Elsta gosið varð svo um 500 e.Kr. (á tímabilinu 410-620 e.Kr.) og kom líklega úr toppgíg miðað við efnasamsetningu gjóskulagsins. Ekki er að sjá í jarðvegssniðum að gosið hafi í Kötlu á sama tíma og þetta gjóskulag féll eða rétt á eftir. Hvað er "kjölfar" langt? Dæmi eru um að Kötlugos hafi orðið samtímis gosi í Eyjafjallajökli, 18 mánuðum eftir að gos byrjaði í Eyjafjallajökli og einhverjum árum síðar ef marka má jarðvegssnið. Sé litið til sögunnar eykur gos í Eyjafjallajökli óneitanlega líkur á að Katla taki við sér, en fullvíst getur það varla talist. Einhvern tímann kemur að næsta Kötlugosi. Kötlugos hafa orðið á 13 til 95 ára fresti síðustu átta aldirnar en lengsta goshléið var eftir Eldgjárgosið 934, ein 200 ár. Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:
- Hvers konar hraun kemur úr Fimmvörðuhálsi? eftir Níels Óskarsson
- Hvað er eldgos? eftir Ármann Höskuldsson
- Er eldvirkni á Íslandi sveiflukennd? eftir Sigurð Steinþósson
- Er Katla í Lakagígum? eftir EDS
- Sigurður Þórainsson 1975. Katla og annáll Kötlugosa. Árbók Ferdafélags Íslands 1975: 125-149.
- Guðrún Larsen 1999. Gosið í Eyjafjallajökli 1821-1823. Rannsóknarskýrsla RH-28-99, 13 bls. Raunvísindastofnun, Reykjavík.
- Guðrún Larsen 2000. Holocene eruptions within the Katla volcanic system, south Iceland: Characteristics and environmental impact. Jökull 49: 1-28.
- Magnús T. Guðmundsson o.fl. 2005. Yfirlit um hættu vegna eldgosa og hlaupa frá vesturhluta Mýrdalsjökuls og Eyjafjallajökli. Í: Magnús T. Guðmundsson og Ágúst G. Gylfason (ritstj.): Hættumat vegna eldgosa og hlaupa frá vestanverðum Mýrdalsjökli og Eyjafjallajökli: 11-44. Ríkislögreglustjórinn, Háskólaútgáfan, Reykjavík.
- Birgir V. Óskarsson, 2009. The Skerin ridge on Eyjafjallajökull,South Iceland: Morphology and magma-ice interaction in an ice-confined silicic fissure eruption. M.Sc. thesis, Faculty of Earth Sciences, University of Iceland. 111 p.
- Veðurstofa Íslands © Ólafur Sigurjónsson. Sótt 29. 3. 2010.
Hefur hristingur eða gos í Eyjafjallajökli áhrif á Kötlu?