Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3659 svör fundust

category-iconVísindavefur

Hver stal kökunni úr krúsinni í gær?

Kökurannsóknardeild Vísindavefsins fékk nafnlausa ábendingu um að köku hefði verið stolið úr krús í gær! Málið er grafalvarlegt og okkar fyrstu viðbrögð eru þau að setja á laggirnar rannsóknarnefnd. Nefndin er skipuð til þriggja ára og í henni sitja valinkunnir bakarameistararar. Forseti nefndarinnar er Hérastubbu...

category-iconVeðurfræði

Hvers vegna er kaldara á suðurpólnum en norðurpólnum?

Sé miðað við nákvæmlega þá staði á yfirborði jarðar þar sem skautin eru skiptir mestu að suðurskautið er inni á mikilli hásléttu meginlands í meir en 2800 metra hæð en norðurskautið er á hafísbreiðu við sjávarmál. Sé miðað við stærri svæði ræður landaskipan hitamuninum að meira leyti. Amundsen-Scott-rannsóknar...

category-iconLæknisfræði

Hafa heyrnartól einhver skaðleg áhrif á heyrn eða annað?

Heyrnartól geta haft skaðleg áhrif á heyrn, sé hljóðið frá þeim stillt of hátt. Skyndilegur hvellur getur valdið sárauka, skammtíma- eða langvarandi heyrnartapi eða aukinni viðkvæmni fyrir hljóði (e. hyperacusus). Auk þess getur langvarandi útsetning fyrir hljóðum hærri en 80-90dB valdið heyrnarskaða, til dæm...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna eru sumir rangeygðir?

Rangeygð er ástand þegar bæði augu horfa ekki á sama stað á sama tíma. Annað augað snýr þá inn á við, út á við, upp eða niður og stafar það oftast af lélegri stjórnun augnvöðva eða mikilli fjarsýni. Sex vöðvar tengjast hvoru auga og stjórna hreyfingum þess. Vöðvarnir fá boð frá heila sem stýrir þeim. Undir venjule...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju eru gæsir merktar?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Af hverju eru gæsir merktar? Af hverju er fólk að fylgjast með hvert gæsirnar fljúga, hvert þær fara og hvað langt? Og hvað er svo gert við upplýsingarnar þegar búið að skoða þær? Merkingar á fuglum eru ætíð tengdar rannsóknum. Hver einstaklingur fær kennitölu á málmmerki s...

category-iconHugvísindi

Er munur á orðunum sólhvörf og sólstöður eða merkja þau það sama?

Kvenkynsorðið sólstöður þekkist þegar í fornu máli og sama er að segja um hvorugkynsorðið sólhvörf í sömu merkingu. Í ritinu Stjórn, gamalli biblíuþýðingu frá 14. öld, segir til dæmis um sólstöður: sólin gengr þann tíma upp ok aukast hennar gangr eptir þá sólstöðuna sem á vetrinn verðr, en þeir sem Arabiam byggja...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Væri hægt að knýja geimskip með kjarnorkusprengjum?

Þó það hljómi frekar ólíklega í fyrstu, þá væri hægt að nota kjarnorkusprengjur til að fljúga geimskipi á milli pláneta og fjarlægra stjarna. Þar að auki eru til ítarlegar teikingar og áætlanir um hvernig ætti að smíða slíkt geimskip með þeirri tækni og verkfræðikunnáttu sem við búum yfir í dag. Árið 1958 hóf r...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er rétt að ef maður klippir hárið þá vex það hraðar og ef svo er, af hverju gerist það þá?

Sú saga er lífseig að hár vaxi hraðar ef það er klippt. Staðreyndin er hins vegar sú að það breytir engu hversu oft og mikið hárið er klippt eða rakað, það vex ekkert hraðar en náttúran og genin ætla því. Fjallað er um hárvöxt í svari við spurningunni: Af hverju vex hárið? Þar segir meðal annars: Hár er myn...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvort kom á undan eldspýtan eða kveikjarinn?

Kveikjarinn kom fyrst fram árið 1823 en eldspýtan eins og við þekkjum hana í dag, nokkrum árum seinna. Áhöld sem líkjast eldspýtunni hafa hins vegar verið til í aldaraðir. Til dæmis er vitað að árið 577 e.Kr. notuðu konur við hirð norður Qi-ríkisins í Kína lítil prik með brennisteini á endanum til þess að kvei...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Kemur Kötlugos í kjölfarið á þessu gosi á Fimmvörðuhálsi?

Eyjafjallajökull hefur gosið að minnsta kosti fimm sinnum á síðustu 1500-1600 árum, að yfirstandandi gosi meðtöldu. Næsta gos á undan þessu hófst í desember 1821 í eða við toppgíg fjallsins. Gosefnin þá voru eingöngu súr, gráleit gjóska. Gos stóð með hléum fram á árið 1823 – að minnsta kosti lagði enn gufumekki ...

category-iconLífvísindi: almennt

Er hægt að kalla allar lífverur í sjónum fiska?

Í heild hljóðar spurningin svona:Er hægt að kalla allar lífverur í sjónum fiska, þ.e. er það samheitið. Er til dæmis hægt að segja að svif og áta séu líka fiskar? Stutta svarið við þessari spurningu er nei. Lífið í hafinu er margbreytilegt og svifið, það er dýrasvifið, inniheldur egg og seyði fiska ásamt krabba...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver var fyrsti fiskurinn í hafinu?

Upprunalega spurningin var á þessa leið: Veit einhver hvaða fiskur var fyrstur í hafinu? Við í 3. ÁGB í Setlandsskóla erum að læra um hafið og mig langar að vita þetta. Tilkoma fiska markar upphaf hryggdýra á jörðinni. Miðað við fyrirliggjandi þekkingu á þróunarsögu fiska er mjög líklegt að þeir hafi komið fra...

category-iconJarðvísindi

Hvað er gosórói?

Gosórói nefnist titringur sem stafar af, eða tengist, hreyfingu bergkviku í jarðskorpunni. Ólíkt hnik- eða brotskjálftum - jarðskjálftum sem skyndileg losun bergspennu veldur, til dæmis í misgengjum - er uppspretta gosóróa langvarandi samfelld spennulosun og birtist sem löng röð lágtíðni-smáskjálfta (M< 2). Tv...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Voru grameðlur í rauninni vondar eða voru þær bara að reyna að lifa af?

Grameðlan (Tyrannosaurus rex) var ekki vond í þeim skilningi sem við leggjum í illsku heldur var hún ráneðla sem leitaði uppi bráð eða hræ sér til viðurværis rétt eins og önnur rándýr sem við þekkjum í dag. Í raun er ekki vitað hvort hún veiddi lifandi bráð eða var fyrst og fremst hrææta en um það má lesa meira í ...

category-iconVeðurfræði

Af hverju er yfirleitt kaldara inn í landi en við strendur?

Hér á landi hagar þannig til að mestan hluta ársins er sjórinn úti fyrir ströndum landsins hlýrri heldur en loftið. Það er aðeins um stuttan tíma á sumrin sem þetta snýst við. Lóðréttur þáttur sjávarhringrásar veldur því að meira kemur að landinu af sjó suðrænnar ættar heldur en norrænnar, á vetrum er það sjór sem...

Fleiri niðurstöður