Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Ef ég stend á tunglinu, í hvaða átt rís sólin?

ÖJ

Spurningin í heild var svona:

Ef ég stend á tunglinu, í hvaða átt rís sólin?

(Í austri, held ég eftir að hafa hugsað málið)
Það er rétt að sólin rís í austri á tunglinu. Hins vegar gerist það miklu hægar en á jörðinni, þar sem einn sólarhringur á tunglinu er heill mánuður, eða 29,53 jarðardagar. Ástæðan er sú að tunglið snýr alltaf sömu hlið að jörðinni og snýst því einn hring um sjálft sig á sama tíma og það snýst einn hring um jörðina (sjá nánar í þessu svari eftir Stefán Inga Valdimarsson).

Þetta sést best á myndinni. Þar sem tunglið snýr alltaf sömu hlið að jörðinni hefur það snúist hálfhring um sjálft sig á leiðinni frá A til E því að þá snýr það öfugt miðað við upphaflega stefnu. Þegar það er komið aftur á A hefur það þá snúist heilan hring. Við A er nótt á nærhlið tunglsins en einhvers staðar milli B og C rís sólin í austri ef við erum stödd á þeim stað á tunglinu sem er næstur jörðinni.

Þeir sem gera sér vonir um morgunroða við sólarupprás eða kvöldroða við sólsetur á tunglinu munu verða fyrir vonbrigðum. Þessi fyrirbæri hér á jörð eiga upptök sín í lofthjúpi jarðar en á tunglinu er enginn lofthjúpur. Þess vegna er þar hvorki morgunroði né kvöldroði. Hins vegar er jörðin tilkomumikil og síbreytileg sjón frá tunglinu.



Sjá einnig:
Hvernig er staða sólar, jarðar og tungls á nýju tungli?
Er fullt tungl á sama tíma um allan heim?

Höfundur

heimspekinemi við HÍ

Útgáfudagur

28.12.2000

Spyrjandi

Kristinn Torfason

Tilvísun

ÖJ. „Ef ég stend á tunglinu, í hvaða átt rís sólin?“ Vísindavefurinn, 28. desember 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1252.

ÖJ. (2000, 28. desember). Ef ég stend á tunglinu, í hvaða átt rís sólin? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1252

ÖJ. „Ef ég stend á tunglinu, í hvaða átt rís sólin?“ Vísindavefurinn. 28. des. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1252>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Ef ég stend á tunglinu, í hvaða átt rís sólin?
Spurningin í heild var svona:

Ef ég stend á tunglinu, í hvaða átt rís sólin?

(Í austri, held ég eftir að hafa hugsað málið)
Það er rétt að sólin rís í austri á tunglinu. Hins vegar gerist það miklu hægar en á jörðinni, þar sem einn sólarhringur á tunglinu er heill mánuður, eða 29,53 jarðardagar. Ástæðan er sú að tunglið snýr alltaf sömu hlið að jörðinni og snýst því einn hring um sjálft sig á sama tíma og það snýst einn hring um jörðina (sjá nánar í þessu svari eftir Stefán Inga Valdimarsson).

Þetta sést best á myndinni. Þar sem tunglið snýr alltaf sömu hlið að jörðinni hefur það snúist hálfhring um sjálft sig á leiðinni frá A til E því að þá snýr það öfugt miðað við upphaflega stefnu. Þegar það er komið aftur á A hefur það þá snúist heilan hring. Við A er nótt á nærhlið tunglsins en einhvers staðar milli B og C rís sólin í austri ef við erum stödd á þeim stað á tunglinu sem er næstur jörðinni.

Þeir sem gera sér vonir um morgunroða við sólarupprás eða kvöldroða við sólsetur á tunglinu munu verða fyrir vonbrigðum. Þessi fyrirbæri hér á jörð eiga upptök sín í lofthjúpi jarðar en á tunglinu er enginn lofthjúpur. Þess vegna er þar hvorki morgunroði né kvöldroði. Hins vegar er jörðin tilkomumikil og síbreytileg sjón frá tunglinu.



Sjá einnig:
Hvernig er staða sólar, jarðar og tungls á nýju tungli?
Er fullt tungl á sama tíma um allan heim?
...