett er í geimskutlunni sem notar blástur til að leiða úrganginn í gegnum kerfið. Úrgangsvatni er dælt út í geiminn en annað er innsiglað í plastpoka og fjarlægt eftir heimkomu. Loftið sem fer í gegnum kerfið er hreinsað og því dælt aftur inn í farþegarýmið.

Spyrjandi heldur líklega að þvag geimfaranna frjósi þegar það kemur út í geiminn af því að þar er svo kalt, en þetta er misskilningur. Í geimnum er líka lofttæmi, það er að segja hverfandi þrýstingur, þannig að allt efni er þar í gasham, það litla sem það er.

Mikilvægt er að fyllsta hreinlætis sé gætt um borð því að komið hefur í ljós að vissar bakteríutegundir fjölga sér óvenjuhratt í þyngdarleysinu. Því er allur úrgangur, óhrein föt og áhöld innsigluð í plastpoka og skutlan þrifin hátt og lágt reglulega meðan á flugi stendur.

Þessar upplýsingar fengust á þessum upplýsingasíðum Bandarísku geimvísindastofnunarinnar (NASA):

http://www.nasa.gov/qanda/nasa_space.html#hygiene og

http://www.jsc.nasa.gov/pao/factsheets/factsheets/9508001.html.

Höfundur

Tryggvi Þorgeirsson

læknir og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

13.4.2000

Spyrjandi

N.N.

Efnisorð

Tilvísun

Tryggvi Þorgeirsson. „Hvernig fara geimfarar í sturtu?“ Vísindavefurinn, 13. apríl 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=338.

Tryggvi Þorgeirsson. (2000, 13. apríl). Hvernig fara geimfarar í sturtu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=338

Tryggvi Þorgeirsson. „Hvernig fara geimfarar í sturtu?“ Vísindavefurinn. 13. apr. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=338>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig fara geimfarar í sturtu?
Með þessu svari er einnig svarað spurningu Theodórs Sigurðssonar (f. 1989):

Hvernig losna geimfarar við úrgang sinn? Er það satt að hlandið harðni út í geimnum?
Eftirfarandi svar er byggt á heimildum um aðbúnað geimfara í bandarísku geimskutlunum en gefur góða hugmynd um aðbúnað geimfara almennt. Þess má geta að spurningar um þessa hluti eru afar algengar á vefsetri Bandarísku geimrannsóknastofnunarinnar NASA.

Í geimskutlunni er engin sturta, enda væri slíkt varla hægt vegna þyngdarleysisins; hætt við að erfitt yrði að hafa stjórn á vatninu. Þess í stað þvo geimfarar sér með blautum svömpum. Talsvert magn af vatni er til staðar, því það verður til sem aukaafurð í efnarafölum sem notaðir eru til rafmagnsframleiðslu um borð. Til að hindra að vatnsdropar fljóti um í þyngdarleysinu, sem gæti verið hættulegt áhöfn og tækjum, er kerfi um borð sem blæs úrgangsvatni saman á einn stað þar sem því er safnað saman í plastpoka.

Eitt klósett er í geimskutlunni sem notar blástur til að leiða úrganginn í gegnum kerfið. Úrgangsvatni er dælt út í geiminn en annað er innsiglað í plastpoka og fjarlægt eftir heimkomu. Loftið sem fer í gegnum kerfið er hreinsað og því dælt aftur inn í farþegarýmið.

Spyrjandi heldur líklega að þvag geimfaranna frjósi þegar það kemur út í geiminn af því að þar er svo kalt, en þetta er misskilningur. Í geimnum er líka lofttæmi, það er að segja hverfandi þrýstingur, þannig að allt efni er þar í gasham, það litla sem það er.

Mikilvægt er að fyllsta hreinlætis sé gætt um borð því að komið hefur í ljós að vissar bakteríutegundir fjölga sér óvenjuhratt í þyngdarleysinu. Því er allur úrgangur, óhrein föt og áhöld innsigluð í plastpoka og skutlan þrifin hátt og lágt reglulega meðan á flugi stendur.

Þessar upplýsingar fengust á þessum upplýsingasíðum Bandarísku geimvísindastofnunarinnar (NASA):

http://www.nasa.gov/qanda/nasa_space.html#hygiene og

http://www.jsc.nasa.gov/pao/factsheets/factsheets/9508001.html.

...