Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er yfirleitt kaldara inn í landi en við strendur?

Trausti Jónsson

Hér á landi hagar þannig til að mestan hluta ársins er sjórinn úti fyrir ströndum landsins hlýrri heldur en loftið. Það er aðeins um stuttan tíma á sumrin sem þetta snýst við. Lóðréttur þáttur sjávarhringrásar veldur því að meira kemur að landinu af sjó suðrænnar ættar heldur en norrænnar, á vetrum er það sjór sem enn geymir varma frá sumrinu áður – og er jafnvel upprunninn á slóðum þar sem sumur eru hlýrri en hér. Hluti kaldsjávarins sekkur fyrir norðan land og fer suður á bóginn í undirdjúpunum. Á þessu eru þó allmikil áraskipti.

Meira kemur að landinu af sjó suðrænnar ættar heldur en norrænnar, á vetrum er það sjór sem enn geymir varma frá sumrinu áður og miðlar þeim varma til andrúmsloftsins.

Þó þetta sé hin almenna regla bregður út af einstaka daga. Sömuleiðis er dægursveifla hitans mun minni yfir sjó heldur en yfir landi. Á lágum eyjum úti fyrir ströndinni er meðalmunur á hita dags og nætur aðeins í kringum 1 stig að sumarlagi, en inni í sveitum mun meiri. Dægursveifla ræðst þó mjög af skýjafari. Í björtu veðri, á þeim tíma ársins sem sólar nýtur, er hún oft í kringum 12 til 18 stig inn til landsins. Við slík skilyrði verður oftast mun hlýrra upp til sveita en við strendur á daginn, en kaldara á nóttum.

Sjórinn er góður varmageymir, hann safnar í sig sólaryl dags (og sumars) og er lengi að tapa honum aftur. Kólni yfirborð sjávarins blandast það því sem næst fyrir neðan er og varmi sem þar er nýtist yfirborðinu að fullu. Sömuleiðis blandar vindur efstu lögunum saman. Úthafssjór kólnar því mjög hægt – jafnvel þótt yfir hann blási kaldir vindar.

Mývatnssveit er dæmi um svæði inn til landsins þar sem góður hiti getur mælst að sumri en að sama skapi er oft kalt yfir veturinn.

Yfirborð lands geymir varma yfirleitt illa – verst þó þurrir sandar og sömuleiðis geymir yfirborð þurra gróðurleifa (svo sem sinu) varma illa. Varmaskipti milli yfirborðs og þess sem undir er eru hæg og geta aðeins gerst með leiðni eða raka, hægfara ferli. Land kólnar því ört þegar sól sest. Vott yfirborð dregur úr hitasveiflum, sem og ský.

Að auki má nefna að hiti fellur almennt með hæð, hér á landi að meðaltali um 0,6 til 0,7 stig á hverja 100 metra hækkun. Þetta, eitt og sér, bætir í mun á hita við strendur og í innsveitum.

Munum samt að þó oftast sé kaldara inn í landi heldur en við strendur snýst það gjarnan við á sólríkum sumardögum, þó hafgola minni þá oft á hafsvalann. Tuttugustiga hiti er miklu algengari í innsveitum heldur en við sjávarsíðuna. Það er tuttugustiga frost líka.

Myndir

Höfundur

Trausti Jónsson

veðurfræðingur

Útgáfudagur

4.6.2021

Síðast uppfært

14.6.2021

Spyrjandi

Eva Sigurðardóttir

Tilvísun

Trausti Jónsson. „Af hverju er yfirleitt kaldara inn í landi en við strendur?“ Vísindavefurinn, 4. júní 2021, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=80721.

Trausti Jónsson. (2021, 4. júní). Af hverju er yfirleitt kaldara inn í landi en við strendur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=80721

Trausti Jónsson. „Af hverju er yfirleitt kaldara inn í landi en við strendur?“ Vísindavefurinn. 4. jún. 2021. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=80721>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju er yfirleitt kaldara inn í landi en við strendur?
Hér á landi hagar þannig til að mestan hluta ársins er sjórinn úti fyrir ströndum landsins hlýrri heldur en loftið. Það er aðeins um stuttan tíma á sumrin sem þetta snýst við. Lóðréttur þáttur sjávarhringrásar veldur því að meira kemur að landinu af sjó suðrænnar ættar heldur en norrænnar, á vetrum er það sjór sem enn geymir varma frá sumrinu áður – og er jafnvel upprunninn á slóðum þar sem sumur eru hlýrri en hér. Hluti kaldsjávarins sekkur fyrir norðan land og fer suður á bóginn í undirdjúpunum. Á þessu eru þó allmikil áraskipti.

Meira kemur að landinu af sjó suðrænnar ættar heldur en norrænnar, á vetrum er það sjór sem enn geymir varma frá sumrinu áður og miðlar þeim varma til andrúmsloftsins.

Þó þetta sé hin almenna regla bregður út af einstaka daga. Sömuleiðis er dægursveifla hitans mun minni yfir sjó heldur en yfir landi. Á lágum eyjum úti fyrir ströndinni er meðalmunur á hita dags og nætur aðeins í kringum 1 stig að sumarlagi, en inni í sveitum mun meiri. Dægursveifla ræðst þó mjög af skýjafari. Í björtu veðri, á þeim tíma ársins sem sólar nýtur, er hún oft í kringum 12 til 18 stig inn til landsins. Við slík skilyrði verður oftast mun hlýrra upp til sveita en við strendur á daginn, en kaldara á nóttum.

Sjórinn er góður varmageymir, hann safnar í sig sólaryl dags (og sumars) og er lengi að tapa honum aftur. Kólni yfirborð sjávarins blandast það því sem næst fyrir neðan er og varmi sem þar er nýtist yfirborðinu að fullu. Sömuleiðis blandar vindur efstu lögunum saman. Úthafssjór kólnar því mjög hægt – jafnvel þótt yfir hann blási kaldir vindar.

Mývatnssveit er dæmi um svæði inn til landsins þar sem góður hiti getur mælst að sumri en að sama skapi er oft kalt yfir veturinn.

Yfirborð lands geymir varma yfirleitt illa – verst þó þurrir sandar og sömuleiðis geymir yfirborð þurra gróðurleifa (svo sem sinu) varma illa. Varmaskipti milli yfirborðs og þess sem undir er eru hæg og geta aðeins gerst með leiðni eða raka, hægfara ferli. Land kólnar því ört þegar sól sest. Vott yfirborð dregur úr hitasveiflum, sem og ský.

Að auki má nefna að hiti fellur almennt með hæð, hér á landi að meðaltali um 0,6 til 0,7 stig á hverja 100 metra hækkun. Þetta, eitt og sér, bætir í mun á hita við strendur og í innsveitum.

Munum samt að þó oftast sé kaldara inn í landi heldur en við strendur snýst það gjarnan við á sólríkum sumardögum, þó hafgola minni þá oft á hafsvalann. Tuttugustiga hiti er miklu algengari í innsveitum heldur en við sjávarsíðuna. Það er tuttugustiga frost líka.

Myndir