Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Geta einhver fyrirtæki selt mönnum landsvæði á tunglinu?

Sævar Helgi Bragason

Fyrir um 1500 krónur getur hver sem er keypt sér landareign á tunglinu eða öðrum himinhnetti hjá netfyrirtækjum af ýmsu tagi. Hver vildi ekki eiga staðinn þar sem Neil Armstrong og Buzz Aldrin gengu um í fyrstu tungllendingunni árið 1969? Er slíkt gylliboð ekki of gott til að vera satt? Þegar grannt er skoðað, kemur í ljós að þessi sölufyrirtæki hafa engan rétt á að selja tangur eða tetur af himinhnöttunum, hvort sem um er að ræða tunglið, sólina eða Mars.

Staðreyndin er nefnilega sú að fyrirtæki hér og þar á jörðinni eiga ekki neitt í tunglinu, ekki frekar en Bandaríkjamenn þó að þeir færu þangað fyrstir manna. Samkvæmt samþykkt Sameinuðu þjóðanna er tunglið, og allir hinir hnettirnir í sólkerfinu, eign allra jarðarbúa. Samþykktin var einmitt að hluta gerð til þess að koma í veg fyrir að vafasöm gróðafyrirtæki spryttu upp og seldu fólki eitthvað sem það svo á aldrei. Í raun gildir það sama hér og þegar fyrirtæki reyna að selja fólki stjörnur. Það á enginn einn stjörnurnar frekar en hnettina í sólkerfinu. Nánar er hægt að lesa um kaup á stjörnum með því að smella hér.

Þrátt fyrir að sumum þyki “kostaboðin” á vefsíðum þessara fyrirtækja eflaust heillandi er vert að hafa í huga að í raun er verið að blekkja fólk. Alveg eins er hægt að henda peningum í stað þess að kaupa sér lóðir á öðrum hnöttum. Best væri þó auðvitað ef fólk gæfi peningana einfaldlega til góðgerðarmála í stað þess að láta svindlara komast yfir þá.

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

16.1.2003

Spyrjandi

Jón Björnsson, Freyr Sævarsson

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Geta einhver fyrirtæki selt mönnum landsvæði á tunglinu?“ Vísindavefurinn, 16. janúar 2003, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3010.

Sævar Helgi Bragason. (2003, 16. janúar). Geta einhver fyrirtæki selt mönnum landsvæði á tunglinu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3010

Sævar Helgi Bragason. „Geta einhver fyrirtæki selt mönnum landsvæði á tunglinu?“ Vísindavefurinn. 16. jan. 2003. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3010>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Geta einhver fyrirtæki selt mönnum landsvæði á tunglinu?
Fyrir um 1500 krónur getur hver sem er keypt sér landareign á tunglinu eða öðrum himinhnetti hjá netfyrirtækjum af ýmsu tagi. Hver vildi ekki eiga staðinn þar sem Neil Armstrong og Buzz Aldrin gengu um í fyrstu tungllendingunni árið 1969? Er slíkt gylliboð ekki of gott til að vera satt? Þegar grannt er skoðað, kemur í ljós að þessi sölufyrirtæki hafa engan rétt á að selja tangur eða tetur af himinhnöttunum, hvort sem um er að ræða tunglið, sólina eða Mars.

Staðreyndin er nefnilega sú að fyrirtæki hér og þar á jörðinni eiga ekki neitt í tunglinu, ekki frekar en Bandaríkjamenn þó að þeir færu þangað fyrstir manna. Samkvæmt samþykkt Sameinuðu þjóðanna er tunglið, og allir hinir hnettirnir í sólkerfinu, eign allra jarðarbúa. Samþykktin var einmitt að hluta gerð til þess að koma í veg fyrir að vafasöm gróðafyrirtæki spryttu upp og seldu fólki eitthvað sem það svo á aldrei. Í raun gildir það sama hér og þegar fyrirtæki reyna að selja fólki stjörnur. Það á enginn einn stjörnurnar frekar en hnettina í sólkerfinu. Nánar er hægt að lesa um kaup á stjörnum með því að smella hér.

Þrátt fyrir að sumum þyki “kostaboðin” á vefsíðum þessara fyrirtækja eflaust heillandi er vert að hafa í huga að í raun er verið að blekkja fólk. Alveg eins er hægt að henda peningum í stað þess að kaupa sér lóðir á öðrum hnöttum. Best væri þó auðvitað ef fólk gæfi peningana einfaldlega til góðgerðarmála í stað þess að láta svindlara komast yfir þá....