
Amundsen-Scott-rannsóknarstöðin er á suðurpólnum sjálfum, langt inni í landi, í um 2.800 m hæð yfir sjó. Þar hefur frostið farið niður fyrir -80°C. Hæsti hiti (eða minnsta frost) sem þar hefur mælst er -12,3°C.

Norðurpóllinn á „láglendri“ ísbreiðu í miðju Norðuríshafinu. Þar er meðalhiti á kaldasta tíma ársins um -35°C. Yfir hásumarið er meðalhitinn hins vegar nálægt frostmarki.
- https://commons.wikimedia.org/wiki/File:012905-AM-Aerial-WNH085-crop-s.jpg - Wikimedia Commons. (Sótt 26.5.2021).
- 012905-AM-Aerial-WNH085-crop-s.jpg - Wikimedia Commons. (Sótt 26.5.2021).