Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru Maríutásur tærnar á Maríu?

Ritstjórn Vísindavefsins

Fyrsta svarið sem okkur datt í hug var: 'Já, auðvitað! -- því ekki það?' Orðið 'Maríutásur' er auðvitað barnamál fyrir tærnar á Maríu og þær geta menn skoðað nánar á hjálagðri mynd ítalska 17. aldar málarans Cigolí þar sem María tyllir tánum á tunglið.



En kannski er það ekki þetta sem átt er við með spurningunni heldur Maríutásurnar sem lýst er í svari Sigrúnar Karlsdóttur veðurfræðings við spurningunni Eru til margar gerðir skýja? Þar er því haldið fram að Maríutásur séu ský af sérstakri tegund.

En eru þessar Maríutásur á himninum eitthvað líkar tánum á Maríu? Voru forfeður og formæður okkar undir annarlegum áhrifum þegar þau tóku upp á því að hafa þetta óvirðulega nafn um þessi sérkennilegu ský? Eða hétu þau kannski upphaflega 'Maríutjásur' þannig að við séum að fást við einfalda og ómerkilega afbökun orðs?

Þetta hefur reynt mjög á lærdóm, útsjónarsemi og kunnáttu ritstjórnar. Allar helstu orðabækur sem við höfum rannsakað halda því fram að orðhlutinn 'tása' merki þarna 'táin ull' eða ullarlagður. Sú lausn vandans kemur heim við þjóðtrú þar sem því er haldið fram að þarna sé María guðsmóðir að breiða ullina sína til þerris. Skemmtileg skýring handa þeim sem trúa að María sé til og hún eigi heima þarna uppi.

Við leggjum málið hér með í dóm lesandans og hvetjum hann eða hana til að beita dómgreind sinni til að skera úr um þetta mikilvæga mál. Svo er kannski líka vert að hugleiða sér til gamans, hver verði niðurstaða fræðimanna í þessu máli eftir svo sem 100 ár þegar almenningur verður fyrir löngu hættur að þekkja til ullarverkunar.

Að lokum minnum við lesandann á að taka hæfilegt mark á svarinu því að það er föstudagssvar, -- og ekki nóg með það, heldur er það birt á þrettánda degi mánaðar klukkan 13:33.

Mynd Cigolís af Maríu sem tyllir tánum á tunglið.

Útgáfudagur

13.11.2009

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Eru Maríutásur tærnar á Maríu?“ Vísindavefurinn, 13. nóvember 2009, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=54403.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2009, 13. nóvember). Eru Maríutásur tærnar á Maríu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=54403

Ritstjórn Vísindavefsins. „Eru Maríutásur tærnar á Maríu?“ Vísindavefurinn. 13. nóv. 2009. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=54403>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru Maríutásur tærnar á Maríu?
Fyrsta svarið sem okkur datt í hug var: 'Já, auðvitað! -- því ekki það?' Orðið 'Maríutásur' er auðvitað barnamál fyrir tærnar á Maríu og þær geta menn skoðað nánar á hjálagðri mynd ítalska 17. aldar málarans Cigolí þar sem María tyllir tánum á tunglið.



En kannski er það ekki þetta sem átt er við með spurningunni heldur Maríutásurnar sem lýst er í svari Sigrúnar Karlsdóttur veðurfræðings við spurningunni Eru til margar gerðir skýja? Þar er því haldið fram að Maríutásur séu ský af sérstakri tegund.

En eru þessar Maríutásur á himninum eitthvað líkar tánum á Maríu? Voru forfeður og formæður okkar undir annarlegum áhrifum þegar þau tóku upp á því að hafa þetta óvirðulega nafn um þessi sérkennilegu ský? Eða hétu þau kannski upphaflega 'Maríutjásur' þannig að við séum að fást við einfalda og ómerkilega afbökun orðs?

Þetta hefur reynt mjög á lærdóm, útsjónarsemi og kunnáttu ritstjórnar. Allar helstu orðabækur sem við höfum rannsakað halda því fram að orðhlutinn 'tása' merki þarna 'táin ull' eða ullarlagður. Sú lausn vandans kemur heim við þjóðtrú þar sem því er haldið fram að þarna sé María guðsmóðir að breiða ullina sína til þerris. Skemmtileg skýring handa þeim sem trúa að María sé til og hún eigi heima þarna uppi.

Við leggjum málið hér með í dóm lesandans og hvetjum hann eða hana til að beita dómgreind sinni til að skera úr um þetta mikilvæga mál. Svo er kannski líka vert að hugleiða sér til gamans, hver verði niðurstaða fræðimanna í þessu máli eftir svo sem 100 ár þegar almenningur verður fyrir löngu hættur að þekkja til ullarverkunar.

Að lokum minnum við lesandann á að taka hæfilegt mark á svarinu því að það er föstudagssvar, -- og ekki nóg með það, heldur er það birt á þrettánda degi mánaðar klukkan 13:33.

Mynd Cigolís af Maríu sem tyllir tánum á tunglið....