Síðar má segja að Tellus hafi runnið saman við móðurgyðjuna Cybele. Tunglið er stundum nefnt Luna, þó ekki eingöngu af þeim sem fást við stjörnufræði. Í grískri og rómverskri goðafræði er persónugervingur tunglsins Selena, sem á grísku þýðir einfaldlega tungl. Latneska orðið yfir þessa gyðju er Luna. Hún var tilbeðin á nýju og fullu tungli. Foreldrar Lunu voru Hyperion og Þeia, bæði títanar. Bróðir hennar var sólguðinn Helios og systir hennar Eos (dögunin). Selena var þekkt fyrir ástarævintýri sín, það frægasta var með Endymion en aðrir ástmenn hennar voru til dæmis Seifur og Pan. Latneska orðið 'luna' um tunglið lifir í rómönskum nútímamálum eins og frönsku: 'lune'. Einnig lifir það í ensku í lýsingarorðinu lunar: 'tungl-, sem tengist tunglinu', saman ber lunar month: tunglmánuður. Tellus lifir einnig í enskum fræðiorðum og terra lifir til dæmis í frönsku ('terre') og í enska lýsingarorðinu terrestrial: jarðneskur.
Mynd: Sibelius-Akatemia